Feykir - 26.11.1997, Qupperneq 1
rafsjá hf
RAFVERKTAKAR
SÉRVERSLUN
MEÐ RAFTÆKI
SÆMUNDARGÖTU1
SAUÐÁRKRÓKI
Kosningarnar á
Króknum kærðar
Talið er að Hvammstangabúar muni samþykkja sameiningu, en meiri óvissa ríkir um afdrif
sameiningartíllögunnar í öðrum hreppum VHún.
Stefnir í tvísýnar sameiningar-
kosningar í Vestur - Hún.
Sl. föstudag var lögð fram
kæra vegna sameiningarkosninga
í Skagafirði sem fram fór um síð-
ustu helgi, þegar kosið var um
sameiningu 11 sveitarfélaga. Það
em tveir íyrrverandi bæjarstjómar-
menn á Sauðárkróki sem kæra,
Hörður Ingimarsson og Erlendur
Hansen. Meginefni kærunnar er
það að framlagning kjörskrár á
Sauðárkróki hafi ekki verið með
lögmætum hætti. Af bókunum
bæjarráðs og bæjarstjómar verði
ekki séð að þær hafi verið af-
greiddar og staðfestar með lög-
bundnum hætti, heldur einungis
undirritaðar af bæjarstjóra þegar
þær vom lagðar fram.
Þeir Hörður og Erlendur telja
ástæðu til að kanna lögmæti og
framlagningu kjörskráa í öðmm
sveitarfélögum Skagafjarðar, enda
hafi niðurstöður í einu sveitarfé-
lagi áhrif á niðurstöður í öðm. Þá
gagnrýna þeir félagar að ekki hafi
verið kjördeild á Sjúkrahúsi Skag-
firðinga eins og sameiningamefhd
hafi lagt til. Vitað sé um nokkra
einstaklinga á stofnuninni sem
vildu neyta kosningaréttar síns og
hefðu þeir fengið að nota rétt sinn,
væm yfirgnæfandi líkur á því að
úrslit kosninganna hefðu orðið
með öðmm hætti í Lýtingsstaða-
hreppi, sem þá sjálfkrafa hefði leitt
til endurtekningar kosninga um
sameiningu sveitarfélaganna.
Kærendur telja bæjarstjórann
og bæjarstjóm Sauðárkróks hafa
farið offari sem fylgjendur sam-
einingar og vegna afstöðu sinnar
væri enn brýnna að þeir fæm að
lögum og gættu hlutleysis um
ffamkvæmd kosninganna.
„Bæjarstjómin sem stjómvald
brást því með öllu þeim skyldum
sínum að standa að kosningunni
með lögmætum hættí, en nýtti sér
aðstöðu sína til þess að hafa leið-
andi áhrif á úrslit kosninganna
með ólögmætri kjörskrá og heft-
ingu á notkun kosningaréttar á
sjúkrahúsinu”, segja kærendur og
krefjast þess að kosningin verði
dæmd dauð og ómerk og kosið
verði að nýju með lögmætum
hætti.
Sýslumannsembættið á Sauð-
árkróki hefúr úrskurðunarvald í
málinu og samkvæmt sveitar-
stjómarlögum ber honum að skipa
nefnd er fjalli um málið og hafi
nefndin tvær vikur tíl að skila nið-
urstöðu, þannig að úrskutðar sýslu-
manns er ekki að vænta fyrr en í
fyrsta lagi að 2-3 vikum liðnum.
Kosið verður um sameiningu
allra sjö sveitarfélaganna í
Vestur-Húnavatnssýslu nk.
laugardag 29. nóvember. Bú-
ist er við mjög tvísýnum
kosningum. Fæstír eiga von á
því að sameiningin verði sam-
þykkt alls staðar og sérstak-
iega er talið að tvísýnt verði
um úrslit í Ytri-Torfustaða-
hreppi, en þar virðist and-
staðan vera mest gegn sam-
einingu. Þá virðist töluverð
andstaða vera í Víðidal meðal
íbúa Þorkelshólshrepps. Ef
sameining verður samþykkt í
öllum hreppunum sjö á laug-
ardaginn verður tíl nýtt 1370
manna sveitarfélag í V.-Hún.
Þorvaldur Böðvarsson for-
maður framkvæmdanefndar um
sameiningu sveitarfélaga í V.-
Hún. segist vera bjartsýnn á
kosningamar, sér virðist sem
landslagið hafi verið að breytast
talsvert að undanfömu og þetta
sé farið að líta betur og betur út.
„Það gæti þó orðið tvísýnt að
þetta verði samþykkt alls stað-
ar”, segir Þorvaldur, sem er ein-
dreginn stuðningsmaður sam-
einingar og telur að það muni
stykja byggðina í sýslunni, en
íbúum Vestur-Húnavatssýslu
hefur fækkað um 15% á síðustu
10 ámm.
Stefán Böðvarsson á Mýmm
oddviti Ytri-Torfustaðahrepps er
hins vegar andsnúinn samein-
ingu. „Eg held að þetta sé nokk-
uð jafnt héma, en erfitt að meta
það. Ég held að fólk hafi full-
miklar væntingar til sameining-
arinnar og er hræddur um að
það verði fýrir vonbrigðum ef til
hennar kemur. Það er talað um
meiri og betri þjónustu og aukna
atvinnuuppbyggingu. Ég held
það verði mjög erfitt að uppfylla
þessar væntingar”.
- En getur þitt sveitarfélag
staðið sjálfstætt áffarn?
,Já að minnsta kosti miðað
við óbreytt ástand”.
- En ef þið þurfið að taka við
málaflokkum eins og t.d. mál-
efnum fatlaðra?
„Það fer eftir því hvemig það
verður Ieyst. Það hefúr t.d. verið
talað um að þau verði að leysa á
kjördæmisgmndvelli. En ég sé
það heldur ekki fyrir mér að
með sameiningu verði spomaði
gegn fólksflóttanum. Það yrði
sjálfsagt eitt það íyrsta sem yrði
gert við sameiningu að fækka
starfsfólki skólanna til að gera
rekstur þeirra hagkvæmari. Þó
svo að ég sé ekki mótfallinn
þeirri aðgerð, þá er ég ansi
hræddurum að það mundi leiða
til enn meiri fækkunar íbúa á
svæðinu”, segir Stefán á Mýr-
um.
□
Hörður afhendir fulltrúa sýslumanns, Láru Hu Id, kæruna.
—KTcK£»I! ekjDI—
Aðalgötu 24 Skr. sími 453 5519, fax 453 6019 o
SCQ • ALMENN RAFTÆKJAÞJÓNUSTA
o • FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA Q)
• BÍLA- OG SKIPARAFMAGN • VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA
Æl
bílaverkstæði
Simi: 453 5141
Sæmundargala Ib 550 Sauðárkrókur Fax:4536140
# Bílaviðgerðir íí Hjólbarðaviðgerðir
Réttingar ^Sprautun