Feykir


Feykir - 26.11.1997, Page 2

Feykir - 26.11.1997, Page 2
2FEYKIR 41/1997 Sameining sveitarfélaga í V.-Hún. Stefnt að því að færa stjórn- sýsluna nær íbúunum Verði tillaga um sameiningu sveitarfélaga í V.-Hún. felld í Stuðull Tölvubúnaður Borgarmýri 1, sími 453 6676 Viðgerðarþjónusta á sjónvörpum, myndbandstækjum, tölvum, prenturum ogöðrum rafeindatækjum Tilboð á tölvuleikjum 10-70% afsláttur PC - PSX - MAC Ortek lyklaborð Win ‘95 samhæft PS/2 og AT tengi Armhvíla Ábrenndir íslenskir staflr Nett lögun Verð aðeins kr. 2.990.- Ódýr Ijósritun Gerum tilboð í stærri verk einu eða fleiri sveitarfélaganna sjö, skal strax tekin um það ákvörðun í sveitarfélögunum sem samþykkja hvort kjósa skuli aftur um sameiningu. Þá yrði kosið um nýja tillögu innan tveggja mánaða. „Verði sameining samþykkt verður mynduð samstarfsnefnd sem vinni að samræmingu og undirbúningi sameiningar, m.t.t. bókhalds, ijárskuldbindinga og forgangsröðunai' þeirra verkefna sem hafin eru í sveitarfélaginu, samninga þeirra sem sveitarfé- lögin eru aðilar að, samnýtingu mannvirkja og frekari útfærslu skipurits og stjómsýslu”, segir í tillögu að sameiningu. Akveðið er að sveitarstjóm sameinaðs sveitarfélags skipi sjö fulltrúar. Stjómsýsla sveitarfé- lagins hafi aðsetur á Hvamms- tanga og hún skiptist í þrjú meg- insvið sem hvert hafi sinn yfir- mann undir stjóm sveitarstjóra: Fjármála-, fræðslu-, og menn- ingarsvið. Yfirmaður verði skrifstofustjóri hreppsskrifstofu. Félagsmálasvið. Yfirmaður verði félagsmálastjóri. Um- hverfissvið. Yfirmaður verði forstöðumaður tæknideildar. Sveitarstjóri hafi einnig reglu- lega viðveru víðar í sveitarfélag- inu. Þannig verði reynt að skapa íbúum jafnari aðgang að stjóm- sýslunni. Skipaðir verði svæðisfulltrú- ar á þeim svæðum sem fjærst em stjórnsýslunni. Hlutverk þeirra verði eftirlit og ráðgjöf um þörf á snjómokstri, sorp- hirðu og annarri þjónustu á svæðinu. Við val á fulltrúa í nefndir og ráð á vegum sveitarfélagsins verði þess gætt að þeir komi sem víðast af svæðinu þannig að sjónarmið allra, hvort sem þeir búa í dreifbýli eða þéttbýli og hvaða atvinnu sem þeir stunda, eigi sem greiðastan aðgang að stjómsýslu sveitarfélagsins. Alagning útsvars og fast- eignaskatts verði samræmd og álagningarreglur miðist við að útsvar og fasteignaskattur skili sömu heildartekjum og sveitar- félögin hafa nú, miðað við óbreytt verkefni sveitarfélaga. Miðað verði við hámarksálagn- ingu útsvars og tilsvarandi lækk- un fasteignaskatts. Framan- greint kemur fram í fréttabréfi framkvæmdanefndar um sam- einingu sveitarfélaga í V.-Hún. Friðrik Jens Friðriksson, Birgir Gunnarsson og Þorsteinn Þorsteinsson við afhendingu kennslutækjanna sem sjúkra- húsinu voru gefin til minningar um Sigríði Guðvarðardóttur. Minningargjöf um Sigríði I síðustu viku færði stjóm Krabbameinsfélags Skagafjarðar Sjúkrahúsi Skagfirðinga gjöf til minningar um Sigríði Guðvarðar- dóttur hjúkrunarfræðing, sem starfaði um árabil á stofnuninni og var einnig virkur félagi í krabbameinsfélaginu. Þorsteinn Þorsteinsson læknir, formaður Krabbameinsfélags Skagafjarðar sagði við afhendingu gjafarinnar að skömmu eftir lát Sigríðar hefði stjóm félagsins ákveðið að minnast hennar á einhvem hátt. Sigríður hefði haft mikinn áhuga á fræðslumálum og það væri áreiðanlega í hennar anda að sjúkrahúsinu væri nú fært að gjöf kennslutæki. Friðrik Jens Friðriksson fyrrv. héraðslæknir og eftirlifandi mað- ur Sigríðar þakkaði minningargjöfma og kvað konu sinnar minnst á verðugan hátt. Þá bað hann þess að Sjúkrahús Skagfirðinga nyti góðs af kennslutækjunum á ókomnum árum, en þau eru skyggnu- sýningrvél og flettitafla. Bókabúð Brvnjars á Sauðárkróki Tíu ár M því fhitt var á Suðurgötuna Sl. mánudag voru liðin 10 ár ffá því Bókabúð Brynjars fluttist að Suðurgötu 1. f tilefni dagsins var boðið upp á veitingar í versl- uninni og fánar dregnir að hún. í nýbyggingunni að Suðurgötu 1 em einnig sýsluskrifstofan og lögreglustöðin. Nákvæmlega Húsafriðunarsjóður Húsafriðunarnefnd ríkisins auglýsir eftir umsóknum til Húsafriðunarsjóðs sbr. ákvæði í þjóðminjalögum nr. 88/1989 sbr. lög nr. 43/1991 og 98/1994 og reglugerð um Húsafriðunarsjóð nr. 479/1993- Veittir eru styrkir til að greiða hluta kostnaðar vegna: - undirbúnings framkvæmda, áætlanagerðar og tæknilegrar ráðgjafar og til framkvæmda vegna viðhalds og endurbóta á friðuðum húsum og húsum sem hafa menningarsögulegt og listrænt gildi. - byggingarsögulegra rannsókna og útgáfu þeirra. Að gefnu tilefni er hlutaðeigendum bent á að leita eftir áliti Húsafriðunarnefndar ríkisins og sækja um styrk áður en framkvæmdir hefjast. Umsóknir skulu berast eigi síðar en 1. febrúar 1998 til Húsafriðunarnefndar ríkisins, Þjóðminjasafni íslands, Suðurgötu 41, 101 Reykjavík, á umsóknareyðublöðum sem þar fást. Frekari upplýsingar eru veittar í síma 5u2 2475 milli kl. 10,30 og 12,00 vika daga. Húsafriðunarnefnd ríkisins. var greint frá byggingarsögu þessa húss á síðum Feykis á sín- um tíma, en þama stóð áður gamla læknishúsið sem nú er komið upp í Skógargötu. Brynjar Pálsson bóksali seg- ir að þessi 10 ár hafi liðið eins og hann hafi aðeins litið í aðra átt rétt svona snöggvast. Samt hefði þjónustuhlutverk verslunarinnar breyst og aukist ótrúlega mikið á þessum stutta tíma. Bókaversl- unin ætti enn sem fyrr sinn sess, en við hafi bæst ljósmynda- framköllun, litljósritun, plöstun, gormun, svo að eitthvað væri neftit. Þá er Bókabúð Brynjars umboðsaðili fyrir Toyota og Tryggingamiðstöðina. Það styttist til jóla! Ef þú lesendi góður býrð yfir einhverju góðu efni sem ætti heima í jólablaði Feykis, þá er það vel þegið. Ritstjóri. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra Kemur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Ægisstíg 10, Sauðárkróki. Póstfang: Box 4. 550 Sauðárkróki. Símar: 453 5757 og 453 6703. Myndsími 453 6703. Netfang: feykir@krokur.is. Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. Fréttaritarar: Sesselja Traustadóttir og Öm Þórarinsson. Blaðstjóm: Jón F. Hjartarson. Guðbrandur Þ. Guð- hrandsson, Sæmundur Hermannsson, Sigurður Ágústsson og Stefán Ámason. Áskriftarverð 170 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 200 krónur með vsk. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & Svait hf. Feykir á aðild að Sanitökum bæja- og héraðs- fréttablaða.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.