Feykir


Feykir - 19.11.1997, Page 1

Feykir - 19.11.1997, Page 1
rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU1 SAUÐÁRKRÓKI Skagfírðingi lagt um áramótin Forráðamenn FISK hafa ákveðið að þegar Klakkur fari aft- ur á veiðar með nýja vél eftir ára- mótin verði Skagfirðingur bund- inn við bryggju, en Skafti verði gerður út á rækju áfram. Júlíus Skúlason skipstjóri á Skagfirðingi fer þá með áhöfn sína á Skaftann, en Gmndfirðingamir á Skaftanum fara aftur á Klakkinn. „Skafta hefur gengið vel á rækjunni og það kemur betur út að veiða og vinna rækju en karfa um þessar mundir og því hefur verið ákveðið að leggja Skagfirðingi og skipta á karfakvóta hans fyrir rækjukvóta”, segir Gísli Svan Ein- arsson útgerðarstjóri Skagfirðings. Við þennan tilflutning áhafna er útlit fyrir að 2-3 fastráðnir heimamenn fái ekki áframhald- andi pláss, en Gísli segir að leitað verði leiða til að útvega þeim skipsrúm. Sem kunnugt er hafa forráðamenn FISK velt fyrir sér stækkun á Skagfirðingi og breyta honum í ffystiskip. Allsendis er óljóst hvort af því verður og mun alveg eins vera í myndinni að kaupa skip í hans stað. Talið upp úr kjörkassanum á Sauðárkróki á laugardagskvöld. Jóhann Jónsson, Jón Hallur Ingólfsson, Gunnar Sveinsson og María Lóa Friðjónsdóttir. Oddviti Akrahrepps um úrslitin Komu ekki á óvart Sameining 11 sveitarfélaga í Skagafírði samþykkt ,,Ég átti alveg eins von á því að kosningaúrslitin yrðu svona. Það sem helst kom á óvart var hvað kjörsókn var góð á Króknum. Eg bjóst allt eins við að það þyrfti ekki að kjósa aftur”, sagði Broddi Bjöms- son á Framnesi oddviti Akra- hrepps þegar leitað var við- bragða hans við kosningaúr- slitunum. Broddi gaf lítið út á það hvort það yrði skrýtið fyrir Akrahrepp að vera einn við hlið stórs sam- einaðs sveitarfélags. „Við höfum átt gott samstarf um ýmiss sam- eiginleg mál og reikna með að svo verði áfram. Um það verður samið”. I undirbúningi sameiningar- kosninga að undanfömu hefur í umræðunni mikið farið fyrir þeim kostum sem talið er að fylgi henni. Broddi telur að menn hafi gert full mikið úr þessu. „Menn telja sér trú um það að með því að mynda stærri einingar sé hægt að leysa ýmsa hluti, eins og t.d. atvinnuppbygg- ingu. Ég hef litla trú á að það tak- ist. Ég held að aðalástæðu fólks- flóttans megi rekja til samdráttar- ins í landbúnaðinum og hef þá trú að ef landbúnaðurinn leggist af í sveitunum þá muni byggðin ekki haldast á landsbyggðinni”, segir Broddi. Sameining 11 sveitarfélaga í Skagafirði var samþykkt á öllum kjörstöðum, víðast hvar mjög afgerandi. Eins og fyrir fram var reiknað með var mjótt á munum í Lýtingsstaðahreppi, þar voru 78 með, 76 á móti og tveir seðlar voru auðir. I Ríp- urhreppi var einnig nokkuð naumt, sex atkvæða munur, 55% með og 45% á móti. Sveitarfélög verða ífá og með næsta vori tvö í Skagafirði, nýtt sameinað sveitarfélag sem allir eru sammála unt að fái nafnið Skagaijörður með um 4400 íbúa og Akrahreppur með 222 íbúa. ,Úg er ákaflega ánægður og feginn að Skagfirðingar skuli sýna þá skynsemi að velja þessa leið”, sagði Snorri Bjöm Sigurðsson bæjarstjóri á Sauð- árkróki og sameiningamefhdar- maður þegar kosningaúrslit lágu fyrir. Aðspurður hvort þama væri að verða til betra samfélag en áður sagði Snorri. „Að minnsta kosti verður þetta sterkari heild. Samtakamáttur- inn ætti að verða meiri og þrótturinn til að sækja okkar mál út á við. Nú bíður það verkefni nýrrar sveitarstjómar að móta þetta nýja samfélag. Það er Ijóst að menn verða að taka sér góðan tíma til þess og vanda sig vel. En að sama skapi verður þetta ákaflega spennandi verkefni held ég”, sagði Snorri Bjöm. „Þetta fór ótrúlega vel. Það var mjög gott að klára þetta í einni lotu og sterkt að niður- staðan skuli verða svona afger- andi”, segir Bjami Egilsson á Hvalnesi formaður sameining- amefndar. Hann segist sjá vel fyrir sér að Skagafjörður verði eitt sveitarfélag í ffamtíðinni. ,T>að er undir Akrahreppingum sjálfum komið að meta það hvenær er vitjunartíminn. Þeir hafa möguleika á fjögurra ára ffesti að koma inn”, segir Bjami. Úrslit í kosningunum já % nei % au/óg. kjörs. Fljótahreppur...66 ....93%...5......7%.........71% Seyluhreppur...108..73%......40....27%...1..69,3% Skarðshreppur ,...37....60,7%.24...39,3%.... 4.82,5% Rípurhreppur...33....55%....27...45%..........95,2% Staðarhreppur..... 51...73,9% ,...18...26,1%.2.78,9% Skeftlss.hreppur. 22... 68,7% ....10...31,3%...94,1% Hólahreppur.....59... 90,8%..6...9,2%..........65,7% Viðvíkurhreppur..38...95%....2.....5%....1......76% Sauðárkrókur.....774....79,5%... 193.. 19,8%.7...52% Hofshreppur....127....72,9% ....48.. 27,1%.2 ...66,45% Lýtingsst.hr...78...50,6%....76....49,4%.2....81,6% 2 —ICfcnsif? chíDI— Aðalgötu 24 Skr. sími 453 5519, fax 453 6019 o SCQ • ALMENN RAFTÆKJAÞJÓNUSTA O • FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA • BÍLA- OG SKIPARAFMAGN • VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA bílaverksfæði simi: 453 5141 Sæmundargata lb 550 Sauðárkrókur Fax:4S3 6140 # Bílavidgerdir ÍA Hjólbardavidgerdir Réttingar jfáprautun

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.