Feykir


Feykir - 26.11.1997, Qupperneq 6

Feykir - 26.11.1997, Qupperneq 6
6 FEYKIR 41/1997 Auðunn Sveins frá Elivogum sendir frá sér vísna- og ljóðasafn Vestfirska forlagið á Hrafns- eyri, sem af aðstandendum er talið eina starfandi bókaforlag- ið á Vestfjörðum, sendir frá sér fjórar bækur fyrir þessii jól, þar á meðal ljóðabókina / fjórum línum, vísna- og ljóðasafn sem Auðunn Bragi Sveinsson hefur tekið saman. Þar eru birt 830 erindi eftir 212 höfunda. „Segja má að í þessari ljóðabók biitist þjóðarsálin í dagsins önn. Hér er á ferð alþýðukveðskapur, eins og hann gerist bestur. Skýrt er frá því við hvaða tækifæri flest ljóðanna eru ort og ætti það að gefa verkinu aukið gildi”, segir m.a. í tilkynningu frá forlaginu. Auðunn Bragi Sveinsson var lengi ævi sinnar kennari, m.a. í Fljótum um tíma. Hann segir m.a. í inngangi: „Eg kenndi lengi við grunn- og framhaldsskóla, eins og mörg- um er kunnugt. Lagði ég þar áherslu á að bömin lærðu utan að snilldarverk góðskáldanna. Benti ég þeim á gildi þeina. Sagði ég þeim oft, að ljóð sem numin em í æsku, geymdust oft miklu lengur í leyndum hugans en flest annað sem numið er”. Hér koma á eftir smá sýnis- hom úrbókinni IJjórum línum. Kjartan Sveinsson á Skaga- strönd oiti talsvert og var ekki alltaf að skafa utan af því sem hann vildi segja. Um sig sjálfan orti hann: Oft er mínum innri strák ofraun þar afsprottin. I mér tefta alltaf skák andskotinn og drottinn. Sveinn bóndi á Sneis kvað margt um granna sína, þar á meðal þetta. Lostinn þráir heimskan haus, hann vill ná í kétið, og því gáir eirðarlaus upp í háa ftetið. Þorsteinn Jónsson (1904- 1958) frá Gili í Svartárdal, ráðsmaðurog kennari um skeið á Reykjaskóla í Hnítafirði, síð- ar sýsluskrifari á Blönduósi, viu- vel hagmæltur, auk þess sent hann var lagasmiður góður. Eftirfarandi orti hann um pilt einn, er leitaði fylgis við stúlku eina í skólanum, en gekk ffent- ur treglega, þrátt fyrir mikinn vilja og langan eltingaleik: Yms er meyjan œskuteit; og unga menn ei brestur þrótt. Það er á við eftirleit að eltast við þœr heila nótt. Jón Jónsson á Gilsbakka í Skagafirði orti margt miður fagurt um Símon Bjamarson Dalaskáld, en þeir áttu í ljóða- sennum, eins og kunnugt er: Auðunn Bragi Sveinsson. Einatt falar eldgriður, á honum talar hrútskjaftur. Símon Daladröllungur, drottin valinn nautspungur. Gísli Ólafsson (1885-1967) skáld frá Eiríksstöðum, orti margt vel. Eftirfarandi vísa fjallar væntanlega um ævikjör hans sjálfs: Ferðakvíða flestum bjó frosta- og snjóavetur. Þeirsem vöndust þröngum skó, þola ganginn betur. Stelpurnar sigruðu Fjölliðamót í körfubolta í unglingaflokki kvenna b-riðli fór fram á Sauðárkróki helgina 15.-16. nóvemember sl. Úrslit urðu sem hér segir: Þór - Tindastóll 37:65 Breiðablik - Tindastóll 43:53 Þór-KR 41:44 KR - Breiðablik 37:56 Breiðablik - Þór 63:60 Tmdastóll - KR 54:29 Tindastóll lenti í fyrsta sæti og færist upp í a-riðil, hlaut +63 stig, Breiðablik kom næst með +12 stig, þá KR með -41 stig og Þór rak lestina með -34 stig. Endurskins- merki er ódýr líftrygging Eigendur Staðarflatar og Staðarskála: Bára Guðmundsdóttir, Kristinn Guðniunds- son, Ingibjörg Magnúsdóttir og Eiríkur Gíslason. Staðarflöt skilar aukningu í rekstri Staðarskála „Við fundum ekki fyrir minni ferða- mannastraumi í sumar þó margir hafi hald- ið fram að ferðamönnum hafi fækkað milli ára, en aukningin hjá okkur er fyrst og fremst varðandi Staðarflöt’’, sagði Eiríkur Gíslason í Staðarskála í samtali þegar frétta- maður leit þar við á dögunum. Eins og kunnugt er var húsið að Staðarflöt tekið í notkun sumarið 1994 og hefur markaðs- setning þess staðið yfir síðan. Á Staðarflöt er mjög góð aðstaða fyrir margvíslegt samkomuhald og fyrsta flokks gistirými fyrir tæplega 40 manns. Bára Guðmundsdóttir annar aðaleigandi Staðar- skála sagði að aðsókn þar færi vaxandi ár frá ári. Hún sagðist telja að staðsetningin hefði þar talsvert að segja. Staðurinn væri miðja vegu milli Reykjavíkur og Akureyrar og oft mælti fólk frá þessum stöðum sér mót við fólk af Vestfjörðum til veislu, nám- skeiða- eða ráðstefnuhalds. Þá væri auð- heyrt á ýmsum stjómendum stofnana og fyrirtækja að þeir sæktust eftir að komast með sitt fólk úr þéttbýlinu til fundarhalda því þá héldi fólkið sig á staðnum en væri ekki að reka ýmiss erindi úti í bæ eins og oft vildi brenna við á fundum í höfuðborginni. ÖÞ. Tindastóll lagði efsta lið deildarinnar „Strákarnir voru ákveðnir í því að koma sterkir til baka og sýna að útkoman í úrsiitaleik Eggja- bikarsins sýnir ekki getu Tinda- stólsliðsins. Við vorum ákveðnir að koma grimmir til leiks og spila brjálaða vöm og það held ég að strákarnir hafi svo sannarlega gert. Baráttan var rosaleg og sig- urinn nijög sanngjarn”, sagði Páll Kolbeinsson þjálfari Tinda- stóls eftir góðan sigur liðs síns á Haukum efsta liði dcildarinnar á Króknum á föstudagskvöldið. Þetta var fyrsta tap Háuka. Tindastóll er nú í þriðja sæti deildarinnar aðeins tveim stigum á eftir Haukum og Grindavík. Heimamenn byrjuðu reyndar ekki vel. Hittnin var vægast sagt mjög slök á fyrstu mínútunum og Haukamir náðu fljótlega góðu for- skoti. Það var einungis fyrir mjög góðan vamarleik sem liðið hélt sér inni í leiknum og smám saman fór að ganga betur í sókninni og í leik- hléi munaði einungis þremur stigum á liðunum. Fljótlega í seinni hálfleiknum komst Tindastóll síðan yfir og náði síðan smásaman betri og betri stöðu og sigurinn var ömggur í lokin, 63:48. Og em ömgglega ár og dag- ur síðan topplið deildarinnar hefur ekki skorað yfir 50 stig í leik, sem sýnir hve vamarleikurTindastóls var góður. Ómar Sigmarsson átti góðan leik fyrir Tindastól, sérstaklega í seinni hálfleiknum, fórþá á kostum. Sverr- ir Sverrisson átti einnig mjög góðan leik, sem og þeirTorrey og Jose, og Amar Kárason lék vel í seinni hálf- leiknum. Hjá Haukum vom Sigfús og Jón Amar drýgstir en Bandaríkjamaður- inn var mistækur þrátt fyrir að skora langmest. Stig Tindastóls: Torrey Johnl7, Ómar Sigmarsson 14, Jose Marie Naranjo 10, Amar Kárason 9, Láms Dagur Pálsson 7 og Sverrir Þór Sverrisson 6. Stig Hauka: Simson 23, Sigfús Gissurarson 9, Bjögvin Jónsson 6, Jón Amar Ingvarsson 4, Pétur Ingv- arsson 3, Þoi+aldur Amarson 2 og Daníel Ámason 1. Gangur leiksins: 6:6, 6:17, 15:19,22:23,25:27, (27:30) 34:32, 41:34, 49:37, 51:41, 57:44, (63:48) Vítahittni: Tindastóll 8/16, Hauk- ar 8/14. Þriggja stiga körfúr: Tindastóll 6, Haukar 1. Fráköst: Tindastóll 33, Haukar 29. Villur: Tindastóll 14, Haukar 23. Dómaiar: Kristinn Albertsson og Sigmundur Herbertsson. Komust þokkalega ffá erfiðu hlutverki, vom svolítið mistækir, en létu leikinn fljóta ágætlega. Maður leiksins: Ómar Sigmars- sonTindastóli. Langt hlé verður nú á DHL- deildinni. Næsti leikur Tindastóls verður sunnudaginn 7. des. gegn Val í Reykjavík.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.