Feykir


Feykir - 20.01.1999, Blaðsíða 2

Feykir - 20.01.1999, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 3/1999 í bígerð að safna húnvetnskri menningu í myndrænt form „Þetta eru svo miklar breyt- ingartímar sem við lifum á, til að mynda virðast bændabýlin tína tölunni, þannig að ef við viljum halda til haga húnvetnskri menningu, þá veitir ekki af að hefjast handa”, segir Guðrún Guðmundsdóttir verslunarkona á Skagaströnd, mikil áhuga- manneskja um varðveislu sögu- legra menja og menningar. Guðrún hefur komið því erindi til héraðsnefndar A.-Hún. að húnvetnsk menning verði varð- veitt í myndrænu formi: mynd- um af mannlífi, mannvirkjum og ýmsum viðburðum á héraðs- vísu verið komið á myndband. Guðrún bendir einnig á leiðir til íjármögnunar þessa verkefnis, svo sem styrki frá ýmsum fé- lögum og fyrirtækjum er svæð- inu tengjast. Héraðsnefnd hefur beint þessu erindi út til sveitarstjóm- anna og bæjarstjóm Blönduóss lýsir vilja sínum til þátttöku í þessu verkefni, enda séu önnur sveitarfélög í héraðinu tilbúin til þátttöku. Guðrún Guðmundsdóttir vonast til að sveitarstjómir taki þetta mál til umfjöllunar á næst- unni, en vonir standa til að hægt verði að byija af fúllum krafí að vori. Guðrún segir hugmyndina að myndbandið verði byggt upp á svipaðan hátt og Vestur-Hún- vetningar gerðu á sínum tíma, þegar þeir gáfu út „Bændur og býli”. Þá voiu teknar myndir af ábúendum og húsakosti á sveitabæjum. „Það væri gaman að safna þama saman lifandi myndum, sem teknar væm bæði sumar og vetur á bæjunum. Við höfum líka hug á að taka myndir hér á Skagaströnd og Blönduósi. Ég veit til þess að Skagstrendingur lét taka á myndband skötuveisl- una á Þorláksmessu, afmælis- veislu fyrirtækisins og móttöku vegna Örvars. Það þyrfti endi- lega að taka myndir á sjó- mannadaginn á Skagaströnd, 17. júní á Blönduósi og fleiri viðburði á svæðinu. Væntan- lega mundi þetta verkefni taka a.m.k. 2-3 ár”, segir Guðrún Guðmundsdóttir á Skagaströnd. Hátíðarhöld árið 2000 í SkagafLrði Samið við Jón Ormar um umsjón dagskrár Jón Ormar Ormsson hefur verið ráðinn til að hafa umsjón með dagskrá væntanlegra hátíð- arhalda í Skagafirði árið 2000 vegna kristnitökuhátíðarinnar. Jón Ormar hefur reynslu á þessu sviði, annaðist dagskrár- gerð á afmælisári Sauðárkróks og þótti þar gera marga góða hluti. Jón Ormar sagðist í samtali við Feyki lítið geta sagt á þessu stigi um fyrirkomulag hátíða- haldanna enda málið ekki kom- ið á flot. Hins vegar væri ljóst að margt yrði að gerast í Skaga- firði bæði á árinu 2000 og 2001. „Það verður greinilega mjög kraftmikið”, sagði Jón Ormar. Áhrif Blönduvirkiunar á lífríkið Skilyrði lyrir uppgöngu físks í ána hafa batnað Prófkjör Samfylkingar á Norðurlandi vestra Prófkjör samlylldiigar Alþýðubandalagsms, Alþýðuflokks og Kvennalistatis á Norðurlandi vestra íýrir Alþingiskosningamar 8. maí 1999 verður haldið 13. febrúar nlí. Aflir íbúar á Norðurlandi vestra sem fæddir eru árið 1981 eða fyrr hafa rétt til að greiða atkvæði í prófkjörinu. Kosning í tvö efstu sætin eru bmdandi. Frestur til að tillíynna framboð er til 23. janúar. Tilkynnt skal xnn framboð til eftirtalinna aðila: Unnar Raíii Ingvarsson, Jöklatúni 14, Sauðárkróki, s. 453 6290. Jón Karlsson, Hólavegi 31, Sauðárkróki, s. 453 5313. Kjörstjóm Samfylkingar á Norðurlandi vestra. MBWh Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki Kvensjúkdómalæknir Karl Ólafsson kvensjúkdómalæknir verður með móttöku á stofnuninni dagana 1.-5. febraúar nk. Tímapantanir í síma 455 4000. Athugið Opnunartími skiptiborðs stofnunarinnar verður framvegis kl. 8,00 - 16,00 virka daga. Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki Samkvæmt skýrslu fiski- fræðinganna Sigurðar Guð- jónssonar og Inga Rúnars Jóns- sonar, sem þeir gerðu fyrir Landsvirkjun, hafa skilyrði fyr- ir fisk til að ganga upp Blöndu batnað, vegna minni svifaurs. Þannig gengur fiskur, bæði lax og sjóbleikja, greiðar upp vatnakerfið og dreifmg veið- innar í vatnakerfmu hefur því breyst þannig að meira veiðist nú hlutfallslega ofar í vatna- kerfinu en áður var, samkvæmt mati þeirra félaga. Ahrif virkjunarinnar á fisk- gengd og veiði eru margvísleg. Svæði ofan virkjunarinnar lok- ast af og þar með töpuðust svæði fyrir uppeldi á sjógengn- um fiski, bæði bleikju og laxi og hefur það verið metið sérstak- lega. I annan stað hafa skilyrði til fiskuppeldis breyst í Blöndu neðan virkjunar. Jökulleirinn sest til í Blöndulóni og er þar með minni í Blöndu. Þetta þýð- ir að meiri lífræn framleiðsla Leiðrétting I frétt í síðasta blaði um gjafir til Sjúrkahúss Skag- firðinga var þess m.a. getið að Kristbjörg Guðmunds- dóttir frá Asi hefði ánafnað stofnuninni vænni peninga- upphæð, til minningar um foreldra sína. Því miður féll niður fyrra nafn móður Kristbjargar, en hún hét fullu nafni Jóhanna Guðný Einarsdóttir. Leiðréttist þetta hér með. verður í Blöndu þar sem sólar- ljósið nær lengra niður í vatnið og þömngar vaxa á stærri hluta botnflatar en áður. Meira magn næringarefna berst niður Blöndu í árvatninu fyrstu árin eftir að jarðvegur og gróður fer í kaf í Blöndulóni og brotnar þar niður og skolast út í vatnið. Þetta olli miklum vexti í bleikju- stofni Blöndulóns um tíma. Vegna stækkunar lónsins eru líkur til að áffam verði aukið magn næringarefna í Blöndu, en dvíni svo eftir nokkur ár. Blanda hefur komið injög sterk út meðal veiðiáa nú síð- ustu sumur, og síðasta sumar var mesta ganga í ána frá upp- hafi mælinga 1982. Teljarinn í Ennisflúðum, sem metur einnig stærð fisksins, taldi 3.302 laxa og 1.646 bleikjur. Af umrædd- um laxafjölda voru 2.452 smá- laxar og 850 stórlaxar. Auk þess er talið að jafnan fari einhver ófykkt tala fiska upp Ennisflúð- imar sjálfar, en við viss skilyrði em þær fiskgengar. Grænt fram- boð í Nv Þessa dagana vinna liðs- menn vinstri hreyfingarinnar að stofnun félaga um Grænt ffamboð í öllum kjördæmum landsins. A Noiðurlandi vestra verður stofnfundur í Mið- garði nk. þriðjudagskvöld, 26. janúar, kl. 20,30. Stein- grímur J. Sigfússon alþingis- maður mætir á fundinn. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra Kemur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Ægisstíg 10, Sauðárkróki. Póstfang: Box 4, 550 Sauðárkróki. Síinar: 453 5757 og 453 6703. Myndsími 453 6703. Farsími 854 6207. Netfang: feykir @ krokur. is. Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. Fréttaritari: Öm Þórarinsson. Blaðstjóm: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guð- brandsson, Sæmundur Hermannsson, Sigurður Ágústsson og Stefán Ámason. Áskriftarverð 170 krönur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 200 krónur með vsk. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Hvíit & Svart hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðs- fréttablaða.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.