Feykir


Feykir - 20.10.1999, Blaðsíða 6

Feykir - 20.10.1999, Blaðsíða 6
6 FEYKIR 35/1999 Hagyrðingaþáttur 282 Heilir og sælir lesendur góðir. Eins og þið hafið eflaust tekið eftir eru sumar af vísum síðasta þáttar illa til reika eftir för sína í gegnum prentverk- ið. Er þar fyrst að telja vísu Rúnars Kristjánssonar um Drangeyjaijarlinn og á fyrri hluti hennar auðvitað að vera þannig. Drangeyjarjarlinn er duglegur maður Drangeyjarjarlinn er baráttu glaður. Tvær aðrar vísur eru illa laskaðar og er undirritaður svo fúll yfir þeirri með- ferð að ekki skal reynt að lagfæra það hér, heldur treyst á að þið getið ráðið íþað rétta. Skal nú vikið örlítið að göngum á Ey- vindarstaðaheiði sl. haust. Fyrstu nótt sem gist var við Ströngukvísl áttu und- anreiðarmenn þar ljómandi skemmti- legt kvöld. Eftirfarandi vísa er tileinkuð því kvöldi. Látum vinir glaðan gjalla gangna söng á ný. Öræfanna vœttir valla villast fyrir því. Enn og aftur verða fagnaðarfundir með gangnamönnum og er næsta vísa tileinkuð góðum félaga úr þeim hópi. Kveður sæll áfirða fundum ferskeytlurmar mál. Gísli Ama gefur stundum gleðimönnum skál. Að morgni dags á einn gangnamað- urinn við veikindi að stríða og verðurað una því slæma hlutskipú að hafast lítt að þann dag. Að kvöldi er útlit mikið skárra og verður bjartara yfir hópnum þegar þessi ágæti félagi fæst til að þiggja snafs úl staðfestingar á batnandi heilsu. Upp á heiði brattar brekkur bœndum villa sýn. Undir kvöld þó Didda drekkur dagsins glæsta vín. Eftir að gangnadegi lýkur sunnan Ströngukvíslar tekur við frárekstur út að Þúfnavatnslæk. Að þeim áfanga náðum og halda skal á náttstað við Ströngukvísl grípur gangnastjórinn ofan í jakkavasa sinn og tekur upp fleyg. Lyftir honum í augna hæð og segir síðan með mestu hægð: „Það er búið úr þessu helvíú”. Fer síðan í næsta vasa á sinni hlýlegu kápu, grípur þar upp fullan fleyg og segirmeð mestu hægð: „Það er til lítils að reiða þetta með sér í allan dag ef þið viljið ekki þiggja hressingu.” Engum af frá- rekstrarmönnum datt í hug að neita þessum ágætu veitingum og meðan stóri sopinn er ég tók úr þessum fallega fleyg yljaði hjartanu varð eftirfarandi vísa til. Gaman er við glas að eiga og gleyma að komi haust. Meðan Gíslifinnurfleyga fyrirhafnarlaust. Á næsta gangnadegi er harðneskju- legt og erfitt að strekkja á móti hvassri norðan átt með slidduhríð, austur á hraunum. Indælt er að komast smá- stund inn í skála gangnamanna í Bug- um og má sem best láta hugann reika til gleðistunda þar. Brestur ekki í Bugakofa bændum kunnugt lag. Flestirfara seint að sofa og syngja fram á dag. Fer nú í hönd síðasta kvöldið sem menn eiga á ijöllum að þessu sinni. Er það að þessu sinni rólegt og notalegt kvöld, þar sem flestir gangnamenn koma saman í matsal Galtarárskála og drekka brennivínstár út í kaffið sitt áður en þeir fara að sofa. Aðöðmm ólöstuð- um ber einn af yngri mönnunum nokk- uð af með alla ffamgöngu og má skrýt- ið vera ef meyjamar eru ekki famar að hugsa hlýlega til hans. Öngvan tíma meiga missa mörg þó rætist von, þessar sem að þrá að kyssa Þórarinn Eymundsson. Að morgni síðasta gangnadags er kaldranalegt um að litast, nær alhvítt. Eins og fallegu grænu jurtimar séu í vafa um hvort komandi dagar muni bjóða þeim upp á líf eða dauða. Nokkr- ir gangnamanna byija dagsverkið á því að ríða fram með Galtará og snúa við þeim kindum sem mnnið höfðu til baka með birtingunni. Em þær fijálsar í fasi með fallegu lömbin sírí sem kaldhæðni örlaga hefur flestum búið það hlutskipti að nálgast dauðann með hverju skrefi sem stigið er í átt til byggða. Vegna þessara hugrenninga fæst efni í næstu vísu. Lengi granda lífi má og lifa í anda hagsins. Bliknuð standa blómin smá bíða vanda dagsins. Eftir baráttu við vont veður er loks þei m áfanga náð að komast niður brekk- una hjá Fossum. Langan tíma tekur fyrir féð að renna inn í hólfið í Lækjar- hlíðinni og virðist köld norðanáttin færa kvöldskuggana hratt nær. Einn af gangnamönnum, Guðmundur Sveins- son frá Sauðárkróki, fylgir fremstu kindunum niður með Fossá og er þar í fyrirstöðu meðan féð rennur inn í hólfíð. Eftir að undirritaður hefur í tvígang séð þennan ágæta félaga fara ofan í ána til að fá sér að drekka, er tilvalið að úleinka honum næstu vísu. Nóttin þó að nálgist rekka og næði á balanum. Hefur najhi nóg að drekka í norðan svalanum. Þar með má segja að göngum sé lok- ið að þessu sinni. Á morgun er réttar- dagurinn sem nálgast óðfluga með allri sinni tilhlökkun ungra sem aldna. Er þá mál að koma frá sér lokavísunni sem ég tileinka okkar góða hjálparmanni og trússbflstjóra Hafsteini Lúðvíkssyni. Ríkirgleði á réttardaginn og rósir spretta um veg. Þá sælir munum syngja braginn saman þú og ég. Veriði þar með sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson, Eiríksstöðum, 541 Blönduósi, sími 452 7154. Ritstjóri Feykis biðst velvirðingar á því að ruglingur hefur komist á núm- eraröð þáttarins. Árvökull lesandi benti á að það hafi gerst frá og með 23. tölu- blaði blaðsins, og eftir að það hafi verö skoðað mun rétt vera að þetta sé 282. hagyiðingaþátturinn. Skrikkjótt gengi Tindastóls- liðsins í Epson-deildinni Tindastólsmenn unnu yfir- burðasigur á Snæfelli á Sauðár- króki sl. sunnudagskvöld. Stólamir töpuðu hins vegar íyrir Hamri í Hveragerði íyrir helgina, 93-98.Tindastóll er nú um miðja deild með fjögur súg eftir jafnmarga leiki. I byrjun leiksins gegn Snæfelli virtist hins vegar sem um jafhan leik yrði að ræða og gestimir fóm mun betur af stað, slógu heimamenn út af laginu með svæðisvöm og það var ekki fyrr en þrettán mínútur vom liðnar af leiktímanum sem Tindastólsmenn komust yfir í leiknum. Þeir vom þó komnir með góða fomstu þegar liðin gengu til leikshlés. I seinni hálf- leiknum jókst síðan munurinn jafnt og þétt og heimamenn fóm á kostum meðan fátt gekk upp hjá gestunum. Bandaríkjamaðurinn Shawn Mayers byijaði vel fyrir Stólana. Hann skoraði grimmt og hiiti 18 fráköst í leiknum, auk þess að veija nokkur skot í teignum. Þá lét Valur Ingimundarson mjög að sér kveða í leiknum, sem og hinn ungi og efnilegi Svavar Birgsson. Annars lék Tinda- stólsliðið í heild vel, ef undan er skilinn fyrsú ljórðungur leiksins. Bandaríkjamaðurinn Kim Lewis var lengbestur hjá Snæ- fellingum. Jón Þór Eyþórsson var einnig drjúgur. Gangur leiksins: 0:5, 2:9, 8:9, 8:17, 15:19, 23:23, 28:26, (40:27) 50:34, 63:38, 73:43, 77:54, 84:54,91:59, (100:63) Stig Tindastóls: Shawn Mayes 24, Valur Ingimundarson 16, Svavar Birgisson 14, Láms Dagur Pálsson 11, Krisúnn Frö- riksson 10, Sune Hendriksen 9, Isak Einarsson 5, Friðrik Hreins- son 4, Sverrir Þór Sverrisson 4 og Fleming Stie 3. Stigahæstur hjá Snæfelli var Kim Lewis með 27 súg. Okeypis smáar Til sölu! Til sölu WV Golf 5 dyra, 5 gíra. Vetrardekk fylgja. Upplýs- ingar í síma 453 5303 e. kl. 18. Til sölu Nissan Terrano II 2,7 TDI árgeið ‘98, ekinn 40.000 km, fyrst skráður í maí ‘98. Bfllinn er hlaðinn aukahlutum m.a leðurinnrétúngu, CD þjófa- vöm, fjarstýiðri samlæsingu, er á 31’ dekkjum, álfelgum. Nánari upplýsingar á bifreiða- verkstæðinu Áka í síma 453 5141 (Jóhann). Til sölu Toyota Tercel árg. ‘83, nýskoðaður, bæði sumar- og vetrardekk fylgja. Upplýsingar í síma 461 4651. Til sölu Toyota Corolla GTI 1600, árg. ‘88, ekinn 183.000 km, svartur, topplúga og ál- felgur. Líturvelút. Upplýsingar ísíma891 9186. Til sölu útvarp og plötu- spilari, sambyggt í löngum skáp. Er gamall en í góðu lagi. Selst ódýrt. Upplýsingar í síma 453 5292. Nokkrir hænuungar til sölu, íslenski stofninn. Upplýsingar í síma 453 8054. Vill einhver losnað við tví- breiðan svefnsófa. Hringið þá í síma 453 5830, helst á kvöldin. Félagsvist! Félag eldri boigara á Hofsósi byijar sína vinsælu félagsvist fimmtudaginn 28. október. Síðan 11. nóv. og 25. nóv. íHöfðaboig kl. 21. Veiúngar.Mæúðmeðgóða skapið. Nefhdin. Stelpumar stóðu sig vel Tindastólsstelpumar stóðu sig vel, þrátt fyrir tap gegn KR í fyrstu heimaleikjum liðsins um helgina. Sérstalega var frammistaðan góð í fyrri leiknum, en lokatölur þar urðu 78:58 fyrir KR. Seinni leikinn sigraði síðan KR 70:41, en þar var baráttan ekki jafngóð hjá Tindastóli og í fyrri leiknum. Bandaríski leikmaðurinn Jill Wilson var langaúcvæðamest í Tindastólsliðinu sem er ungt að ámm. Vöruflutningar Sauðárkrókur - Skagaíjörður Vörumóttaka í Reykjavík hjá Aðalflutningum Héðinsgötu 2 r Sími 581 3030 Bjarni Haraldsson sími 453 5124.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.