Feykir


Feykir - 16.12.1998, Blaðsíða 9

Feykir - 16.12.1998, Blaðsíða 9
44/1998 FEYKIR 9 Gengið á brattann Hluti heimilisfólksins á Geitafelli sumarið 1962. F.v. Hjörtur tengdafaðir minn, Varði, Siggi, Hansína, ég og Eyjólfur Oskar. Varði og Siggi voru í sveit hjá okkur en á myndina vantar Guðbjörgu Jónu. „Gengið á brattann", lieitir œvisaga Eyjólfs R. Eyjólfssonar frá Hvamms- tanga, „alkakrœkis”, eins og kunningj- ar hans á Hvammstanga munu hafa kallað hann. Það var Eyrún Ingadóttir sem skráði og í sögunni segirfrá upp- vexti og œvi Eyjólfs. Hann erfyrrver- andi sjómaður, bóndi og verkamaður. Olst upp í Hafnarfirði en varð munaðar- laus í miðri kreppunni, var togarasjó- maður á stríðsárunwn og bóndi á Vatns- nesinu á 7. áratugnum. Við grípum hér niður í bókina. Drykkjan var að verða Eyjólfi talsvert fjötur um fót, og Ijóst að kaflaskila var þörfí lífi hans ogfjölskyldunnar. Undir haust fór ég norður að Gauks- mýri að hitta Hansínu og bömin. Bónd- inn þar hét Einar Sveinsson og eitthvað hafa þau Hansína verið búin að ræða framtíðina. Fljótlega eftir að við tókum tal saman bauð hann mér að flytja norð- ur og gerast bóndi í samvinnu við hann. Ég gleypti ekki strax við þessu, sagðist ætla að hugsa málið og svo færi það eft- ir hvemig okkur semdist. Þegar við hjónin fórum að ræða um þetta kom í ljós að Hansína vildi að ég breytti til og hætti á sjónum. Ég þekkti til allra sveita- starfa í bamæsku og aðstæður væm góðar til að ala upp bömin í ró og næði. Hún bar Einari bónda vel söguna en Kristín M. J. Bjömsson skáldkona, eig- inkona hans, dvaldi mest í Reykjavík. Hún átti hús við Hverfisgötu þar sem hún leigði út herbergi og hafði nokkra kostgangara. Eftir að hafa hugsað málið komst ég að þeirri niðurstöðu að það væri í lagi að reyna þetta. Ég gerði mér að vísu grein fyrir að það yrði ekki svo auðveld- lega til baka snúið en kostimir við að flytja norður vógu þyngra en gallamir. Ég sá þama möguleika á að eignast eitt- hvað í íyrsta skipti á ævinni og það sem mikilvægast var; með því að skipta um umhverfi var sá möguleiki fyrir hendi að ég gæti haft taumhald á diykkjunni. Þegar ég fór suður aftur var ég búinn að gera samning við Einar bónda um að ég flytti norður vorið eftir en Hansína og bömin yrðu fyrir norðan um vetur- inn. Nú fóm að gerast merkilegir hlutir. Ég, sem hafði verið mesti rati í íjármál- um, varð allt í einu samansaumaður nirfill sem hélt í hveija krónu. Það hafði verið ákveðið að Einar keypti 35 ær af Sigurði Jónssyni í Jörfa í Víðidal fyrir mig en hann var að hætta búskap og hafði lofað að láta mig hafa úrvalið af fénu sínu. Ég átti að vera búinn að greiða þær að mestu um áramót en um vorið ætlaði ég svo að kaupa 3-4 kýr. Ég varð því að halda vel á spöðunum til þess að geta átt fyrir bústofninum. Um veturinn kynntist ég Kristínu Bjömsson, eiginkonu Einars, lítilsháttar og við þau fyrstu kynni hringdu viðvör- unarbjöllur. Ég leiddi þann hljóm hjá mér og taldi að viðskiptin við hana yrðu það lítil að vafasamt væri fyrir mig að láta hugboðið eitt ráða gjörðum mínum. í byijun maí 1959 kom Hansína suð- ur og við pökkuðum saman dótinu okk- ar og fluttum norður. Stuttu eftir kom- una þangað fómm við Einar til séra Gísla Kolbeins á Melstað í Miðfirði til þess að skoða fjórar kýr sem hann hafði til sölu. Ég keypti kýmar af honum og það mátti séra Gísli eiga að hann hafði ekki lofað kýmar sínar einu orði of mik- ið. Þetta vom allt öndvegis gripir. Skiptum var þannig háttað að við Einar áttum jafn mikið í fjósi og var innlegginu í mjólkurbúið skipt jafnt á milli okkar. Skyldi fjölgað í fjósi eins fljótt og hægt væri. Þar af auki átti ég innleggið af ánum, sem var ullin og lömbin, en svo höfðum við frítt fæði og húsnæði. Ég tók alfarið að mér fjósið auk annarra verka, en Hansína sá um húsverkin eins og áður. Það var ekkert fastmælum bundið með hver skiptingin yrði þegar fjölgaði í fjósi og ég treysti Einari bónda vel enda hafði ég ekki ástæðu til annars. Það kom á daginn að hann var réttlátur og það jafnvel þótt hann yrði að ganga í berhögg við vilja konu sinnar. Kristín kom öðm hveiju í heimsókn og þegar ég fjölgaði kvígum til jafns við Einar fannst henni það ekki viðeigandi þótt Einar væri ánægður með það. Samvinna okkar Einars gekk ágætlega og m.a. fómm við að rækta tún í stómm stíl og allar kvígur vom settar á. Allt hefði getað gengið upp ef Ein- ar hefði ekki verið kvæntur Kristínu. Fyrst í stað létum við tiltektir hennar ekkert raska ró okkar og höfðum stund- um gaman að þeim eins og þegar hún kom út úr rútunni í rauðum sokk á öðr- um fæti og svörtum á hinum. Þá hafði kerla verið að flýta sér einum of. Eða þegar hún gekk um túnin í kápu með þykkum loðkraga og með fjaðurhatt á höfði eins og drottning. Að vísu fór það í taugamar á mér þegar hún veiddi ijómann ofan af heimilismjólkinni af því að það var henni ekki sæmandi að drekka kaffi öðmvísi en með ijóma út í. Hún hafði verið Hansínu einkar góð og vildi allt fyrir hana gera á meðan hún vann að því að ég flytti norður. Eftir að ég kom norður breyttist viðhorf hennar og nú þóttist hún hafa öll ráð okkar í hendi sér. Sem betur fer var hún lang- tímum saman í Reykjavík. Þegar hún birtist á veginum heim að bænum var eins og dökkt ský legðist yfir þennan glaðværa bæ og jafnvel Einar breyttist í allt annan mann. Þegar við vomm búin að vera á Gauksmýri í rúmt hálft annað ár, þá sá ég ekki fram á annað en ég yrði að breyta til. Þennan tíma hafði ég varla bragðað dropa og því hafði viðhorf mitt til lífsins breyst og sjálfstraustið aukist. Ég fór því í fullri alvöm að leita mér að öðm jarðnæði. Ég lét þó verða mitt fyrsta verk að kaupa dráttarvél af Bimi á Torfustöðum. Þetta var Ferguson-vél, hinn mesti kostagripur, sem hann hafði keypt innflutta og nýuppgerða. Bjöm sagðist ekki treysta þessu uppgerða drasli en hún átti eftir að reynast mér vel. Dráttavélin átti að kosta 40.000 krónur og mig vantaði 20.000 krónur til þess að geta keypt hana. Ég þekkti eng- an fyrir norðan sem ég gat beðið um að skrifa upp á víxil fyrir mig svo ég varð að gera mér ferð suður til þess að reyna að fá lánið. Ég fékk Cýms mág minn og Gunnar Jónsson sölustjóra hjá Nathan og Olsen, sem var kvæntur Lóu frænku minni og uppeldissystur, til þess að skrifa upp á víxilinn og þá var eftir að fá lánið. Mér datt í hug að tala við Skúla Guðmundsson þingmann V-Húnvetn- inga og biðja hann að tala máli mínu í Búnaðarbankanum, þar sem ég vissi að hann var formaður bankaráðs. Hann tók heldur fálega í það og spurði mig hvers vegna ég færi ekki í sparisjóðinn fyrir norðan. Þegar ég sagði honum að ég þekkti engan fyrir norðan sem gæti skrifað upp á fyrir mig, sagði hann mér að fara til Stefáns bankastjóra í Búnað- arbankanum með skilaboð frá sér sem ég gerði. Þegar ég kom þangað hitti ég Þor- stein Gíslason, minn gamla lestarstjóra á Jóni forseta, og hafði hann fengið orðalaust 30.000 króna lán til að setja upp fiskbúð vestur í bæ. Þorsteinn stoppaði lengi og spjallaði við mig og ég var orðinn taugaóstyrkur þar sem þetta var í fyrsta sinn sem ég gekk á fund bankastjóra. Þegar ég að lokum fékk viðtalið og gekk inn í það allra heilagsta þá blasti við mér gríðarstórt skrifborð með einum fimm símum og við þetta stóra borð sat ábúðarmikill, svartbrýndur maður í háum og stórum leðurstól. Hann benti mér að setjast í lágan og djúpan stól á móti sér við borð- ið og nú byijuðu símamir að hringja hver af öðmm. Ég sat þama niður und- ir gólfi og horfði upp til þessa þrek- vaxna, svartbrýnda manns sem virti mig ekki viðlits en svaraði í hvem símann á fætur öðmm og muldraði eitthvað í þá sem ég ekki heyrði. Að lokum spurði hann mig hvað erindið væri. Þá gerði ég sennilega fyrstu vitleysuna í þessu lán- tökumáli; ég sagði honum að Skúli Guðmundsson hefði sent mig til hans og þá sá ég fyrstu mannlegu viðbörgð- in. Hann hló við og sagði: >rJæja, er Skúli að senda frá sér enn einu sinni.” Svo sagði hann að engir peningar væm til og leit ekki einu sinni á þá ábekinga sem ég hafði. Til að undirstrika að svar- ið væri endanlegt fóm símamir að hringja hver af öðmm. Ég gerðist svo ósvífinn að reyna að sýna honum fram á að ég þurfti nauðsynlega á þessum aumm að halda en þá opnuuðst dymar og einhver maður bauð mér að gjöra svo vel að ganga út. Mér varð litið á alla þess síma og var ég ekki í neinum vafa um að það var aðeins enn þeirra tengd- ur en að hinir hafi verið notaðir til þess að losa hann við óæskilega viðskipta- vini. * Eg ráfaði eftir þetta í einhveiju ráðaleysi niður í Alþingishús en ætlun- in hefur eflaust verið að bera mig upp við Skúla þótt ég reyndar mætti vita að það hefði enga þýðingu. Er ég kom að dymm Alþingishússins mætti ég séra Gunnari Gíslasyni alþingismanni. Ég tók hann tali og sagði farir mínar ekki sléttar. Séra Gunnar hlustaði með at- hygli og bað mig síðan að koma inn í Alþingishúsið því hann þyrfti að hringja. Eftir smástund kom hann aftur og nú sagði hann mér að ég ætti að mæta hjá Höskuldi bankastjóra Verslun- arbankans klukkan 10 morguninn eftir og hann tryði ekki öðm en ég fengi betri viðtökur hjá honum en hjá Stefáni. Morguninn eftir mætti ég á tilskyldum tíma og var vísað beint inn til Höskuld- ar. Það fyrsta sem ég tók eftir var að það var aðeins einn sími á borðinu hjá hon- um og það eitt gerði mig vongóðan. Ég bar upp erindið og sýndi honum hveij- ir ábekingamir vom. Þegar hann Ieit á nöfnin og sá hver atvinna þessa manna var, þá varð honum að orði: „Stefán hef- ur nú einhvem tíma tekið verri menn gilda.” Síðan bað hann mig að koma seinna um daginn og tala við sig og hafa þá með mér víxileyðublað með uppá- skrift ábekinga. Ég fékk sex mánaða víxil og þegarég sagði Höskuldi að það gæti farið svo að ég þyrfti að fá hann framlengdan sagði hann mér að hafa engar áhyggjur af því, ég tæki bara með mér eyðublöð og skrifaði mig þar sem samþykkjanda, sendi það síðan suður til annars ábekingsins og hann gengi frá hlutunum fyrir mig. Þetta gekk allt eins og í sögu og hálfu öðm ári síðar var ég búinn að greiða upp víxilinn.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.