Feykir - 20.10.1999, Síða 1
rafsjá hf
RAFVERKTAKAR
SÉRVERSLUN
MEÐ RAFTÆKI
SÆMUNDARGÖTU 1
SAUÐÁRKRÓKI
Sameining heilbrigðisstofnana
Skiptar skoðanir í
sveitarstjómum
Stórhátíð var á Blönduósi um helgina, en þar komu saman um 650 böm og unglingar úr
skólalúðrasveitum af öllu landinu. Aheyrendapallamir í íþróttahúsinu vom þéttskipaðir um
helgina, og tíðindamaður og Ijósmyndari Feykis á Blönduósi, Sigurður Kr. Jónsson, sagði að það
hefði verið stórfenglegt að heyra alla sveitina spila. M.a. vom flutt þrjú lög eftir Hallbjöm
Hjartarson og var honum sérstaklega boðið að hlýða á flutning unga tónlistarfólksins. „Þama
vom mai'gir snillingar framtíðarinnar“, sagði Sigurður Kr. Jónsson.
Umdeilt mál í gegnum sveitarstjóm Skagafjarðar
Samið við skíðadeild Tindastóls
tim uppbyggingn skíðasvæðis
Afstaða sveitarstjóma í Norð-
urlandi vestra er mjög misjöfn
til hugmynda heilbrigðisráðu-
neytis um sameiningu heilbrigð-
isstofnana á Norðurlandi vestra
og Ströndum, í því augnamiði
að treysta heilbrigðisþjónustu á
þessu svæði og gera hana hag-
kvæmari. Skagfirðingartakajá-
kvætt í erindið, Blönduósingar
hafa ekki tekið afstöðu til máls-
ins, óskuðu eftir frekari upplýs-
ingum, Siglfirðingar eru and-
snúnir því að þeirra stofnun
sameinist til vesturs, og sveitar-
stjóm Húnaþings vestra telur að
ekki hafi komið fram nein rök
fyrir því að semining heilbrigð-
isstofnana allt frá Hólmavík til
Samstaða
stofnar 2
deildir
Nk. sunnudag 24. október
verður haldinn stofnfundur
tveggja deilda innan Stéttarfé-
lagsins Samstöðu. Það em
deildir starfsmanna hjá ríki og
bæ og fiskvinnslu.
Fundurinn verður haldinn í
fundarsal Samstöðu á Blöndu-
ósi og hefst kl. 15,00 en áður
hafa kynningarfundir verið
haldnir á Hvammstanga og
Skagaströnd. Gestur fundarins
verður Bjöm Snæbjömsson
formaður deildar starfsmanna
hjá ríki og bæ innan VMSÍ.
Mun hann m.a. kynna hlutverk
starfsgreinadeilda hjá VMSÍ.
Siglufjarðar leiði til bættrar heil-
brigðisþjónustu í Húnaþingi
vestra.
Sveitarstjórn Húnaþings
vestra vill einkum kanna tvær
leiðir: Að sveitarfélagið taki að
sér rekstur Heilbrigðisstofnun-
arinnar á Hvammstanga sem
reynslusveitarfélag. Hins vegar
að kannað verði með nánari sam-
vinnu, eða sameiningu heil-
brigðisstofnana á Húnaflóa-
svæðinu, sem í fljótu bragði sýn-
ist hæfilegri eining og eiga
ýmsa hluti sameginlega.
Rök sveitarstjómar Húna-
þings vestra em þau að í dag
njóti íbúar sveitarfélagsins góðr-
ar heilbrigðisþjónustu, mönnun
fagfólks sé í jafnvægi, upp-
bygging húsnæðis að ljúka á
þessu ári og fjármál stofnunar-
innar horfi til betri vegar eftir
verulega hagræðingu á síðustu
tveimur ámm.
Bæjarráð Siglufjarðar ályktaði
þess efnis að heilbrigðisstofnun-
in á Siglufirði hefði talsverða sér-
stöðu, og eins og staðan væri í
dag hentaði illa að sameina hana
annarri stofnun, sérstaklega til
vesturs, þar sem sameining
Sigluijarðar við sveitarfélög í
austri væri í athugun og undir-
búningi og breyting á kjör-
dæmaskipan í aðsigi.
Sveitarstjóm Hólmavíkur-
hrepps komst að þeirri niðurstöðu
þegar málið var tekið fyrir, að
henta mundi betur að sameina
heilbrigðisstofnunina yfir á Vest-
urland, þar sem að talsvert mun
vera um að sjúklingar frá Hólma-
víkursvæðinu fari á Akranes. Var
þess óskað að heilbrigðisráðu-
neyti og ráðherra skoðaði frekar
þann kost.
Sveitarstjórn Skagafjarðar
samþykkti á fundi sínum í
gær samning við skíðadeild
ungmennafélagsins Tinda-
stóls um uppbyggingu skíða-
svæðis í Tindastóli. Naumur
meirihluti varð fyrir þessari
afgreiðslu í sveitarstjórninni,
og klofnaði meirihlutinn. Það
voru allir fjórir fulltrúar
Framsóknarflokksins og tveir
fulltrúar Sjálfstæðisflokksins,
þau Ásdís Guðmundsdóttir og
Ámi Egilsson, sem voru með-
mæltir samningum. Hinir
fimm sveitarstjórnarfulltrú-
amir vom á móti og allharðar
umræður urðu um málið á
fundinum.
Uppbygging skíðasvæðisins
er mjög umdeilt mál í héraðinu,
en skíðadeildin stefnir að því að
taka í notkun nýja skíðalyftu á
nýju svæði í Lambárbotnum í
vetur. I máli Herdísar Sæmund-
ardóttur formanns byggðaráðs á
fundinum í gær, kom m.a. fram
að ein rökin fyrir því að gengið
var til samninga við skíðadeild-
ina nú er að gamla skíðalyftan á
Laxárdalsheiði eyðilagðist á liðnu
vori og því engin aðstaða fyrir
skíðafólk í dag.
Samningur um uppbyggingu
skíðasvæðisins byggir á því að
sveitarfélagiðgreiði 80% kostn-
aðar á 10 árum og nemur upp-
bygging svæðisins og rekstrar-
framlag á þessum tíma um 66
milljónum króna.
Ingibjörg Hafstað fulltrúi
Skagafjarðarlistans lagði fram
bókun fyrir fundinn og var harð-
orð í máli sínu á fundinum í gær.
Ingibjörg taldi ekki tímabærtað
fara út í samningagerð við skíða-
deild Tindastóls vegna bágrar
stöðu sveitarsjóðs og ennfremur
sé vinnu við forgangsröðun verk-
efna við íþróttamannvirki f sveit-
arfélaginu ekki lokið. Þá taldi
Ingibjörg málsmeðferð afar á-
bótavant því samningurinn hafi
ekki hlotið efnislega umfjöllun
og afgreiðslu í Menningar-, í-
þrótta- og æskulýðsnefnd. Ingi-
björg talaði um baktjaldamakk í
þessu máli á fundinum í gær og
vinnubrögð sem sveitarstjórnar-
menn gætu ekki borið ábyrgð á.
—ICfcHgtf! chjDI— /HTIbílaverkstæði
Aðalgötu 24 Skr. sími 453 5519. fax 453 6019 Æ #111 sími: 453 5141
• ALMENN RAFTÆKJAÞJÓNUSTA Sæmundargata 1 b 550 Sauðárkrókur Fax:453 6140
• FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA JfcBílaviðgerðir & Hjólbarðaviðgerðir
• BÍLA- OG SKIPARAFMAGN • VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA C Réttingar ^Sprautun