Feykir - 19.11.1997, Qupperneq 6
6 FEYKDR 40/1997
Hagyrðingaþáttur 241
Heilir og sælir lesendur góðir.
Nokkrar fyrirspumir hafa borist til
þáttarins um vísur tengdar göngum og
réttum. Skilst mér að sumir lesendur
þáttarins séu famir að efast um að
nokkur tíðindi berist að þeim vettvangi
nú í haust. Bætt skal snarlega þar um
og leitað til Jóns Gissurarsonar í Víði-
mýrarseli með fyrstu vísuna sem hann
gerði eftir að undirritaður sagðist hafa
hitt gullfallega stúlku í eftirleit í Laxár-
dalsfjöllum.
Eftir föngin auðnahá
eykur löngun halnum.
Fríð í göngum falda gná
fremt á Þröngadalnum.
Einhveiju sinni komst sú saga á
kreik að einn af gangnamönnum á
Auðkúluheiði hafi orðið full mikið híf-
aður og gripið þá nokkuð djarflega til
símtækis sem var með í för. Pantaði
hann úr kaupstað þar sem talið var að
mundi fyrst vanta af nauðþurftum. Eft-
ir að tíðindi þessi spurðust til annarra
gangnaflokka varð eftirfarandi vísa til.
Ekki er tíminn lengi að líða,
lífsins gœði henta öllum.
Eftir víni bráðum bíða
bœndurfram á Hveravöllum.
Stundum hendir gámnga að leggja
að jöfnu persónur mannkindar og
sauðkindar. Árangur síðustu leitar er
ekki beisin eftir næstu vísu að dæma.
Það var hvergi kind að sjá
er komið var affjöllum,
aðeins þessi eina lá
undir okkur öllum.
Nóttina áður en lagt var af stað í
undanreið á Eyvindarstaðaheiði sl.
haust var kalsarigning í byggð með
snjókomu til fjalla. Andkalt var að
morgni 8. september, en nokkm eftir
að gangnamenn lögðu af stað frá Foss-
um fór að anda á sunnan og sjálfsagt
að vanda nú úl vísnagerðar, er brúninni
fyrir ofan bæinn var náð, og mun þá
hringhendan skipa æðsta sess.
Blœrinn seiðir hrund og hal,
hrollur eyðist manna.
Upp á heiði aftur skal
ýmsar leiðir kanna.
Eftir að innar kemur á heiðina verð-
ur sunnan blærinn kátari og þegar einn
af nýliðunum er svo vinsamlegur að
fara oní vasann á smalastokknum sín-
um og draga upp úr honum fullan
fleyg sem tekur a.m.k. líter, verður
lundin með gleðibrag og sjálfsagt að
tileinka þessum ágæta dreng næstu vísu.
Okkur hlýir vindar vaggi
vœrt á leiðinni,
öli þegar miðlar Maggi
Magg á heiðinni.
Nóttina fyrir undanreiðardaginn er
nokkuð hart frost. Sólarglæta kemur
snemma um morguninn, en dregur síð-
an fyrir þá guðs gjöf þar til að nálgast
hádegi og geislamir flæða allt í einu
yfir gangnamenn, sem kvitta fyrir
þægilegheitin með eftirfarandi vísu.
Blessuð sólin sendir oss
sína geisla í hrönnum.
Bjóða ajtur œtlar koss
undanreiðarmönnwn.
Sú undarlega speki var til umræðu
hér í haust að fækka bæri undanreiðar-
mönnum úr Bólstaðahlíðarhreppi um
einn. Bárust böndin að tveim ágætum
drengjum sem urðu sammála um að
taka þá afstöðu að fara báðir eins og
þeir væm vanir og vera þá frekar á
hálfu kaupi undanreiðardaginn. Ekki er
því að leyna að undirritaður fagnaði af-
stöðu þeirra félaga og þegar styttist í að
allur hópurinn hittist í svokölluðum
Svörtukvíslampptökum var full ástæða
til að tileinka þessum góðum drengjum
næstu vísu.
Við mig leikur lánið enn,
lífsins aukast bœtur.
Efég hitti hálfa menn
hér við jökulrœtur.
Eftir að ströngum smaladegi lýkur
em menn fegnir að hvflast og slá sér
flestir til rólegheita. Einn af nýliðunum
telur reyndar miður að nú skuli ekkert
vera sungið og þegar annar spyr hvort
hann hafi alltaf verið svona duglegur
að smala þessi gamli gráhærði, verður
lítið um svör, og þó.
Hér hefiir orðið talsvert tjón
tœpast nokkur syngur.
Þið sjáið þó að Sigurjón
er sannur Islendingur.
Að kvöldi síðasta dags sem dvalið
er á ljöllum em menn fegnir að komast
í hús eftir kaldan dag. Einn af glaðari
drengjum ferðarinnar lfldr meira að
segja okkar ágæta Galtarárskála við
sjálft himnaríki og telur að þar megi
syngja endalaust.
Enginnfœr svo alltaflíki,
eflist þó sú von.,
að syngi hátt í sœluríki
Sveinbjöm Eyjólfsson.
Þegar kalt hefur verið og snjór lagst
yfir grænu grösin án nokkurs íyrirvara
um göngur verður auðskilinn fegin-
leiki þegar aftur bregður til betri tíðar.
Afiur bráðnafer lirjjöllum
fönnin sem að kom í gœr.
Þegar leiðum yfir öllum
andar mildur sunnan blœr.
Veriði þar með sæl að sinni.
Guðmundur Valtýsson, Eiríksstöðum,
541 Blönduósi, sími 452 7154.
Brotist inn í bílinn hjá Palla
Tindastóll stóðst ekki
spennuna í úrslitunum
Laugardagurinn síðasti var síður
en svo gæfuríkur fyrir Pál Kolbeins-
son þjálfara Tindastólsliðsins í körfu-
bolta. Hann vaknaði upp við það um
morguninn, þar sem hann gisti vestur
á Seltjarnarnesi, að búið var að brjót-
ast inn í bílinn, stela úr honum verð-
mætum og vinna skemmdir. En Páli
gafst ekki mikill tími til að fást um
þessa hluti. Verkefni númer eitt var
að búaTindastólsliðið í úrslitaleikinn
og óneitanlega hefði það orðið mikil
sárabót fyrir þjálfarann, ef leikurinn
hefði unnist, þá hefði það sem á und-
an var gengið sjálfsagt ekki skipt
miklu máli í hans huga.
Og innbrotið í bílinn seinkaði
heimför þjálfarans. Hann þurfti að
vinna að því á mánudeginum að
kanna tryggingarlegu hlið málsins.
Það ríkti þjóðhátíðarstemmning á
Sauðárkróki fyrri hluta laugardags-
ins, enda Tindastólsmenn búnir að
standa sig frábærlega í Eggjabikar-
keppninni, komnir í úrslit gegn Is-
landsmeisturum Keflvíkinga. Og
Króksarar flykktust suður, bæði ak-
andi og fljúgandi. Tvær fullar vélar
flugu með stuðningsmenn liðsins og
talið er að um 700 Skagfirðingar hafi
fylgst með leiknum, sem því miður olli
vonbrigðum. Tindastólsliðið unga
virtist ekki standast álagið og réði
ekkert við Keflvíkinga í þeim ham
sem þeir voru þennan dag.
En þrátt fyrir afhroð í úrslitaleiknum,
lokatölur 77:111, stóðu Tindastólsmenn
sig frábærlega í þessari keppni eins og
þeir hafa reyndar einnig gert í úrvals-
deildinni til þessa.
I undanúrslitunum vann Tindastóll
glæsilegan sigur á Njarvík, 102:90 eftir
ffamlengdan leik, þar sem Torrey John
fór á kostum, skoraði 50 stig og setti per-
sónulegt met. Það var mikið fjör eftir
þann leik í búningsklefa Tindastóls.
Þangað flykktust stuðningsmenn liðsins
og fagnað var langt fram á kvöld. Menn
spurðu sig hvort þessi stemmning mundi
fleyta liðinu yfir taugaspennina sem fylg-
ir að spila fyrsta úrslitaleikinn, en sú
reyndist ekki rauninn.
Og eins og yfirleitt þegar hlutimir
ganga ekki upp er leitað skýringa. Og
eins og jafnan eru þær ekki auðfundnar.
Þó er ekki ólíklegt að stór hluti af ástæð-
unni fyrir slökum leik Tmdastóls í úrslita-
leiknum sé sú að liðið er ungt að árum og
óvant þeirri velgegni sem það hefur átt að
fagna nú í haust. Þá virðist það taka leik-
menn nokkum tíma að ná sér niður á
jörðina eftir góða sigra þannig að þeir geú
afarið að einbeita sér að næsta leik. Því
virðist það ekki henta liðinu að leika með
stuttu millibili, eins og því miður próf-
grammið lítur út í vetur, oft er leikið á
fbstudegi og síðan aftur á sunnudegi. Nú
endurtók sama sagan sig frá því fyrr í
haust þegar Tindastóll vann góðan sigur
á Keflvíkingum á föstudagskvöldi og fór
síðan vestur á Ísaíjörð á sunnudag og
steinlá fyrir Isfirðingum í Bikarkeppninni.
- En hvað um það, allt er þetta til að
læra af og án efa verður dagsformið betra
þegarTindastóll mætir í næsta úrslitaleik.
Og úrvalsdeildin heldur áfram. Á
föstudagskvöldið verður stórleikur á
Króknum þegar annað að efstu leiðum
deildarinnar, Haukar, koma í heimsókn.
Spumingin er tekst Tindastólsmönnum
að verða fyrst liða til að leggja Haukana
aðvelli ívetur.
Árni Geir efnilegastur
Mistök urðu við verðlaunaafhendingu rétta komi fram, sem er að í 2. flokki
á uppskeruhátíð Tindastóls og einnig í karla var Ámi Geir Valgeirsson valinn
umfjöllun í Feyki í kjölfarið. Stjóm efnilegasti leikmaðurinn og Atli Bjöm
knattspymudeildar vill gjaman að það Leví besti leikmaðurinn.
íslenski fáninn
Eigum á lager íslenska fánann, fánaveifur,
borðfána á fæti. Rúmföt úr damaski og lérefti.
Einnig vinnuföt, s.s. sloppa, buxur, svuntur o.fl.
íslenski fáninn er tilvalinn jólagjöf.
Styðjið skagfirska framleiðslu.
íslenska Fánastofan ehf.
Sauðurbraut 9, 565 Hofsósi, sími 453 7366.