Feykir


Feykir - 10.12.1997, Blaðsíða 7

Feykir - 10.12.1997, Blaðsíða 7
43 /1997 FEYKIR 7 Sigurjón Þóroddsson Sauðárkróki Elsku afi minn! Nú hefur þú kvatt og það er margs að minnast. Fyrst langar mig að þakka þér fyrir allar stundimar sem við áttum sam- an. Þær vom mjög ánægjulegar og einnig mjög lærdómsríkar oftast nær. Það var alltaf nota- legt að koma til þfn og ég gat oft gleymt mér við að spjalla við þig. Eg leit upp til þín því þú vars svo vel lesinn og ffóður um margt. Eg lærði því svo mikið að ræða við þig. Það var svo gott að vita hvað þú fylgdist vel með mér og allri fjölskyldunni? Þú vildir alltaf vita hvemig staðan væri og hvert ég stefndi. Við áttum mjög hreinskipt samband og gátum rökrætt þó svo að við væmm ekki alltaf sammála. Eg bjó nú hjá þér og ömmu í tvö ár og hafði ntikið gott af því. Þú lagð- ir mikla áherslu á að fólk menntaði sig og fengi eins mik- ið út úr lífinu og það gæti. Mér þótti afar gott að ég, Jón Amar og strákamir okkar tveir vomm hjá þér og ömmu þegar þú kvaddir þennan heim. Afi ég reyndi að gera mitt besta til að hjálpa þér þennan dag. Það var margt sem gerðist í þessari sunnudagsheimsókn á svo stuttum tíma sem var samt svo lengi að líða. Þessi reynsla sem þú færðir mér þenan sunnudag gerir mér betur kleift að sætta mig við að þú sért far- inn. Þú náðir að sanna fyrir mér að það tæki eitthvað við á eftir þessu lffi. Þú sýndir mér einnig að sá heimur er mjög fallegur, a.m.k. það fallegur að þú gast ekki hætt að horfa á hann. Heimur fullur af rauðum rósum og hér eftir á rauð rós alltaf eft- ir að minna mig á þig afi. Elsku afi! Þegarég náði í þig á sjúkrahúsið á föstudeginum þá langaði þig svo að sjá litlu strák- ana þína eins og þú kallaðir þá. Þá varst þú að tala um syni mína Krister Blæ og Tristan Frey og ég lofaði þér því að koma með þá til þín um helgina. Eg er mjög þakklát fyrir að hafa náð að uppfylla þessa ósk þína og þú náðir að kveðja strákana sem okkur em svo kærir. Þennan dag varst þú svo hress og ég hugs- aði: „Afi minn er nú ekkert að kveðja á næstunni”, og þá var ég svo glöð yfir því. Þetta var í raun eiginhagsmunasemi í mér því ég vissi hvað þú varst orðinn þreyttur, því þú varst farinn að tala um það. Ég hef alltaf átt svo erfitt með að sætta mig við dauðann og litið á hann sem óréttlátan hlut í lffinu. Þegar ég hugsa til baka þá var það svo margt sem þú færðir okkur þennan dag sem gaf til kynna að þú ættir að kveðja. Þú sagði við okkur: ,,Nú er þetta búið”. Þú vissir alveg hvert stefndi. Elsku afi. Ég er afar þakklát fyrir að hafa átt þig sem afa. Við náðum mjög vel saman og vor- um svo lík að mörgu leyti. Ég hef sama húmor og þú og reglu- semina kunnum við bæði vel að meta. Þegar ég var að bogra úti í skúr hjá þér þá var svo gott að finna hvað þú treystir mér vel fyrir öllum áhöldunum þínum. Þér var ekki sama hver gengi um hlutina þína og það var svo gott að ganga um allt sem þú átúr, því allt var svo skipulagt. Elsku afi. Ég veit þú fylgist með mér og strákunum mínum og mér finnst gott að vita til jjess. Þú fylgist alltaf með Jóni Amari í tugþrautinni og ég veit að þú átt eftir að gera það áfram og hjálpa honum í gegnum keppnina. Þú tókst Jóni Amari opnum örmum frá fyrstu kynn- um ykkar og ég veit þið kunnið vel að meta hvom annan. Þú gerðir miklar kröfur til þín og þær sömu til annarra og ég veit að það vom ekki allir sem stóð- ust kröfumar þínar. Elsku afi minn. Ég elska þig og mun ætíð gera það en þykir verst hvað strákamir mínir em ungir þegar þú kveður. Ég veit þó að þeir eiga eftir að kynnast þér síðar. Þín frænka (dóttur- dóttur) eins og þú kallaðir mig oft. Hulda Ingibjörg Skúladóttir. Ársfundur Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum Vill að Landsvirkjun dragi hækkanir sínar til baka Ársfúndur Samtaka sveitarfé- laga á köldum svæðum sem haldinn var á Hótel Sögu nýlega krefst þess að dregnar verði til baka fyrirhugaðar hækkanir á gjaldskrá Landsvirkjunar og skorar á iðnaðar- og viðskipta- ráðherra að beita sér fyrir aukn- ingu niðurgreiðslna á raforku til húshiuinar. A fúndinum var dreg- in fram sú staðreynd að 42% tekna Landsvirkjunar af sölu raf- orku til almenningsveitna em greiddar af íbúunt á veitusvæði Rarik, um 24% þjóðarinnar. Þetta fólk tekur þar með hlutfallslega meiri þátt í niðurgreiðslum skulda Landsvirkjunar og arð- greiðslum til eigenda fyrirtækis- ins en aðrir landsmenn. Fundurinn minnir á þann mun sem er á orkukostnaði til húshit- unar milli þeirra sem nýta raf- orku og hinna sem hafa aðgang að hagstæðum hitaveitum. Með hækkunum á gjaldskrám Lands- virkjunar mun þessi munur aukast enn. Fundurinn varar við beinni tengingu raforkuverðs og byggingarvísitölu þar sem að hækkun á raforkuverði myndi leiða til hækkunar vísitölunnar. Arsfundur Samtaka sveitarfé- laga á köldum svæðum skorar á ríkisstjómina að veita árlega um- talsverðum fjárveitingum til að gera átak í skipulegri jarðhitaleit á köldum svæðum. Fundurinn telur nauðsynlegt að orkusjóður verði styrktur og honum beitt í þessum úlgangi. „Árlega er varið 400-500 milljónum króna til niður- greiðslna á raforku til húsahitun- ar. Fyrirsjáanlega munu þessar niðurgreiðslur aukast ef ná á því markmiði að jafna húshitunar- kostnað í landinu. Er þá bæði lit- ið til þess að raforkuverð mun einungis lækka óverulega á næstu 10-15 árum og hins vegar að á því árabili munu hitaveitur verða ódýrari vegna afskrifta og lækkunar skulda”, segir einnig í ályktun fundarins. Formaður Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum er Magnús B. Jónsson sveitarstjóri á Skagaströnd. Ókeypis smáar TU sölu! Til sölu Toyota Corolla XL áig. ‘92. Upplýsingarísíma453 6263 á kvöldin. Tú sölu Ford Sierra áig. ‘88. Selst á góðu verði. Upplýsingar í síma 453 61764 e. kl. 18. Til sölu Lada Samara árg. ‘87, ekinn 94.000. km. Upplýsingar í síma 451 2676. Er að rífa Subaru ‘80-’91, Mazda626 ‘83-’87, Mazda323 ‘81-’87, BMX318, Bens allar gerðir, Tercel, Lancer, Colt, L- 200, Galant, Volvo 244/240, Peugot 505, Saab 900, Taunus allar gerðir, Bronco, bæði stóri og liúi. Sími 453 8845. Húsnæði tíl leigu! Til leigu smáíbúð í Hlíðar- hverfi fyrir einstakling eða nægjusamt par. Sérinngangur. Laus frá og með 20. des. Upp- lýsingar ísíma 453 5632. Hlutir óskast! Áttu gömul jólakort? Áttu kort ffá Vesturheimi. Hringdu í síma453 6173. Byggðasafn Skagfirðinga. Kökubasar! Kökubasar Glaumbæjar- kirkju verður í anddyri Skag- firðingabúðar föstudaginn 12. desemberkl. 15. Tapað - fundið! Vínrauð kápa með svörtum kraga var tekin í misgripum fyrir vínrauðan jakka á Hótel Mælifelli sl. laugardagskvöld. Upplýsignar í síma 453 5511. íbúð til sölu! Til sölu er tveggja herb. 42 ferm. íbúð við Brekkugötu 3, Sauðárkróki. íbúðin er heppileg fyrir einstakling eða par. Mjög gott útsýni er frá íbúðinni. Gott verð fyrir traustan kaupanda. Strimill ehf. fasteignasala, Suðurgötu 3, Sauðárkróki, sími 453 5900, fax 453 5931. Áshús fyrir jólin! Opið kl. 16 - 20 laugard. 13. simnud. 14. og föstud. 19.des., og kl. 16 - 22 laugard. 20. og sunnud. 21. des. Hefðbundnar veitingar og dagskrá. Jólastemmning! Bændur og hestamenn athugið! Tek í tamningu og þjálfun frá og með 1. jan. Tek einnig að mér jámingar. Vönduð og góð vinna. Upplýsingar í síma 453 6764eftirkl. 18. Stefán Steinþórsson, Kýrholti. Góðir áskrifendur! Þeir sem enn eiga ógreidda innheimtuseðla vegna áskriftargjalda eru vinsamlegast beðnir að greiða hið allra fyrsta. Feykir. Skagfirskar æviskrár Skagfirskar æviskrár 1910-1950, III bindi er nýkomið út. Bókin er 360 bls. með 105 æviskrárþáttum búenda og húsráðenda í Skagafirði á fyrri hluta aldarinnar. Fæst hjá útgefanda í Safnahúsinu á Sauðárkróki og kostar þar kr. 5.500. Sögufélag Skagfirðinga Sími 453 6640.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.