Feykir


Feykir - 19.11.1997, Blaðsíða 4

Feykir - 19.11.1997, Blaðsíða 4
4 FEYKIR 40/1997 HlsmíP<eir<Síur>fiTiai.Ik aumffiáíplkipélka Brýnt umferðarörvggismál Hringtorg við mestu umferðargatnamótin í gegnum tíðina hafa Króksarar spáð mikið í það hvemig best sé að ganga frá gatnamótum Sæmundarhlíðar, Skagfirð- ingabrautar og Hegrabrautar þannig að ör- yggi vegfarenda á leið þar um verði best tryggt. Margt hefur verið skrafað og skegg- rætt og sitt sýnist hvetjum. Nokkuð hávær- ar raddir hafa talið að umferðarljós mundu leysa allan vanda og fór fram undirskrifta- söfnun íyrir nokkru síðan til að knýja á um slíkt. Umferðarljós em auðvitað góð þar sem þau eiga við en ekki þama. Reynslan hef- ur sýnt að þar sem umferðin er ekki nægj- anlega mikil virka ljós illa. Ökumenn ffeistast til að virða þau ekki þegar fáir em á ferli en fyrir utan álagspunktana í hádeg- inu og stundum seinni partinn teljast göt- ur á Krók fáfamar miðað við þau gatnamót í Reykjavík þar sem ástæða hefur þótt að setja upp umferðarljós. Sumir hafa bent á að hægt sé að láta götuvitana blikka gulu þegar ekki er umferðarálag. Umferðarsér- fræðingar vara hins vegar mjög við slíku þar sem að við slíkar aðstæður hafi orðið margir harðir árekstrar. Arin 1993 og ‘94 fór fram umferðar- talning á nokkrum stöðum í bænum og meðal annars á umræddum gatnamótum. Þá kom í ljós að hámarksumferð um gatnamótin samkvæmt talningunum er rétt um 600 bílar á hálfri klukkustund um há- degisbilið. Samkvæmt norska vegastaðlin- um er flutningsgeta lítils hringtorgs með fjómm örmum, 1000-1700 bflar á hálf- tíma. Hringtorg ætti því að anna vel þeirri umferð sem fer um gatnamótin nú og þola talsverða aukningu að auki. Enfremur má nefna þann kost við hringtorg að umferð- Hringtorgið eins og það lítur út í hönnun Verkfræðistofunnar Stoðar. arhraði þar er mjög lítill og harðir árekstr- ar sjaldgæfir. Eftir að hafa kynnt sér málin vel ákvað umferðamefndin á Sauðárkróki að fá Verkfræðistofuna Stoð ehf. til að hanna hringtorg á gatnamótin og má sjá af- rakstur þeirrar vinnu hér á síðunni. Það er síðan ákvörðun bæjaryfirvalda hvenær hringtorg kemst á fjárhagsáætlun en vonandi verður þess ekki langt að bíða þar sem um mikið umferðaröryggismál er að ræða og þá getur lögreglan nýtt hádeg- istímann í annað en umferðarstjómun. í framhaldi af ofangreindu er rétt að nefna að opnuð hefur verið ný gata, Sauð- ármýri, sem tengist Hegrabraut að norðan og Skagfirðingabraut að sunnan, en þessi gata kemur trúlega til með að létta á um- ferð á stóm gatnamótunum. Þá er og að nefna að í aðalskipulagi Sauðárkróks er gert ráð fyrir framlengingu Sæmundarhlíð- ar niður á Skagfirðingabraut og þaðan í gegnum iðnaðarhverfið að Strandvegi en sá hluti vegarins mun reyndar heita Borg- argerði. Þessi leið mun svo hjálpa ennffek- ar við að dreifa og jafna umferðinni um gatnakerfið. GR. .Snmif öknmenn í vafa við gatnamótin Hægri reglan gildir Þannig á umferðin að ganga fyrir sig við gatnamót Skag- fingabrautar og Sæmundahlíðar og Hegrabrautar. Samkvæmt 25. grein um- ferðarlaga, skulu ökumenn sýna sérstaka aðgát við vega- mót. Þar segir einnig: „Öku- maður sem ætlar að aka inn á eða yfir veg, skal veita umferð ökutækja á þeim vegi úr báð- um áttum forgang, ef það er gefið til kynna með umferðar- merki um biðskyldu eða stöðv- unarskyldu”. Umferð um Skagfirðinga- braut nýtur forgangs hliðar- gatna, svo sem af Hegrabraut og Sæmundarhlíð. Það virðist rugla margan ökumanninn að öðru megin gatnamótanna er stöðvunarskyldumerki en hin- um megin biðskyldumerki. Eini munurinn er sá að öku- mönnum sem aka Hegrabraut ber að stöðva, en þeim sem aka af Sæmundarhlíð ekki, nema umferð um Skagfirðingabraut krefjist þess. Ef tveir bflar koma nokkuð samtímis að vegamótunum, annar af Sæmundarhlíð (A) og hinn af Hegrabraut (B) ber að stöðva við stöðvunarlínu. Síð- an skal sá er ekur af Sæmund- arhlíðinni (A) veita hinum for- gang (B), hvort sem sá beygir til hægri, eða ekur yfir gatn- mótin inn á Sæmundarhlíðina. Hins vegar ef ökumaðurinn af Sæmundarhlíðinni (A) hyggst aka Hegrabraut og öku- maðurinn af Hegrabrautinni (B) Skagfirðingabraut til vinstri, þá hefur ökumaðurinn af Sæmundarhlíðinni (A) for- gang. I stuttu máli má segja að það sé „hægri reglan” sem gildir, þegar inn á gatnamótin er komið. Lögreglan Skyldur öku- manna gagnvart gangandi veg- farendum í 26. grein umferðarlaganna ereftirfarandi: „Ökumaður, sem nálgast gangbraut, þar sem um- ferð er ekki stjómað af lögreglu eða með umferðarljósum, skal aka þannig að ekki valdi gang- andi vegfaranda á gangbrautinni eða á leið út á hana hættu eða óþægindum. Skal ökumaður nema staðar, ef nauðsynlegt er, til að veita hinum gangandi færi á að komast yfir gangbrautina”. SÝNUM AÐGÁT OG TIL- LITSSEMI. Punktakerfið Um næstu áramót taka gildi breytingar á umferðarlögunum sem eiga að koma í veg fyrir að ökumenn brjóti ítrekað af sér í umferðinni, án þess að gripið sé í taumana. Hér er um að ræða punktakerfi sem virkar þannig að fyrir hvert umferðarlagabrot fær ökumaður ákveðinn fjölda punkta. Þegar punktamir em orðnir 12, missir viðkomandi ökumaður réttindi sín til að aka bifreið í 3 mánuði. Ákvörðun unt sviptingu er tekin af þeim sem ákvarðar sekt. Við þriggja mánaða sviptingu vegna punkta getur bæst við frekari svipting, t.d. vegna hraðaaksturs. Ökuhraði í þéttbýli má ökuhraði ekki vera meiri en 50 km á klst. Öku- hraða skal þó jafnan miða við aðstæður með sérstöku tilliti til öryggis annarra. Sérstök skylda hvflir á ökumanni að aka nægj- anlega hægt miðað við aðstæð- ur í þéttbýli. Hægri reglan í 25. grein umferðarlaganna segir svo: „Þegar ökumenn stefna svo að leiðir þeirra sker- ast á vegamótum, opnum svæð- um eða svipuðum stöðum, skal sá þeirra sem hefur hinn sér á hægri hönd, veita honum for- gang. Á Sauðárkróki eru í dag ljömörg gatnamót þar sem hægri reglan er í gildi. Þ.e.a.s. að ekki eru biðskyldu- eða stöðvunarskyldumerki til að gefa til kynna hvemig akstri skuli háttað. Það er ótrúlega al- gengt að þessi regla sé ekki virt og virðist stundum sem sumir ökumenn hafi ekki hugmynd um tilvist hins almenna for- gangs umferðar (hægri regla). Endurskinsmerkí er ódýr líftrygging

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.