Feykir


Feykir - 07.04.1999, Side 8

Feykir - 07.04.1999, Side 8
7. aprfl 1999,12. tölublað, 19. árgangur. Sterkur auglýsingamiðill i J KJORBOK Vinsælasti sérkjarareikningur Islendinga með hœstu ávöxtun í áratug! W Landsbanki Wi jslant I toryttu t „ÚUhQlí á Sauðérkrákl - S: 453 Nemendur 10. bekkjar Grunnskóla Sauðárkróks fóru á kostum á fjölum Bifrastar fyrir páskana þegar þeir sýndu söng- og gleðileikinn „Grís“. Hólaskóli fær með nýjum lögum heimild til kennslu á háskólastigi Hólaskóli fær heimild til kennslu á háskólastigi, með nýjum lögum um búnaðar- fræðslu sem samþykkt voru á síðustu dögum Alþingis. Með þessum lögum eru bún- aðarskólarnir á Hólum, Hvanneyri og Garðykjuskól- inn að Reykjum í Ölfusi færðir undir eina löggjöf. Þá gera lögin ráð fyrir að opin- bert nafn bændaskólans á Hólum, verði í framtíðinni Hólaskóli. Samkvæmt nýju lögunum verður, búvísindadeildin á Hvanneyri formlegur landbún- aðarháskóli, en Hólaskóli og Garðyrkjuskólinn fái heimild til kennslu á háskólastigi á sínum sérsviðum. Afdráttarlaust er kveðið á um sjálfstæði hverrrar menntastofnunar og þær munu heyra áífam undir landbúnaðar- ráðherra sem ber ábyrgð á að námið svari til þeirra krafna sem gerðar eru og hann gefur út prófgráður. Megináhersla í starfí Hóla- skóla verður áfram starfstengt sérhæft nám, en með lögunum er tryggð staða skólans sem rannsóknarstofnunar. Jón Bjamson skólastjóri segir að næstu skref á Hólum séu þau að hafist verði handa um skipu- lagningu náms á háskólastigi sem gefi tækni- og háskóla- gráður á sérsviðum skólans. Jón segir fleiri nýmæli í lögun- um sem miði af því að styrkja starf skólans og veita honum víðtækari möguleika og sjálf- stæði til sóknar og nýsköpunar. Hann segir lögin mikinn áfangasigur fyrir alla skólana þrjá, ekki síst Hólaskóla sem með nýjungum í starfi var í mörgu kominn langt út fyrir þann gamla lagaramma sem honum bar að starfa innan. „Hér með er landbúnaðarráð- herra, starfsmönnum landbún- aðarráðuneytisins, þingmönn- um kjördæmisins, landbúnað- amefnd og Alþingi þökkuð rösk og árangursrík framganga íyrir þessar mikilvægar menntastofnanir í landinu”, segir skólastjórinn á Hólum í tilkynningu frá skólanum. Skólanefnd Hólaskóla verð- ur nú skipuð fulltrúa ffá sveitar- félögum í Hólastifti, sem er ný- mæli, en þar sitja að auki fiiU- trúar samtaka bænda í stiftinu, Búnaðarþings og landbúnaðar- ráðherra. Arnar með metafla af íslandsmiðum Veiðar hafa gengið með af- brigðum vel hjá frystítogar- anum Arnari á Skagaströnd það sem af er ári. Rétt fyrir páskana kom hann til heima- hafnar með 114 milljóna króna aflaverðmætí, og eru það mestu verðmæti sem skip hefur fært að landi úr ís- lensku lögsögunni. Arnar hefur aflað fyrir um 540 millónir frá upphafí kvóta- árs, l.september sl. Þessi veiðiferð skipsins tók 33 daga. Afli upp úr sjó var rúmlega 660 tonn og var um 70% farmsins þorskur. Það fer nú að styttast vemlega í veiðum Amars á íslandsmiðum í bili, þar sem skipið heldur væntan- lega núna um miðjan mánuðinn á Reykjaneshrygg til veiða á út- hafskarfa. Þrátt fyrir að Amar hafi aflað vel er kvótastaða skipsins ágæt að sögn forsvars- manna Skagstrendings. Afleiðingar októberhretsins Sauðburður í fýrra lagi á sumum bæjum „Við áttum ekki von á þessu. Þær hafa stundum borið svona ein og tvær í kringum fyrsta apríl, og við höfúm fengið nokkur lömb að gamni eins og maður segir. En núna var þetta miklu meira”, segir Sigurlfna Eiríksdóttir bóndi og húsffeyja í Hólakoti á Reykjaströnd, en sauðburður byrjaði þar um miðjan mars og rúmlega þijátíu kindur bám seinni huta mánað- arins. Hlé er þó á sauðburði í Hólakoti nú en aðalburðartím- inn verður svo í maímánuði. „Við tökum venjulega ekki hrútana á hús fyrr en í nóvem- bermánuði, en tókum allt féð frekar snemma heim á liðnu hausti þegar byijaði að snjóa um miðjan október. Ætli þetta hafi ekki gerst þá. Þetta kennir manni það að taka hrútana íyrr. Þeir segja víst að það borgi sig að taka þá um miðjan október. Það er víst alltaf verið að flýta þessu”, segir Sigurh'na, en í Hólakoti eru rúmlega 300 fjár. Svo virðist sem þessar af- leiðingar októberhretsins hafi gert vart við sig víðar. Feykir hefur fregnað að á bæjum í Húnaþingi vestra hafi kindur borið í talsverðum mæli seinni hluta marsmánaðar. Um 20 eru bomar á bænum Böðvarshólum og einnig nokkrar á Bessa- stöðum og Þorgrímsstöðum. Jónína Sigurbjartsdóttir hús- freyja í Böðvarshólum sagði að þegar kindumar byijuðu að bera 20. mars þá hafi þeim fúndist vorið vera alveg að skella á. „Þannig að þetta var ekkert svo slæmt“, segir Jónína. BÚSTa.5UR FASTEIG NASALA Á LANDSBYGGÐINNI Jón Sigfús Sigurjónsson HDL. Aðalgötu 14, Sauðárkróki, sími 453 6012

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.