Feykir


Feykir - 07.04.1999, Blaðsíða 7

Feykir - 07.04.1999, Blaðsíða 7
12/1999 FEYKIR 7 Dalbæingar spá góðu sumri Sumartunglið kviknar 16. apríl í norðaustri. Fljótlega upp úr því, svona í kringum 20. apr- íl, fer veðrið að skána fyrir al- vöm en hægt og bítandi, en fram að þeim tíma verður veðr- ið svipað og það hefur verið undanfarið; kalt, einhver élja- gangur, en þó ffekar í batnandi átt. Hann er ekki hættur að snjóa, líklegt að við höfum ein- hverja viðloðandi norðanátt, en hún fer kannski að gefa sig eitt- hvað þegar líður á mánuðinn”, segir í aprílspá Veðurklúbbsins á Dalbæ á Dalvík. Dalbæingar segja að nokkr- ir góðir útivistardagar komi inn á milli og sé um að gera fyrir fólk að nota þá, því þegar fari að vora þá fari snjórinn býsna fljótt. Skiptar skoðanir vom innan hópsins um það hvort yrði páskahret þetta árið og þeir sem ákveðnastir voru vildu meina að smáhret kæmi, u.þ.b. frá páskadegi til þriðjudags. „Við eigum ekki von á snöggum hlákum þegar þær koma. Þegar vorið langþráða kemur þá verður það gott og sumarið afbragðsgott”, segir einnig í spá veðurklúbbsins. Fljótagangan á laugardaginn Lengsta skíðaganga á íslandi, Fljótagangan, fer fram í grennd við félagsheimilið Ketilsás í Fljótum nk. laugardag 10. apríl og hefst kl. 11. Þetta er önnur Fljótagangan en stefnt er að því að um árlegan viðburð verði að ræða. Keppt verður í 50 km, 25 km og 10 km, og einnig boð- ið upp á 5 km skemmtigöngu. Ef veðurskilyrði verða góð er áætlað að genginn verði 50 km hrigur í Fljótununr hjá þeim sem lengst ganga og liggur brautin þá milli endabæjanna í Austur-Fljótum, Hrauns og Þrasastaða. Að lokinni keppni verður verð- launaafhending og veitingar í félagsheimilinu Ketilási. Fólk er hvatt til að taka sér heilsu- bótargönguna í Fljótunum á laugardaginn og er vonast eftir góðri þátttöku. Skráningu í Fljótagönguna ber að koma sem fyrst til Trausta í síma 467 1030 eða fax 467 1077. Einnig tekur Þórhallur við skráningum í síma 453 5757. Ókeypis smáar Til sölu! Til sölu gamall Simo kerru- vagn. Upplýsingar í síma 453 6762iyrirhádegi. Til sölu stórbaggar af 2ja ára gömlu heyi. Upplýsingar í síma 467 1030. Sjálfstæðisfólk! Næstkomandi laugardag og framvegis alla laugardaga til kosninga verður morgunkaífi í Sæboigífákl. 10-12. Nefhdin. Hross tapaðist! Tveggja vetra foli, brúnn að lit, tapaðist frá Kirkjuhóli um miðjan mars. Mark heilt hægra, sneitt framan og lögg aftan vinstra. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 453 8106. Beitiland til sölu! Tilboð óskast í 212 ha beitiland á Kirkjuhóli í Seyluhreppi í Skagafirði ásamt nokkrum hrossum, 10 -12 stk. Áskil mér allan rétt til að taka hvað tilboði sem er eða hafna öllum. Tilboðum skal skila til undirritaðs fyrir 1. maí nk. Hallur Jónasson Lindarbrekku Varmahlíð, sími 453 8106. Sauðkrækingar og Siglfírðingar öldungameistarar í skíðagöngu Skíðagöngumenn af Norð- vesturlandi gerðu góða ferð á Skíðalandsmótið á ísafirði á dögunum, en þar tóku þeir þátt í öldungameistaramótinu sem tilheyrir orðið Skíðalandmót- inu. Þátttakan og afrekin í yngri aldursflokkunum var hins vegar minni úr þessum landshluta. Magnús Eiríksson frá Siglufirði sigraði örugglega í flokki 45 - 54 ára. Magnús sigraði í báðum göngunum, 15 km hefðbundinni og 10 km með fijálsri aðferð. Birgir Gunnarsson frá Sauðárkróki sigraði í 15 km göngu 45-54 ára og varð annar í 10 km göngu með fijálsri að- ferð. Jón Konráðsson marg- faldur íslandsmeistari í skíða- göngu varð að sætta sig við annað sætið í 15 km og það þriðja í 10 km göngunni. Einar Ingvarsson frá Isafirði sigraði í 10 km göngunni með frjálsu aðferðinni. Magnús Eiríksson. Kormáksstrákar seigir í körfubolta Kormákur frá Hvamms- tanga gerði sér lítið fyrir og sigraði í 8. flokki Norður- landsriðils Islandsmótsins í körfuknattleik. Úrslita- keppnin fór fram á Skaga- strönd nýlega og þar attu Kormáksmenn kappi við Glóa frá Siglufirði, Leiftur og lið heimamanna, USAH. Útgerðarfyrirtækið Hafsúl- an á Hvammstanga stóð fyrir pidsaveislu í Selinu skömmu fyrir páska til að samgleðjast drengjunum með góðan árang- ur. Jafnframt var Oddi Sig- urðssyni veitt viðurkenning fyrir fómfúst starf í þágu ung- mennafélagsins Kormáks en hann var upphafsmaður þess að hvetja drengina til að æfa körfuknattleik. Oddur hefur á marga lund stutt Kormák um tíðina, m.a. gefur hann út aug- lýsingablaðið Sjónaukann vikulega og rennur allur ágóðu útgáfunnar til Kormáks. Áttundi flokkur Kormáks hefur auk liðstjórans Odds haft tvo þjálfara í vetur. Fyrir ára- mót þjálfaði liðið Már Her- mannsson en eftir áramót Pét- ur Vilhjálmsson. t Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa Jóns H. Jóhannssonar Skagfírðingabraut 43, Sauðárkróki Sigríður Ámadóttir Ásmundur Jónsson Ragnheiður Kjæmested Rannveig Jónsdóttir Alois Raschhofer Ámi Jónsson bamaböm og bamabamabam Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki íbúð til sölu Tilboð óskast í íbúðina Víðigrund 2, Sauðárkróki, 3. hæð til vinstri. íbúðin er 4ra herbergja og 98,4 m2 að stærð. Brunabótamat er kr. 7.132.000 og fasteignamat er kr. 4.168.000. íbúðin verður til sýnis í samráði við Birgi Gunnarsson í síma 455 4000. Nánari upplýsingar um eignina eru gefnar hjá Ríkiskaupum og hjá ofangreindum aðila. Tilboðseyðublöð liggja frammi á sömu stöðum. Tilboð skulu berast Ríkiskaupum fyrir kl. 11,00 þann 15. apríl 1999 þar sem þau verða opnuð í viðurvist bjóðenda er þess óska.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.