Feykir


Feykir - 10.12.1997, Blaðsíða 4

Feykir - 10.12.1997, Blaðsíða 4
4 FEYKIR 4 VI997 Mörgum lék forvitni á að frétta af olíu- hreinsunarstöðinni Um 200 manns var mætt á fundinn með iðnaðarráðherra á Kaffi Krók. Þær fréttir að Skagafjörður komi sterklega til greina fyrir staðsetningu olíuhreinsunar- stöðvar sem rússnesk-banda- rískt fyrirtæki hyggst reisa hér á landi, virðast hafa vak- ið mikla athygli og forvitni fólks, því ekki skorti aðsókn- ina á fund með Finni Ingólfs- syni iðnaðarráðherra, sem Stefán Guðmundsson alþing- ismaður stóð fyrir, og haldinn var á Kaffi Krók þriðjudag- inn 2. desember. Fundurinn var líflegur og mikið um fyr- irspurnir. Menn spurðu um mengunarhættu og aðra óæskilega hluti tengda þeim iðnaði sem þarna er á ferð- inni og þeir létu heyra í sér sem við fyrstu skoðun líst ekkert á að reisa olíuhreins- unarstöð við Skagafjörð. Við upphaf fundar vék iðn- aðarráðherra að áformum og markmiðum stjómvalda varð- andi nýtingu orkulinda landsins. Auk nýtingu orkulindanna sjálfra væri einnig horft til kosta eins og sterkra byggðarkjama og möguleika svæðisins á upp- byggingu iðnaðar. Ráðherrann kvað Sauðárkrók inetinn sem sterkan byggðarkjama, með möguleika á aukinni byggð og kostimir væm á margan hátt svipaðir Eyjaijarðarsvæðinu. Finnur Ingólfsson sagði að menn gerðu sér ljóst að fleiri stóriðjuver yrðu ekki byggð á suðvesturhominu, þar sem ein- ungis væri aflögu orka á sam- keppnisfæru verði til stækkunar þeirra stóriðjuvera sem fyrir em. Þegar flylja þyrfti orkuna með línum yfir landið væri hún orð- in of dýr fyrir stóriðjuna, því væri ljóst að næstu stóriðjuver yrðu byggð á landsbyggðinni, og Finnur kvaðst hafa mikla trú á því að ef Norsk Hydro byggði álver á Reyðarfirði, kæmi Skagaijörður sterklega til greina fyrir olíuhreinsunarstöð. Hvers vegna ísland kæmi til greina varðandi staðsetningu olíuhreinsunarstöðvar, sagði iðnaðarráherra, að það væri ekki vegna þess að engir aðrir kærðu sig um þær. Nýlega hafi verið reist olfuhreinsunarstöð fyrir utan Ósló, við Óslóijörð. Stað- reyndin væri sú að Skagaíjörð- ur lægi mjög vel við siglingum frá olíulindum í Barentshafinu og héðan væri stutt til markaða í Vestur-Evrópu. Ljóst er að umrædd olíu- hreinsunarstöð er ntikið mann- virki hvort sem hún yrði byggð í einum eða tveimur áföngum. Fyrsti áfangi er stöð sem annaði einni ntilljón tonna og þar er um að ræða fjárfestingu upp á 17 milljarða, sem veita mundi um 200 manns atvinnu. í seinni áfanga yrði unnt að stækka stöðina í fjögurra milljóna tonna afkastagetu. Sú fjárfesting væri upp á 70 milljón og mannafli við verksmiðjuna mundi nær tvöfaldast. Sem dænii um um- fang stöðvarinnar geta tankar orðið allt að 50 metra háir og landiými fyrir þá þarf að vera 2- 3 hektarar. Skipin sem sigla til og frá höfn með olíuna em gríð- arlega stór, rúmlega 200 metra löng og með mestu djúpristu um 13 metra. Aðdýpi þarf því að vera mikið og er Skagafjörð- ur talinn uppfylla þau skilyrði. Könnun á staðsetningu á eftir að fara ffam, en telja verður að þeir staðir sem áður hafa verið nefndir, Reykjaströnd og Hegranes, komi síður til greina, þar sem aðdýpi er varla nægjan- legt á Reykjaströnd og sjón- mengun yrði væntanlega um of af stöðinni við Hegranestá. Olíuhreinsunarstöð er ekki orkufrekur iðnaður. Iðnaðarráð- herra segir stöðina ólíka álveri, að því leyti að útblátur frá vinnslunni sé ekki mikill og stöðin nýtir mestallt sem í hana kemur,úrgangur sé 0,3%. Farið verði eftir ströngustu kröfum hvað mengunarvamir varðar. Iðnaðanáðherrann Finnur, Stef- án Guðmundsson alþingismað- ur sem boðaði til fundarins, Páll Pétursson ráðherra, Knútur Aadnegaard, bæjarstjórinn og fleiri hvöttu Skagfirðinga til að taka jákvætt í að þetta mál yrði skoðað hvað svo sem út úr því kæmi. Skagafjörður hefur til þessa ekki verið inni á kortinu hvað stóriðju varðar. Iðnaðarráðherra sagði að ástæða þess væri sú að hann hefði ekki verið sam- keppnishæfur með orku fyrir stóriðju. Villinganesvirkjun bar á góma á fundinum og höfðu menn á orði að halda því máli áfram. Þingmenn hétu því að rætt yrði við forsvarsmenn Landsvirkjunar um að láta virkj- unarréttinn af hendi. Spurt var hvort hafíshætta gæti hugsanlega spillt því að ol- íuhreinsunarstöð yrði valinn staður við Skagafjörð, en á það verður lagður dómur í umhverf- ismati, en þar verður tekið tillit til fjölda atriða, þar á meðal til allra atvinnugreina á svæðinu. Umhverfismat færi ffam í ffam- haldi af staðarvali sem á að liggja fyrir í lok næsta mánaðar. Eins og við var að búast líst nrönnum við fyrstu sýn misjafn- lega vel á þessar hugmyndir. Komu þama fram hörð mót- mæli ffá nokkrum aðilum. Vom þar fremstir í flokki aðilar úr ferðaþjónustu og bændastétt í héraðinu, Valgeir Þorvaldsson á Vatni og Rögnvaldur Ólafsson í Flugumýrarhvammi. Valgeir kvað Skagfirðinga þurfa á einhverju öðm að halda en mengandi olíuhreinsunarstöð og þetta færi ekki vel saman við uppbyggingu í ferðaþjónstu í héraðinu. Það yrði t.d. ekki skemmtileg sjón fyrir ferða- menn að horfa úr Drangey á hvert risaolíuflutningaskipið á fætur öðm sigla inn fjörðinn. Rögnvaldur Olafsson sagði að Skagfirðingar ættu að einbeita sér að matvælaframleiðslu eins og þeir hefðu gert og sú hugs- anlega atvinnuuppbygging sem hér væri rætt um væm at- vinnutækifæri gærdagsins. Stefán Guðmundsson al- þingismaður sagðist hafa trú á því að menn gætu stundað sinn landbúnað og ferðaþjónustu í Skagafirði þrátt fyrir að hér yrði byggður upp iðaður í þeim stíl sem rætt er um. Menn yrðu að gá að því að hér væri möguleiki á 200-400 störfum og það há- launuðum, sem ekki veitti af hér á láglaunasvæðinu, en í þessum iðnaði væm greidd 40-45% hærri laun en iðnaðarmenn fengju á almennum markaði. Nú er það „mn“ að búa á Hófsósi Árni Egilsson sveitarstjóri á Hofsósi. Gárungarnir í héraðinu tala nú um að það sé „inn” að búa á Hofsósi, en þar hcfur fjölgað um 20 manns á þessu ári meðan talsverð fækkun hefur átt sé stað víðast í hér- aðinu. Atvinnulífið á Hofsósi hefur tekið algjörum stakka- skiptum síðustu mánuðina, en fyrir ári var ástandið ekki glæsilegt þar. Þá var sagt að Hofsós væri „fyrir norðan góðærið”, en nú segja menn að það sé þensla á Hofsósi, Ukt og stjóriðja sé komin þangað. Ami Egilsson sveitarstjóri segir að eins dauði sé annars brauð. Eftir að Fiskiðjan hafi hætt fiskvinnslu á staðnum hafi aðrir séð ástæðu til að nýta krafta þeirra sem byggju í Hofshreppi. ,,Lífið hér virðist vera upp á við þó þetta sé ákaf- lega brothætt. Atvinnulífið hef- ur verið að styrkjast, en þó að sé uppgangur núna þá er þetta ekki ennþá orðið fast í hendi. Annað fyrirtækið sem hleypt hefur lífi í þetta er ekki nema 7 mánaða gamalt og hitt er ný- byrjað starfsemi. En þetta lítur vel út og vonandi er hún komin til að vera þessi atvinnustarf- semi í fiskvinnslunni sem farin er af stað” segir Ámi Egilsson sveitarstjóri, en í vor var stofn- að fyrirtækið Höfði unt salt- fiskvinnslu, þar sem starfa um 15 manns og nýlega hóf Rækjunes í Stykkishólmi rekst- ur skelvinnslu þar sem þegar starfa tæplega 20 manns. - Sú var tíðin að mikill rígur var milli Hofsóss og Sauðár- króks. En þegar menn fóm að tala um sameiningu sveitarfé- laga af alvöm þá kom ein há- værasta röddin frá Hofsósi. Hvað heldurðu að skýri það? „Um 1990sameinuðustþrír hreppar í Hofshrepp. Hofsós, Fellshreppur og gamli Hofs- hreppur. Sú sameining hefur gengið mjög vel fyrir sig. Menn telja í dag að þetta hafi ekki verið nema sjálfsagt. Svæðið hefur verið sterkara að takast á við þau áföll sem gengu yfir á tímabili. Ég held það svari öllu sem svara þarf’. sagði Ámi Egilsson.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.