Feykir


Feykir - 26.11.1997, Qupperneq 7

Feykir - 26.11.1997, Qupperneq 7
41 /1997 FEYKIR 7 Sigurður Jón Halldórsson frá Halldórsstöðum Komið er frændi að kveðju- stund. Það er ólýsanleg tilfinning sem því fylgir að setjast niður og minnast elskulegs móðurbróður Sigga á Halldórsstöðum. Siggi var hæglátur maður, einstaklega reglu- og samviskusamur. Harð- duglegur var hann og vandaði öll sín verk. Hjálpsamur og ijótur til ef hann vissi að einhver var í vandræðum. Hann hafði gaman af glettni og kunni margar skemmtilegar sögur af skondnum atvikum. í sveitinni á Halldórsstöðum áttum við saman yndisleg ár hjá ömmu og afa og fjölskyldunni. Það var oft margt um manninn á annatímum. Þegar heilsu afa og ömmu fór að hraka tók Siggi við búinu, en þau bjuggu áfram hjá honum. Ætíð var Siggi leiðbein- andinn í öllu sem unnið var á bænum og stjómaði af sinni festu og ró þannig að allir báru ómælda virðingu fyrir honum og gerðu sitt besta. Hann treysti okkur krökk- unum snemma til að vinna á- byrgðarstörf s.s. að mjólka og keyra vélar o.fl. Það var oft mikil gleði í heyskap og réttarstússi. Þannig mætti lengi telja. Gamlárs- kvöldin á Halldórsstöðum voru einstök. Siggi keypti alltaf einn stóran flugeld sem hann skaut upp eftir klukkan tólf þegar allir höfðu sungið saman, Nú árið er liðið. Sfðan var dansað fram eftir nóttu, ungir og gamlir og allir skemmtu sér konunglega. Siggi var góður söngmaður, naut þess mjög að syngja, enda al- inn upp við söng frá bamæsku. Hann hafði garnan af hestum og átti hest sem hét Háfeti. Hann var ótrúlega vitur en ódæll á köflum. Unun var á að horfa þegar þeir stilltu saman strengi sína. Það væri efni í heila bók að rilja upp endurminningar, stundir í sveit- inni, og á ég rnikinn ljársjóð minninga sem ég ylja mér við. Siggi vann hjá vegagerðinni á Sauðárkróki með búinu og vinnu- dagurinn oft æði langur. Mikil þáttaskil urðu í lífi Sigga þegar hann flutti til Sauðárkróks. Þá var amma látin en afí flutti með hon- um og héldu þeir saman heimili, meðan heilsa afa leyfði. Umhugs- un Sigga á foreldmm hans var einstök. Hann hugsaði um þau af sérstakri þolinmæði og tillitssemi. Ein mesta gæfa í lífi Sigga var þegar hann kynntist eftirlifandi konu sinni Kristínu Jóhannsdóttur frá Tyrfmgsstöðum. Samheldni þeirra, vinátta og virðing hvort fyrir öðru var slík að unun var að vita tíl. Þau áttu hross á jörð henn- ar Tyrfingsstöðum og dvöldu þar mikið í sínum fríum. Ég var þeirr- ar gleði aðnjótandi að fá að fóstra fyrir þau folöld undanfama vetur þar sem samverustundunum fækkaði með ámnum. Vom þess- ar gleðistundir dýrmætar. Þann 23. ágúst í sumar giftu þau sig Halldór bróðir og Sonja í Sauðárkrókskirkju. Halldór bað Sigga að vera svaramann vegna þeirra nánu tengsla og vináttu. Það gerði hann þrátt fyrir versn- andi heilsu, því loforð sín sveik hann ekki. Getum við verið svo þakklát þeim fyrir þennan dag, sem íjölskyldan átti svo yndisleg- an. Oft talaði Siggi um að þau ætl- uðu að byggja hús á Tyrfmgsstöð- um, til að geta dvalið þar meira. Ég fór með Sigga og Stínu í Tyrf- ingsstaði síðla sumars 1995. Þau sýndu mér sælureitinn sinn og hvar nýja húsið skyldi rísa. Slík a fegurð er óvíða að finna og líkast ævintýraveröld niðri í gilinu. Að lokinni þessari skoðun hafði Stína orð á hvort við ættum ekki að fá okkur hressingu. Mér fannst ég hrökkva nokkur ár aftur á bak, jregar hún tók upp nestistöskuna. Þar vom ýmsir hlutir sem amma hafi notað í réttarferðunum forð- um. Ég dáðist að hennar rausnar- skap og hversu vel hún hélt minn- ingu ömmu í heiðri, með því að nýta gömlu hlutina hennar. Tím- inn leið og sl. sumar reis þetta glæsilega hús sem ber eigendun- um fagurt vitni. Húsið er ná- kvæmlega eins og hans gjörðir, glæsilegt og vandað í alla staði. Dýrmætt var að Siggi skyldi hafa heilsu til að vera með í byggingu hússins, því hann var ekki maður sem sat með hendur í skauti og þurfti að hafa eitthvað til að fást við meðan kraftar leyfðu. Ekki eignaðist Siggi böm, en afi var hann engu að síður. Böm Kristín- ar em Jóhannes Jóhannesson, maki Anna Sveinsdóttir og Freyja Ólafsdóttir maki Benedikt Ólafs- son. Þau og þeirra makar mátu Sigga mjög mikils og vom ein- staklega dugleg að rétta þeim hjálparhönd. Siggi átti fimm litla afastráka og ber einn af Jreim nafn hans, sem honum þótti mjög vænt um. Þessi litlu snáðar vom hænd- ir að Sigga og sakna nú sárt afa. í veikindum Sigga stóð Stína við hlið hans af sínum einstaka dugn- aði og gaf honum styrk og bjart- sýni til hinstu stundar. Ég vil þakka starfsfólki á Borgarspítalanum þá einstöku umönnun sem þau bæði nutu í erfiðar sex vikur sem þau dvöldu þar fyrir andlát hans. Elsku hjartans Siggi frændi. Ég vil þakka þér allt sem þú kenndir mér í sveitinni forðum. Ég bý að því alla tíð. Ég vil fyrir hönd móðir minnar, eiginmanns míns og bama þakka þér allar yndislegu stundimar sem við átt- um saman. Ég veit að þín bíða mikilvæg verkefni á æðri sviðum og þú hefur fengið fjölmenna móttöku hinum megin. Móður minni, systkinum hennar, afa, ætt- ingjum öllum og vinum hans votta ég mína dýpstu samúð. Elsku hjartans Stína. Ég á eng- in orð til að lýsa hversu sárt það er að þið skylduð ekki fá að njóta yndislega hússins ykkar og svo ótal margs sem þið áttuð ógert. Við stöndum orðlaus yfir jressum dómi. Megi algóður Guð taka þig, bömin þín og ljölskyldu þeirra í faðminn og styðja ykkur og styrkja. Einnig bið ég góðan Guð að tendra hjá okkur öllum minn- ingarljós um Sigga, sem við kom- um auga á þegar sól fer að hækka á lofti. Guðrún Halldóra Þorvaldsdóttir, Vatni. Okeypis smáar Til sölu! Til sölu fjórir vélsleðar, tveir Polaris Indy Classic Touring árgerð 1994, eknir 1926 og 2128 mflur. Verð 570 þúsund hvor. Indy XLI Touring árgerð 1995 ekinn 2149 mflur. Verð 695 þúsund. Widetrack árgerð 1994 ekinn 3374 mflur. Verð 530 þúsund. Allir sleðamir eru í mög góðu lagi og líta vel út. Vetðin á sleðunum em uppgefin listaverð af umboði. Upplýs- ingar í síma 453 8210 á kvöldin. Til sölu skíðaskór nr. 43. Upplýsingar í síma 453 5861. Húsnæði óskast! Oska eftir 4-5 herbergja íbúð, raðhúsi eða einbýlishúsi. Upplýsingar gefur Eyjrór í síma 453 5399 eða 453 5151. Kýr óskast! Óskum eftir að kaupa kýr með burðartíma des-mars. Upplýsingar í síma 453 5540. Sokkaprjónavél! Á einhver gamla hring- prjónavél eða nálar úr hring- pijónavél. Frændi minn einn er að prjóna á fomgripinn sinn sem orðinn er lélegur. Ef einhver á svona vél og vill láta hana af hendi, þá þætti mér vænt um að heyra í viðkom- andi. Sími minn er 462 6274 (Björk). P.S. Ef einhvem vantar glerskál á gömlu Kitchen Aid hrærivélina sína þá á ég hana. Hlutir óskast! Fjórhjól óskast, annaðhvort Susuky LT 80 eða Polaris Cyclone 250. Upplýsingar í síma 453 5585 eftirkl. 19. Gullfiskaáhugamenn Sauðárkróki! Óska eftir ókeypis Gúbbý-fiskum. Upp- lýsingar í síma 896 1359. Spilakvöld! Spilakvöld í Höfðaborg á Hofsósi fimmtudaginn 4. des. kl. 21. Verðlaun og veitingar. Félag eldri borgara Hofsósi. Vöruflutningar Sauðárkrókur - Skagaljörður Vörumóttaka hjá HSH í tollvörugeymshinni Héðinsgötu 1-3 - Sínii 581 3030 Bjarni Haraldsson sími 453 5124. Reiki - heilun! Held námskeið í hverjum mánuði. Næsta 1. stigs námskeið 2.-4. desember. Allar nánari upplýsingar í síma 452 7119. JON ARNAR MACNÚSSON súrmjólkin mín! Próteinrík íþróttasúrmjólk með ekta vanillukornuml „/ tugþrautinni er nauðsynlegt að vera í toppformi. Grunnurinn er hollur og næringarríkur matur. fþróttasúrmjólkin stenst mínar kröfur um fæðu sem gefur orku, byggir upp og er þar að auki bragðgóð og mettandi. “ MJÓLKURSAMLAG KS SAUÐ ÁRKRÓKi

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.