Feykir


Feykir - 10.12.1997, Blaðsíða 1

Feykir - 10.12.1997, Blaðsíða 1
rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI Skagafj arðarlistinn - nýtt framboð í sam- einuðu sveitarfélagi Foreldrafélög leik- og grunnskóla hafa látið að sér kveða nú í skammdeginu. Nýlega gaf for- eldafélag leikskólans Furukots á Sauðárkróki skólanum endurskinsvesti á bömin, eins og glögglega kemur fram á myndinni. Þá má geta þess að Foreldrafélag Barnaskóla Sauðárkróks brá út af venjunni að þessu sinni. í stað jólaföndursins bauð félagið krökkunum í leikhús á sýninguna Trítil hjá Leikfélagi Sauðárkróks. Skemmtu krakkarnir sér vel og fylgdust af inn- lifun með sýningunni alla þrjá tímana sem hún stóð, að sögn forsvarsmanns foreldrafélagsins. Kæru vegna sameiningar- kosninga vísað frá Skagafjarðarlistinn, er nafn framboðs sem ákveðið hefur að bjóða fram til sveitarstjómar- kosninga í nýju sveitarfélagi í Skagafírði í vor. Stofnfundur samtaka um ffamboðið verður í janúarnk. en nokkiireinstakling- ar úr Alþýðubandalagi, Alþýðu- flokki, Kvennalista og Þjóðvaka ásamt óflokksbundnu fólki víða úr Skagafirði hafa hist á undan- fömum vikum og rætt leiðir til að mæta breyttum aðstæðum, nýju sameinuðu sveitarfélagi. Gengið er út ffá því að sú samvinna sem liggur að baki Skagafjarðarlistan- um verði til þess að fyrmefndir flokks- og ffamboðsaðilar ntuni ekki verða með sérffamboð að vori, að sögn Ingileifar Oddsdótt- ur talsmanns samráðshóps um Skagafjarðarlistann. ,Þetta er mjög breiður hópur sem stendur að þessu ffamboði og ég fagna því ekki síst að þama emm við að fá til liðs við okkur áhugasamt fólk sem ekki hefur viljað skipta sér af þessum mál- um áður og er ófiokksbundið”, segir Ingileif. Aðspurð sagði hún að ekki væri enn farið að ræða um hveijir mundu skipa efstu sæti listans. Það yrði ekki farið að huga að þvf fyrr en effir stofn- fúnd. „Mikilvægt er að í hinu nýja sveitarfélagi verði félagslegt rétt- læti haft að leiðarljósi og tekið verði tillit til allra íbúa hins nýja sveitarfélags við stefnumótun. Við teljum að móta verði heil- stæða steffiu í fjölmörgum mála- flokkum þar sem áhersla verði lögð á þátttöku sem flestra íbúa sveitarfélagsins. Við viljum auka áhrif fólks með valddreifingu og virku upplýsingastreymi. Að ákvarðanir verði teknar á fagleg- um gmnni með hagsmuni heild- arinnar að leiðarljósi. Þar fari saman ábyrgð og festa en jaffi- ffamt áræði til nýrrar sóknar. Samtökin munu byggja starf sitt á hugsjónum um réttlátt sam- félag þar sem jöfnuður, jafnrétti og virkt lýðræði verður í fyrir- rúmi. Samtökin veiða óháð lands- pólitískum flokkum og félög- um”, segir í tilkynningu ffá sam- ráðshóp um Skagafjarðarlistann. Úrskurðarnefnd sem skipuð var til að fjalla um kæru vegna framkvæmdar samein- ingarkosninga á Sauðárkróki, sem fram fóru 15. nóvember sl., hefur hafnað kröfu kærenda um ógildingu kosn- inganna. Úrskurðarnefndin kveðst að engu leyti geta fallist á þá meiningu kærenda að annmarkar hafi verið á fram- kvæmd kosninganna. Hörður Ingimarsson annar kærenda, vill ekkert um það segja hvort hann og Erlendur Hansen hyggist kæra úrskurðinn til félagsmálaráðuneytis en kæru- frestur er til loka þessarar viku. Úrskurðamefndin hefur ekk- ert við framlagningu kjörskráa á Sauðárkróki að athuga, né að ekki hafi verið opin kjördeild á Sjúkrahúsi Skagfirðinga, enda sé ekki hefð fyrir slíku og að auki hafi ítrekað verið auglýst að Sauðárkrókur væri ein kjördeild. Nefndin segir í kærunni gæta misskilnings í þá veru að kjós- endur í Lýtingsstaðahreppi, sem dvöldu á sjúkrahúsinu á Sauðár- króki, hefðu getað kosið í kjör- deild í Sauðárkrókskaupstað, ef hún hefði verið opin þar. „Kjörfundur í Lýtingsstaða- hreppi var háður í Árgarði. Leið- ir að sjálfu sér að kjósendur í hreppnum sem ekki gátu sótt kjörfúnd urðu að neyta atkvæðis- réttar með því að greiða atkvæði utan kjörfundar...var kjósend- um rækilega bent á möguleika til að greiða atkvæði utan kjörfund- ar”, segir í úrskurði nefndarinnar, sem var skipuð þremur lög- mönnum á Akureyri: Ólafi Biigi Ámasyni, Erlingi SigUyggssyni og Þorsteini Hjaltasyni. Brotist inn í Ábæ Aðfaranótt miðvikudags í síðustu viku var brotist inn í verslunina Ábæ á Sauð- árkróki. Að sögn Bjöms Mikaelssonar yfirlögreglu- þjóns var stolið vindlingum og peningum. Lögreglan á Sauðárkróki vinnur að rannsókn málsins en ekki hefur enn tekist að upplýsa það. Að öðm leyti hefur verið frekar rólegt hjá lögreglunni að undanfömu. Mannlaus jeppi rann yflr kaupfélagsplanið Það hefði getað farið verr þegar Broncojeppi rann út af planinu við Hótelið í Varmahlíð sl.miðvikudag um kf. 17,30. Jeppinn hrökk í gang og fór á milli upplýsingamiðstöðvarinnar og kaupfélagsins, rann yfir þjóðveginn og hafnaði á fjómm hjólum inn á túni norð- an vegarins yfir í Akrahreppinn, þar sem hann drap á sér. Það sem einungis hindraði leið jeppans þessa leið var aug- lýsingarskilti sem stendur við planið. Talsverðar skemmdir urðu á skiltinu en jeppinn skemmdist fúrðulítíð. Oft er þama mikil umferð fólks og bila en svo var ekki í þetta skiptíð, sem betur fer. 2 —KTch^lf! eltjDI— Aðalgötu 24 Skr. sími 453 5519, fax 453 6019 O • ALMENN RAFTÆKJAÞJÓNUSTA ö)> o • FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA Sb • BÍLA- OG SKIPARAFMAGN • VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA Æí bílaverkstæði M m m m sími: 453 5141 Sæmundargata lb 550 Sauðárkrókur Fax:453 6140 # Bílaviðgerðir ÍÉ Hjólbarðaviðgerðir fíéttingar jfáprautun

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.