Feykir


Feykir - 17.09.1997, Blaðsíða 4

Feykir - 17.09.1997, Blaðsíða 4
4 FEYKIR 51/1997 Sameiningarmálin, stórmálið sem fáir ræða um og enginn veit hvernig reiðir af Stórmál er á dagskrá um þessar mundir hér í kjördæm- inu. En það er svo undarlegt með það að ákaflega lítið er um þessi mál rætt. Það er hreinlega eins og fólk hafí eng- an áhuga á sameiningarmálunum. Og þessi þögn sem um þau ríkir gerir það að verkum að ógjömingur er að gera sér grein fyrir því hvemig landið liggur. Verður sam- einingin samþykkt?, spyija ýmsir, en enginn veit svarið fyrir en talið verður upp úr kössunum í vetur. Skagfírð- ingar ætla að kjósa um sameininguna 15. nóvember en Vestur-Húnvetningar ákveða upp úr næstu mánaðamót- um hvort þeir ganga til kosningar fyrir eða eítir áramót- in. Sameiningarmálin virðast hins vegar vera skemmra á veg komin í Austur-Húnavatnssýslu, enda vitað til þess að almenn andstaða er gegn sameiningu í einstökum hreppum. Skagahreppur og Vindhælishreppur hafa þó verið að ræða saman og munu væntanlega kjósa um sameiningu bráðlega. Má telja miklar líkur á því að sú sameining verði samþykkt, enda Vindhælingar komnir niður fyrir 50 manna lágmarks íbúatölu hrepps. Þá hafa Blönduósingar og Skagstrendingar rætt saman á síðustu missemm um aukna samvinnu, m.a. sameiginlega hita- veitu, og að ýmsra áliti er það fyrsta sporið tíl sameining- ar þessara staða. Mjög skammt er á milli hreppamarka víða hér í kjör- dæminu. Við þekkjum það að víða tekur ekki örfáar mínútur að aka á milli hreppamarka. Miklar samgöngubætur og tæknibylting á síðustu áratugum hefur gert það að verkum framar öðru að gömlu hreppamörkin, sem ákveðin vom fyrir margt löngu, eru bam síns tíma. Þær sveitir sem hér áður fyrir höfðu sárah'til samskipti sín á milli, hafa nú nálgast svo mjög með bættum samgöngum, að trúlega veit fólk í þessum sömu sveitum núorðið allnáin deili hvort á öðru. Þannig hafa hlutimir breyst gífurlega á tiltölulega stuttum tíma. En samt er það svo að fólki fínnst sameiningamar ekkert spennandi. Það vilja allir vera sjálfstæðir sem lengst og ef ekki hefði komið til skipulagður flutn- ingur verkefna ffá ríki úl sveitar- félaga, hefðu eflaust mun færri sveitarstjómarmenn ljáð máls á sameiningu en það hafa gert. Sameiningarviðleitnin er þannig að stærstum hluta úlkomin vegna óbeinnar íhlutunar stjómvalda. Það er nefnilega borðleggjandi að fámennari hreppar ráða engan veginn við þessi verkefni einir síns liðs. Hér áður fyrr var mikil tog- streita á milli þéttbýlis og dreif- býlis. Við hnignun sveitanna á sfðustu ámm hefur þessi tog- streita minnkað, en samt eimir eftir af henni ennþá. Það var t.d. nú í sumar sem Jakop á Árbakka við Skagaströnd, sagði það í Feyki að það hefði ekki komið úl greina að bjóða Skagstrending- um að verða með í viðræðum Vindhælinga og Skagamanna um sameiningu. Jakop sagði að það passaði ekki að hafa þéttbýl- ið þar með. Og þeir í þéttbýlinu sumir em líka ekkert hrifnir af því að sam- einast sveitahreppunum. Á Króknum heyrast þær raddir t.d. að Krókurinn hafi lítið á því að græða að sameinast samfélagi fá- tækra bænda sem skili litlu sem engu í sameiginlegan sjóð. Á hinn bóginn segja þeir í sveiúnni að það sé lítið spennandi að veita fjármunum í hina botnlausu skuldahít á Króknum. Hins veg- ar virðist efúr nokkm að slægjast í efnahagslegu úlliú fyrir héraðið í heild, þar sem að sameining í Skagafirði þýðir 12 milljóna króna aukið ffamlag inn á svæð- ið úr jöfnunarsjóði, auk skulda- jöfhunarffamlags ffá félagsmála- ráðuneyú við sameininguna, sem ekki liggur enn ljóst fyrir hvað yrði hátt. En hvaða mál em það sem fólk leiðir fyrst hugann að varð- andi sameiningu. Án efa em það skólamálin og vitað er að þau em mjög viðkvæm til sveita. Að margra áliti em skólamir sem hjarta sveitarinnar. Svo em þar lfka nokkur störf sem ekki veiúr af að halda í. Greinilegt er að þetta sjónarmið hefur orðið ofan á þegar t.d. Fljótamenn ákváðu að halda skóla sinn að Sólgörð- um í vetur, þrátt fyrir að börnin séu þar aðeins fjögur eða jafn- Stefán Guðmundsson. mörg starfsliðinu. Raddir hafa heyrst að með þessu telji þeir sig styrkja stöðu sína gagnvart sam- einingu, hvort sem sú verður reyndin. Sameinaðir stöndum vér ,,Á sama tíma og við stönd- um ffammi fyrir því að heimur- inn allur er að verða eitt við- skiptasvæði, fjöllum við hér um að taka niður girðingar milli sveitarfélaga og sameina Skaga- íjörð í eitt sveitarfélag til að styrkja búsetuna og bæta aðstöðu héraðsins alls. Eg vona að ég bregðist ekki því trausti sem mér er sýnt, þótt ég segi það hér að sú sameining sveitarfélaga sem nú er úl umræðu, er að mínu áliú eitt allra mikilvægasta málið, sem hér er nú úl úrlausnar. Þar reynir á dómgreind og framsýni íbúa þessa héraðs alls, að átta sig á því að enn á það við sem máltækið segir: sameinaðir stöndum við en sundraðir föllum við”, sagði Stefán Guðmundsson alþingis- maður í ávarpi sem hann hélt við móttöku forsetahjónanna á Faxa- torgi á liðnu sumri, í lok afmæl- isársins. Erlendur Hansen. Skref 50 ár aftur á bak Erlendur Hansen fyrrv. bæjar- stjómarmaður á Sauðárkróki og sá eini sem efúrlifandi er úr fyrstu bæjarstjóm bæjarins, er síður en svo jafh hlynntur sam- einingu og Stefán. Erlendur telur ekkert að gera með það að sam- eina allt héraðið í eitt sveitarfé- lag, a.m.k. ekki fyrst um sinn þó þróunin verði kannski sú síðar. Réttara sé að sameina í minni einingar til að byija með, t.d. Krókinn og Skarðshreppinn. ,,Mér finnst það fúrðulegt eins og það kostaði nú mikið stríð fyrir Krókinn á sínum tíma að losa sig undan þeirri kvöð að þurfa að sækja allar ábyrgðir úl sýslu- neffidar, að nú er eins og menn vilji ólmir stíga þessi skref 50 ár aftur í tímann og halda upp á af- mæli kaupstaðarins með þvf’, segir Erlendur Hansen. Feinuiin að fara af fólki Steindór Haraldsson hrepps- nefhdarmaður á Skagaströnd segir að verði stórar sameining- ar bæði í Skagafirði og Vestur- Húnavatnssýslu komi það að sjálfú sér að Austur-Húnvetning- arþurfiaðgefa sameiningarmál- unum meiri gaum en þeir hafi gert hingað úl. Steindór Haraldsson. „Við höfum átt ágætar við- ræður við Blönduósinga um samvinnu þessara staða og ég á von á því að þær muni leiða úl þess að þessir staðir muni sam- einast á næstu tveimur kjörúma- bilum. Fólk ræðir alltaf meir og meir um sameiningu finnst mér. Feimnin er að fara af fólki og augun að opnast, enda h'úð vit í þessu eins og það er. Slagkraftur- inn er enginn þegar menn em hver í sínu homi og hver höndin upp á móú annarri í héraðsnefhd- inni. Ef menn bregðast ekki við í tíma þá er hættan sú að sveiúm- ar leggist í eyði”, segir Steindór. Mundi ýta við öðrum Gestur Þórarinsson bæjar- stjómarmaður á Blönduósi er sama sinnis og Steindór. Gestur segir að Blönduósingar og Skag- strendingar eigi svo margt sam- eiginlegt skammt sé á milli stað- anna og menn hljóú að ræða Heimir Ágústsson. mjög alvarlega sameiningu þess- ara staða áður en langt hður. Það mundi síðan ýta við öðmm í sýslunni og vitaskuld væri það eina viúð að sýslan öll yrði eitt sveitarfélag. Eigum ekki annan kost „Menn eiga ekki nokkum annan kost. Staða sveitarfélag- anna hér á þessu svæði er svo rosalega misjöfn. Sumir þeirra komu mjög illa út gagnvart yfir- færslu gmnnskólans og ljóst að það verður að skapa stærri ein- ingar úl að standa undir frekari verkefnaflutningi ffá ríki úl sveit- arfélaga. Að mínu mati kemur sameining augljóslega til að styrkja byggðina í héraðinu, þó svo að hún ein og sér verði ekki úl þess að snúa þeirri þróun við sem verið hefur undanfarið; að fólki fækki, þá er hún a.m.k. úl- raun úl að spoma við henni. Ég hef trú á því að við náum saman um skynsamlega úrlausn mála- flokka. Svæðið er landffæðilega hagkvæmt úl að verða eitt sveit- arfélag, með Hvammstanga mið- svæðis. Síðan skilst mér að ffam- lag úr jöfnunarsjóði hækki um 15 milljónir og það er spuming- in hvort að við höfúm nokkuð efni á því að sleppa þvf’, segir Heimir Ágústsson bóndi á Sauðadalsá, oddviti Kirkju- hvammshrepp í Vestur-Húna- vatnssýslu. Aðspurður um hvers vegna svona húð væri rætt um sam- einingarmálin manna á meðal og lítill áhugi virúst á þeim, sagðist Heimir álíta að þar væri trúlega mikið við oddvitana og sveitar- stjómarmenn að sakast. Þeir veigmðu sér um of að segja fólki hvemig staðan raunvemlega væri. Guðjón Ólafsson bóndi á Valdasteinsstöðum oddviti Bæj- arhrepps vildi ekki tjá sig um sameiningarmálin við Feyki, þar sem að enn liggur ekki fyrir end- anleg ákvörðun hreppsnefhdar- innar hvort kosið verður um sameininguna þar í sveit.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.