Feykir


Feykir - 07.04.1999, Síða 6

Feykir - 07.04.1999, Síða 6
6 FEYKIR 12/1999 Gissur Jónsson frá Valadal Gissur Jótisson bóndi íVala- dal á Skörðum fœddist á Stóru- Ökrum í Blönduhlíð þann 25. mars 1908. Hann léstáSjúkra- húsi Skagfirðinga 24. mars. sl. Foreldrar hans voru Jón Aðal- bergur Amason bóndi á Stóru- Ökrum, látinn, og Dýrborg Daníelsdóttir, látin. Systkini Gissurar eru Kári, látinn, bam dó nýfœtt, Hjalti, látinn, Aðal- björg búsett í Reykjavík, Unnur búsett í Reykjavík, Skafti látinn, Hörður látinn, andvana fœtt bam, Jónas búsettur í Kópa- vogi. Eiginkona Gissurar var Ragnheiður Eiríksdóttir frá Vatnshlíð, hún lést 26. septem- ber 1997. Böm þeirra eru 1) Valdís.f. 31.8.1941. Sambýlis- maður hennar Haukur S. Ingvason lést 16. 3.1998. Böm þeirra erufimm og erufjögur þeirra á lífi. 2) Jón f. 5. 11. 1946. Kona hans erHóImfríður Ingibjörg Jónsdóttir. Börn þeirra erufjögur. 3) Friðrik,f. 21. 3.1949. Kona hans erEster Selma Sveinsdóttir, böm þeirra eru þrjú. 4) Eiríkur Kristján, f. 6. 6. 1953. Fyrrum sambýlis- kona hans erAnna Fjóla Gísla- dóttir. Eiríkur Kristján á sex böm. 5) Stefánf. 3. 1. 1957. 6) andvana stúlkubam fœdd 1963. Bamabamaböm Gissurar eru 12 og þar aferu 9 á lífi. Afkom- endur Gissurar eru samtals 36. Gissur hafði bamaskólamennt- un að þeirrar tíðar hœtti. Fram- an afœvi vann hann við ýmiss störfs.s. vegagerð, símalagn- ingu og fleira, gerðist síðan bóndi í Valadal og bjó þar til ársins 1972. Útför Gissurarfór fram frá Víðimýrarkirkju í Skagafirði laugardaginn 3. apríl... Hvað er tíminn? Trú og œðri máttur, tignarfagur andans klukkna- sláttur. Bergmál hans í brjóstum okkar vekur það besta sem að enginn frá oss tekur. Þannig hefst kvæði sem Gissur Jónsson bóndi í Valadal orti við dánarbeð móður sinnar Dýrborgar Daníelsdóttur, sem léstjrann 29. janúar árið 1970. A fyrri hluta þessarar aldar voru tímamir nokkuð aðrir heldur en nú til dags, íslenska þjóðin var smám saman að bijótast úr örbirgð til alsnækta. Fátækt var þá enn á mörgum heimilum og það jafnvel allt ffam yfir heimskreppuna miklu á ljórða áratugnum og þá ekki síst til sveita. Rafmagn var óþekkt í byggðum landsins, lít- ið um verkfæri nema handverk- færi, húsakostur ennþá slakur, ræktun skammt á veg komin, og samgöngutækni og vega- gerð enn ifumstæð, þannig mætti lengi telja, þægindi voru því lítil á nútíma mælikvarða. Þannig voru aðstæðumar í uppvexti Gissurar. Hann ólst upp á Stóm-Ökmm til 14 ára aldurs, eða til ársins 1922, en það ár fluttist hann ásamt for- eldrum sínum Jóni Aðalbergi Amasyni og Dýrborgu Daníels- dóttur að Ytra-Skörðugili á Langholti, en þar bjuggu þau í fimm ár, eða til ársins 1927, en keyptu þá jörðina Valadal á Skörðum af Stefáni Friðriks- syni bónda þar. Gissur var þá á tuttugasta árinu. Mun þeim Jóni og Dýrborgu hafa fundist of þröngt um sig á Skörðugili og þar sem elstu bömin vora orðin stálpuð og því mikið vinnuafl fyrirsjáanlegt, réðust þau í að kaupa þessa landmiklu fjalla- jörð sem Valadalur er. Þó að efni foreldra Gissurar væm ekki mikil höfðu þau þó ávallt nóg handa á milli til að geta séð heimilinu farborða og með elju og atorkusemi tókst þeim að koma bömum sínum til manns. Eins og þá var títt fór Gissur snemma að rétta hjálpar- hönd við búskapinn og einnig mun hann stundum hafa hjálp- að bændum í nágrenninu ef á þurfti að halda. Gissur sagði sjálfur frá því að þegar hann var sautján ára gamall, en þá átti hann heima á Ytra-Skörðugili, hafi hann alloft um sumarið verið lánaður í heyskap á bæ þar í nágrenn- inu. Þurfti hann þá stundum að standa við heybinding myrkr- anna á milli og varð þá bæði að binda baggana og lyfta þeim á klakk. Eina stúlku hafði hann sér til aðstoðar, mun verk þetta hafa verið talið fullerfitt hveij- um meðal manni þó eldri væri. Ekkert kaup sá hann iyrir vinnu þessa, en hafi það eitthvert ver- ið hefur það verið greitt foreldr- um hans og það því mnnið í heimilið á Skörðugili. Sumarið 1930 fór Gissur að vinna við vegagerð en við það var hann allmörg sumur bæði á Öxnadalsheiðinni og á Vatns- skarðinu. Vom þá hestakermr enn notaðar til malarflutninga og allri mölinni mokað með handafli. Gissur var þá ásamt foreldmm sínum og systkinum nýlega fluttur að Valadal og rann kaupið hans hjá vegagerð- inni nær óskipt í heimilið þar. Hann vann einnig við lagningu símans bæði í Vatnsskarðinu og á Öxnadalsheiðinni. Þegar Jón Aðalbergur Áma- son faðir Gissurar andaðist árið 1938 fór Gissur að búa í Valadal á móti móður sinni og systkin- um. Fljótlega upp úr því kynnt- ist hann eiginkonu sinni Ragn- heiði Eiríksdóttur. Hún var dótt- ir Eiríks Sigurgeirssonar bónda í Vatnshlíð og konu hans Krist- ínar Karólínu Vermundsdóttur. Fluttist Ragnheiður síðan að Valadal og fór að búa með Giss- uri, en móðir hans Dýrborg flutti fljótlega til Reykjavíkur og settist þar að. Þau Gissur og Ragnheiður bjuggu fyrstu árin í Valadal á móti systkinum Giss- urar, en síðan á jörðinni allri allt til ársins 1972, en þá slitu þau samvistum. Ragnheiður flutti þá alfarin til Reykjavíkur, en Gissur fluttist að Víðimýrarseli til Jóns sonar síns og konu hans Hólmfríðar Jónsdóttur, sem það sama ár hófu þar búsakap. Hjá þeim var Gissur síðan í fimmt- án ár eða til ársins 1987, en þá fór hann að Valagerði til Birgis Haukssonar, dóttursonar síns og sambýliskonu hans Fanneyjar Friðriksdóttur. Hjá þeim var hann í fjögur ár. Arið 1991 fór hann að Litla-Dal í Lýtings- staðahreppi til Valdísar dóttur sinnar og sambýlismanns henn- ar Hauks Ingvasonar. Þar var hann síðan að mestu leyti þangað til hann fór á Dvalar- heimilið á Sauðárkróki haustið 1996. Gissur var í lægra lagi á vöxt, grannholda og grannleitur í andliti, dökkhærður og blá- eygur. Hann var vel stæltur, hvatur í hreyfingum, léttur á fæti, skarpur til vinnu og fylg- inn sér. Hann gat verið galsa- fenginn og gamansamur og brá oft á leik við böm, en var lítt fyrir að kjamsa þau og kjassa þó bamgóður væri. Skapmaður var hann nokkur, en tamdi skap sitt vel. Greindur var hann og orðvar, en lét þó hiklaust í ljós álit sitt á mönnum og málefnum ef því var að skipta. Þær mætu dyggðir, sparsemi, nýtni og nægjusemi, sem löngum hafa verið taldar gulls ígildi vom rík- ur þáttur í fari hans. Skuldir vom honum lítt að skapi og reyndi hann jafnan að eiga fyr- ir þeim hlutum sem hann þurfti að kaupa eða að öðmm kosti að greiða þá sem fyrst. Hann var heimakær maður og naut best lífsgæðanna heimavið, en hafði þó gaman af að blanda geði við aðra þegar svo bar undir og var þá jafnan ræðinn og spaugsamur. Hann var góður bóndi og hafði gam- an af skepnum og þá sérstak- lega sauðfé, skepnuvinur var hann mikill og vom skepnur hans vænar og vel fram gengn- ar og þó búið væri aldrei stórt gaf það þokkalegan arð. Gissur sagði sjálfur: ,,Ég var aldrei ríkur, en hafði nóg fyrir mig”. Sauðfjáreigin var meiri- hlutinn af búinu, en hann var þó ávalt með nokkrar kýr og lagði inn mjólk í samlag. Nokkur hross hafði hann einnig en var þó aldrei mikill hestamaður. Hann átti þó allajafna duglega smalahesta og fór á hestbak fram á níræðisaldur. Hann gat fengið jafnmikla eða ineiri ánægju út úr því að fara á hest- inum sínum að gá að kindum, en aðrir fengu út úr löngu ferða- lagi. Gissur hafði þann farsæla sið að ganga snemma til náða á kvöldin og fara síðan ofan fyrir allar aldir á morgnana. Hafði hann því oft skilað dijúgu verki þegar aðrir komu á fætur. Hann var vanafastur reglumaður og vildi hafa hlutina í lagi, gekk ávalt til verka sinna á sama tíma. í trúmálum flíkaði hann lítt skoðunum sínum, en innst inni var hann þó trúaður. Hann geymdi bamatrú sína sem gull- inn sjóð í leynum hugans og átti sér öragga vissu íyrir því að við tækju betri og bjartari tilvera- svið að jarðvistinni lokinni. Gissur var lengst af heilsu- góður, utan þess hvað hann kenndi óþæginda í maga, en það lagaðist með aldrinum. Gikt ásótti hann einnig nokkuð síðari hluta ævinnar. Hann var mjög andlega hraustur og hafði stálminni. Hélt hann minni sínu óskertu til hinsta dags. Fyrir tæpum tveim áram fékk hann hjartaáfall, en með góðri aðstoð lækna og hjúkranarfólks tókst honum að komast aftur á fætur og til allgóðrar heilsu, en núna þegar hann fékk áfall á hjartað öðra sinni varð ekki affur snúið og hann lést eins og áður segir þann 24. fyrra mánaðar eftir stutta legu. Gissur var snjall hagyrðing- ur og hafði gott vald á íslenskri tungu, þrátt fyrir litla skóla- menntun í æsku. Vísur hans og ljóð era formföst og vel felld í rím og stuðla og kennir þar víða áhrifa frá rímnakveðskapnum gamla. Þó að Gissur væri alla jafna nokkuð dulur á ljóð sín og vísur lét hann þær þó fara við vel valin tækifæri og í góðra vina hópi. Aldrei lét hann vísu ffá sér fara öðravísi en vel gerða og gat oft verið fijótur að snara þeim fram ef svo bar undir og það jafnvel bráðsnjöllum hringhendum. Gissur var maður vorsins, og í nöpram skammdegiskulda og hríðum, orti hann um það marg- ar fallegar vísur. Hann mun hafa staðið yfir fé á köldum vetrardegi þegar hann gerði þessa vísu. Vetur hrindirfrá mér frið, flestan myndar trega. Mínar bind ég vonir við voríð yndislega. Ég sem þetta rita, sonur Gissurar, átti því láni að fagna að vera föður mínum samtíða á heimili um langan tíma, fyrst sem bam og unglingur heima í Valadal og síðan sem fulltíða maður, en hann var eins og áður er getið hér á heimili okkar hjónanna í um það bil fimmtán ár. Handleiðsla föður míns var einstök og nú við leiðarmörkin hvarflar hugurinn aftur til liðins tíma og þá ekki síst til bamæsk- unnar heima í Valadal. Pabbi varalltaf þessi trausti aðili sem hægt var að leita til í vandræð- um sínum og leysti hann ætíð úr vandamálum okkar systkinanna með þeim hætti sem skynsam- legastur var hveiju sinni. Hann kenndi okkur að varast þær hættur sem á vegi okkar urðu, og hvatti okkur til að standa á eigin fótum. Hann kenndi okk- ur að vinna og að lesa, skrifa og reikna, og einnig margt fleira. Mörg vora þau einnig skiptin sem hann svæfði okkur á kvöldin og sagði okkur þá sög- ur eða raulaði fyrir okkur vísur eða ljóð, en af þeim kunni hann mikið. Pabbi minn! Við Hólmffíður konan mín þökkum þér af al- hug fyrir þau ár sem þú varst hér í Víðmýrarseli og varst okk- ur stoð og styrkur í búskapnum og annaðist skepnur okkar sem þær væra þínar eigin, og einnig þökkum við þér fyrir öll hin árin og allt sem þú gerðir fyrir okkur. Bömin okkar barst þú á höndum þér, leiddir þau og vemdaðir og nú þegar þau kveðja þig hinstu kveðju veit ég að þau minnast samverastund- anna með hlýjum hug. Ég veit að ég mæli einnig fyrir munn systkina minna, maka þeirra og bama og einnig bamabama okkar allra. Pabbi okkar, tengdababbi, afi og langafi. Við þökkum þér fýrir allt. Að lokum ætla ég að setja hér síðasta erindið af ljóðinu fallega sem þú ortir við dánar- beð ömmu minnar Dýrborgar. Vtð stöndum hljóð, hér dagur lífs er liðinn, það lýsir inn í œðsta dýrðar friðinn. Við biðjum þess að föður höndin hlýja hefii þig á sviðið bjarta og nýja. Við englasöng áfögru Ijóssins landi, lifa mun þinn kcerleiksríki andi. Við hryggjumst ei þó hold í jörðu rotni í himninum er sálin geymd hjá drottni. Jón Gissurarson, Víðimýrarseli.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.