Feykir


Feykir - 16.12.1998, Blaðsíða 10

Feykir - 16.12.1998, Blaðsíða 10
ÍOFEYKIR 44/1998 „Við áttum okkar bestu ár á Króknum“ Séra Þórir Stephensen riflar upp jólaminningar og fleira frá árunum 1960-1971 „í huga okkar Dagbjartar eru árin á Króknum okkar bestu ár frá því við hófum búskap”, sagði sr. Þórir Stephensen staðarhaldari í Við- ey í samtali við Feyki. Hann og kona hans Dagbjört Gunnlaugsdótt- ir Stephensen, frá Sökku í Svarfaðardal, bjuggu á Sauðárkróki í hálft tólfta ár, en sr. Þórir þjónaði Sauðárkrókskirkju og Ríp í Hegranesi frá 1960-1971. „Við finnum þetta vel, þegar um öxl er horft og hð- inn tími ígrundaður,” heldur séra Þórir áfram. „Þetta var ákaflega góður og eftirminnilegur tími. Samstarf okkar við sóknarbömin varð í senn persónulegt og ríkt vináttu og trausti. Þótt það'væri líka gott að koma til starfa við Dómkirkjuna síðar, þá urðu tengslin við sókn- arbömin þar ekki eins náin og á Sauðárkróki. Því olli ekki síst miklu stærri verkahringur og mun meira annríki. Á Króknum kynntumst við óvenjusterkum samhug fólksins. Hann kom best í ljós, þegar ein- hvers staðar kreppti vemlega að. Þá vom Króksarar sem einn mað- ur og afar dýrmætt að fá að vinna með þeim við þessar aðstæður. Ég gleymi því aldrei þegar lítil stúlka þurfti til hjartaaðgerðar í Ameríku og utanfararsjóður sjúkra í Skagafírði var stofnaður, vegna þess að það sem safnaðist var allmiklu meira en ferðin vestur kostnaði. í ann- að sinn dó ungur maður frá stórri ijölskyldu og háfbyggðu húsi. Þá tóku menn höndum saman, gáfu bæði vinnu og peninga og hús- byggingunni var lokið. Sauðkrækingar voru líka jákvæðir og bjartsýnir. Þegar eitthvað syrti í ál- inn, þá var eins og það væri bjargfast í hugum þeirra, að flest mundi fara á betri veg undir hækkandi, skagfirskri sól, enda skín Skagafjörður oft við sólu, og þá finnast ekki mörg héruð fegurri hér á landi”, sagði sr. Þórir. „Það var snemma á árinu 1960, sem ég kom til starfa á Sauðárkróki, að und- angengum mjög hörðum prestskosn- ingum. Valið stóð á milli mín og sr. Jónasar Gíslasonar, sem ættaður var frá Hróarsdal í Hegranesi. Hann varð síð- ar prófessor í kirkjusögu við Háskól- ann og loks vígslubiskup í Skálholti, og nú er nýlátinn. Eftir hörð átök voru ekki allir ánægðir með nýja prestinn, en þetta jafnaðist furðu fljótt. Einn af hinum óánægðu var Gísla Ólafsson skáld frá Eiríksstöðum. En hann var sáttfús, sótti ókkur Dagbjörtu fljótlega heim til að kynnast okkur, drakk vel af kaffi og við ræddum margt. Þegar hann fór setti hann þessa vísu í gestabókina okkar: Það fór svona Þórir minn þekkjast muntu víðar. Ég var mótflokks maður þinn máske það jafiúst síðar. Ég kom til starfa föstudaginn í Sæluvika og boðaði væntanleg frem- ingarböm til spurninga strax daginn eftir, þvíþau höfðu engan undirbúning fengið. Þetta þótti bíræfið af mér, að kalla bömin til spuminga á laugardegi í Sæluviku, þegar frí var í skóla, mikið um að vera og ekki allir sáttir við prest- inn. En bömin mættu öll og við þau tókst gott samstarf, sem hjálpaði mér mikið að sameina söfnuðinn. Með tvo hesta á járnum Eins og ég nefndi í upphafi áttum við Dagbjört okkar bestu ár í Skaga- firðinum. Ég var 28 ára gamall, er við komum, og átti tæp sex ár að baki í prestsþjónustu vestur í Staðarhólsþing- um í Dölum. Þar hafði verið prestslaust í 25 ár og prestssetrið á Hvoli í Saurbæ húsalaust er við komum. En þar var allt byggt upp tvö fyrstu árin okkar. Hvoll er mikil veðrajörð og því erfið, en mest brá mér með ferðalög, er við komum í Skagafjörð. Fyrir vestan var fátt um upphleypta vegi á mínum ámm þar, og menn vom að ljúka við að brúa erfið- ustu ámar. Oft kom fyrir að ekki var hægt að fara á Land-rover jeppanum, þegar ég fór til messuhalds og húsvitjn- ana á vetmm. Ég þurfti því ætíð að hafa til takst tvo hesta á jámum, en jafnvel á þeim gat verið erfitt að komast á á- fangastað. Á þeim leiðum, sem ég þurfti að fara í Skagafirði, dugði Land- Roverinn vel og reyndar var oftast fólksbílafæri. Við Dagbjört komum á Krókinn með tvær litlar dætur, Elínu fædda 1955 og Þóm tveim ámm yngri. Ólaf- ur sonur okkar fæddist svo á Sauðár- króki 1968. Hann var fyrsta prestsbam- ið sem fæddist þar í um hálfa öld og fólkið tók svo ríkan þátt í gleði okkar yfir drengnum, að það var eins og það ætti hann með okkur. I raun var þetta gott dæmi um tengslin, sem við bund- um við söfnuðinn. Eyþór ógleymanlegur Það var haft eftir forvera mínum, sr. Helga Konráðssyni, að þeir hefðu myndað gott tríó við kirkjuna, hann, Eyþór Stefánsson organisti og Jón Þ. Bjömsson fv. skólastjóri, er var með- hjálpari og sóknamefndarformaður. Þeir Eyþór og Jón Þ. tóku mér opnum örmum og mér auðnaðist einnig að verða þátttakandi í góðu tríói með þeim. Ég naut Eyþórs allan tímann, en Jón, sem var meðhjálpari í hálfa öld, flutti fljótlega til Reykjavíkur eftir að við komum. Þá tók minn góði frændi, Valgarð Blöndal flugvallarstjóri, við meðhjálparastörfunum, en eftir lát hans var þeim skipt milli fjögurra ágætra manna, þeirra skólastjóranna Bjöms Daníelssonar og Friðriks Margeirsson- ar, Guttorms Óskarssonar gjaldkera og Stefáns Magnússonar bókbindara, sem einnig var kirkjuvörður. Við alla þessa menn átti ég mjög góða samvinnu inn- an kirkju sem utan. Nánast var samstarf okkar Eyþórs. Hann verður mér ógleymanlegur fyrir fágaða framkomu, fallegan lífsstíl og drenglyndi. Það var venja hans að koma með mér heim af Rótaryfundi á fimmtudagskvöldum, þegar messa skyldi næsta sunnudag. Þá völdum við sálmana og hann lagði mikla vinnu í að æfa bæði sig og kórinn. Nýtt pípuorg- el var tekið í notkun í nóvember 1960. Þá var mikil tónlistarhátíð og ég skynj- aði, hve ég var lánssamur að njóta Ey- þórs og hans góða söngfólks. Ljósið úr kirkjunni á heimilin Á aðventunni urðu til ákveðnar hefðir í kirkjulífmu. Vígsludagur kirkj- unnar var fjórði sunnudagur í aðventu. Hann var afar óhentugur sem kirkju- dagur, því var fyrsti sunnudagur að- ventunnar valinn. Þá var jafnan hátíð- armessa og kirkjukvöld. Haustið 1960 gekkst ég fyrir stofnun Æskulýðsfélags Sauðárkrókskirkju. Það starfaði öll árin, sem við vorum á Króknum. Eitt af því sem mérþótti leiðinlegt, var að alt- arisgöngur höfðu lagst niður nema í tengslum við fermingar. Mér þótti við hæfi að efna til altarisgöngu á kirkju- degi og fór þess á leit, eitt sinn, við unglingana í stjóm ÆFS, að þeir kæmu til altaris á fyrsta sunnudegi í aðventu. Þessu var afarvel tekið og svo kom Dagbjört náttúrlega einnig og ýmsir aðrir, einkum konur. Ég gerði þetta aft- ur næsta ár og þá komu enn fleiri. Þriðja árið nefndi ég þetta við stjómina, en þá komu stjómarmenn til mín og spurðu, hvort þeir ættu ekki að koma líka. Þar með var ísinn brotinn. Altaris- ganga var orðinn sjálfsagður liður í messunni þennan dag og það var unga fólkið, sem gaf hið góða fordæmi. ÆFS var líka með jólafund. Starf- semi félagsins var öll í Safnaðarheim- ilinu, eftir að það var tekið í notkun 1965. En jólafundi lauk ætíð með há- tíðlegri stund í kirkjunni. Þar voru þá engin ljós nema á altariskertunum og Eyþór lék af fingum fram á orgelið. Allir fengu afhent kerti, er gengið var inn, og röðuðu sér síðan í sporbaug út frá altarisgráðunum. Ég kveikti þá á mínu kerti af altarisljósinu og síðan á kerti þess er næstur stóð altarinu öðru megin. Síðan var tendrað Ijós af ljósi allan hringinn. Ég flutti þá örstutta hug- leiðingu, við sungum Heims um ból, en loks gengu menn út með kertaljós- in, hvattir til að nota þau til að kveikja jólaljósin heima á aðfangadagskvöld. Jólabakstur æskulýðsfélaganna var líka vinsæll. Stúlkumar í félaginu bök- uðu heilmikið af kökum með aðstoð mæðra sinna og komu með þær út í Safnaðarheimili á Þorláksmessu. Drengimir vom þá mættir einnig og lögðu til umbúðir, er öllu var pakkað inn. Síðan fóm félagamir tveir og tveir saman með jólabaksturinn til ýmissa, sem vitað var að mundu ekki hafa mik- ið af slíku á borðum um jólin. Þetta var ekki síst lasburða, eldra fólk, sem bjó eitt, einkum karlar. En svo var ætíð far- ið með stóran skerf til íjölskyldu, sem bjó við erfiðar aðstæður, og það var eini jólabaksturinn sem bömin þar nutu. Æskulýðsfélagar töluðu oft um það við mig, hvað þetta hefði gefið þeim mikla lífsfyllingu og jólagleði. Jólin á Gamla spítalnum Aðfangadagur var með nokkmm öðmm hætti hjá okkur en annars stað- ar. Við borðuðum jólamatinn klukkan íjögur. Svo fómm við til aftansöngs, sem hófst klukkan sex. Um leið og samhringt var til hans, vom ljósin tendmð á krossinum stóra, sem settur var yfir sáluhlið kirkjugarðsins. Ég hygg að þetta jólatákn, lýsandi kross á himni, sé fallegasta jólatákn sem nokk- urt bæjarfélag á hér á landi. Þá var alltaf troðfull kirkja, fallegur söngur, og mér er sérstaklega minnis- stætt, þegar hið fallega jólalag Eyþórs, - O, Jesúbam, þú kemur nú í nótt, var fmmflutt sem stólvers á aðfangadags- kvöld. Eftir messuna fómm við heim á Kirkjutorg 1 og tókum upp jólagjafim- ar, en síðan var farið á spítalann. Fyrsta árið okkar var Gamli spítalinn enn starfandi. Ég fór þangað einn, kom að hverju rúmi og ræddi við þá sem þar eyddu jólanóttínni. Mér er það ógleym- anlegt er Hallfríður Jónsdóttir yfir- hjúkmnarkona kom svo í kjölfar mitt með fallega skreytt jólatré með rafljós- um á. Hún kveikti á ljósum þess við hvert rúm og leyfði sjúklingunum að horfa á þetta nokkra stund. Hallfríður bar sterka, kærleiksríka persónu og þessi mynd hennar, sem greyptist í huga mér, varð til þess, að ég minntíst hennar sem „konunnar með lampann”, Florence Nigthingale, er ég talaði yfir moldum hennar. Er nýi spítalinn tók til starfa, fómm við Dagbjört bæði með bömin með okkur. Ég fór einnig þar að hveiju rúmi, en Dagbjört var með bömin hjá gamla fólkinu á ellideildinni, meðan ég fór á sjúkradeildina. Dagbjört tók þá gjaman með sér eitthvað af heimatil- búnu konfekti, sem gamla fólkið þáði gjaman, en hafði ekki síður ánægju af að fá bömin í heimsókn á þessu kvöldi. Þau hafa stundum talað um það síðan, að það hafi verið erfitt að slíta sig frá gjöfunum, en svo hafi þau fundið, hve heimsókn þeirra skapaði mikla gleði,

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.