Feykir


Feykir - 20.10.1999, Blaðsíða 2

Feykir - 20.10.1999, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 35/1999 Möguleíkar á 50 störfum hjá íslenskri miðlun Hugmyndir um að stofna eitt fyrirtæki Með starfsstöðvum á fimm stöðum í kjördæminu Byggingarmennimir galvösku á Hvanunstanga frá vinstri talið: Ámi Jón Eyþórsson, Einar Jónsson, Daníel Karlsson, Tryggvi Rúnar Hauksson, Halldór Pétur Sigurðsson, Hannes Ár- sælsson og Olafur H. Stefánsson. Á myndina vantar Indriða Karlsson, sem var í reddingum úti í bæ. Glaðbeittir byggingarmenn í athugun er nú hvort hag- kvæmt gæti reynst að koma á sameginlegu fyrirtæki með stjómstöðvum frá íslenskri miðl- un á fimm þéttbýlisstöðum á Norðurlandi vestra. Fulltrúar Is- lenskrar miðlunar efndu til fund- ar með fulltrúum sveitarfélag- anna fimm og Iðnþróunarfélags Norðurlands vestra, sem hefur unnið að þessum málum, á Blönduósi í síðustu viku. Þessir staðireru Hvammstangi, Blöndu- ós, Skagaströnd, Skagaijörðurog Siglufjörður. Baldur Valgeirsson hjá Invest á Blönduósi sagði að á fundinum hefði komið ífam mikill áhugi fulltrúa sveitarfélaganna lyrir því að koma þessari starfsemi á fót, enda væri hér verið að tala um störf fyrir allt að 50 manns, áætl- anir gerðu ráð fyrir 10 manna starfsstöð á hverjum stað, og menn vildu gjaman skoða hag- kvæmni þess að stofna um þetta eitt fyrirtæki, spara þannig yfir- byggingu og ýmsan kostnað. „Ég held að þessi starfsemi komi hingaðásvæðið, það er bara Svolítið varð helgin öðruvísi en ætlað var hjá tveimur tjúpna- skyttum úr Reykjavík sem voru búnir að koma sér fyrir í sumar- bústað við Kolþemumýri í Vest- urhópi. Þeir héldu til rjúpnaveiða á hið vinsæla veiðisvæði í Gafl- inn, syðst í Víðidalsfjalli á föstu- dagmorgni, fyrsta dag veiðitím- ans. Um hádegisbil urðu þeir við- skila vegna þoku, enda komnir mjög hátt í fjallið upp að snjóa- belti sem þar er. Annar mannanna rataði rétta leið til byggða, en hinn villtist af leið og fór aðra stefnu í fjallinu, í Vatnsdalinn. Maðurinn rann nið- ur svallað svæði í fjallinu og slas- aðist við fallið, handar- og við- beinsbrotnaði. Var hann á gangi spumingin með hvaða hætti hún verðuf’, sagði Baldur, en nýkomin er skýrsla sem Iðn- tæknistofnun gerði að beiðni for- sætisráðuneytis og Byggðastofn- unar. Þar kemur fram að miklir möguleikar em til fjarvinnslu úti á landsbyggðinni, en í skýrslunni er m.a. gerð úttekt á þeim verk- efnum sem huganlega mætti færa frá ríkinu til þessarar atvinnustarfsemi út um land. Baldur Valgeirsson sagði í samtali við Feyki að einnig yrði f þessu sambandi skoðuðþau verk- efni sem féllu til hér heima, en þau gætu orðið að ýmsum toga, s.s. símsvömn fyrir fyrirtæki. Baldur sagðist vita til þess að sveitarstjómir á svæðinu hefðu tekið mjög jákvætt í þátttöku hlutafélags um þessa starfsemi, þó svo að það hefði sumstaðar ekki verið tekið fyrir með form- legum hætti. Búast má við að menn vinni hratt að þessum mál- um á næstunni, eða eins og Bald- ur segir, „það er Ijóst að menn vilja ekki láta þetta tækifæri renna sér úr greipum.” lengi nætur og fram á tíunda tím- ann á laugardagsmorgun er hann kom að bænum Uppsölum í Vatndal. Er álitið að maðurinn hafi þá verið búinn að leggja að baki 20-25 kílómetra, sem er engin smávegalengd í fjalllendi, og þar að auki slasaður stærstan hluta leiðarinnar. í leitinni af ijúpnaskyttunni, sem þó kom með sínar 11 ijúpur til byggða, tóku þátt um 80 manns úr björgunar- og hjálpar- sveitum úr Skagafirði, Áustur- Húnavatnssýslu, Húnaþingi vestra, Akureyri og Strandasýslu. Auk þess var leitarhundum frá Dalvík og Sauðárkróki beitt við leit og ennfremur TF-Sif þyrlu Landhelgisgæslunnar. Það var glatt á hjalla hjá byggingarmönnum á Hvamms- tanga þegar blaðamaður Feykis leit inn í kaffiskúrinn hjá þeim í síðdegiskaffinu síðasta fimmtu- dag. Raunar hittist sérstaklega á í þetta skiptið, þar sem að aldurs- forsetinn í hópnum Einar Jóns- son varð 64 ára þennan dag. Af því tilefni kom hann með veg- lega ijómatertu í seinna kaffið. „Eg er búinn að vera 48 ár í smíðunum, hef aldrei gert neitt annað og það hefur aldrei slitnaði í sundur hjá mér. Það var tveim dögum eftir 16 ára afmælið sem ég byrjaði á samning í iðninni, 16. október 1951”, segir Einar. Og að sjálfsögðu settu vinnufé- lagarnir saman afmælisvísur í tilefni dagsins. Það var Ámi Jón múrari frá Bálkastöðum í Hrúta- Um 300 gestir koma til Skagafjarðar um næstu helgi vegna Islandsmóts í boccia sem fram fer í íþróttahúsinu á Sauð- árkróki á föstudag og laugardag. Um 220 fatlaðir íþróttamenn keppa á rnótinu sem haldið er í samvinnu Iþróttasambands fatl- aðra og íþróttafélagsins Grósku í Skagafirði. Gróska nýtur einnig við mótið liðveislu kiwan- isinanna úr klúbbunum Drang- ey á Sauðárkróki og Skildi á Siglufirði, sem sjá um dóm- gæslu, auk þess sem unglingar úr Skagafirði aðstoða við ritara- störf. firði sem las þær yfir afmælis- baminu. Vinnu stundar manna mest margan gœðing tamdi, Einar þannig þekki best þó enga konu hamdi. ,JEg er nefnilega búin að eiga þær þrjár konumar”, skaut Ein- ar inn í. Athöfh verka aldrei smá engu skeytt um sárin, senn má líta sér nú lijá sextíu og jjögur árin. Þeir sögðu að þetta væri sam- safn iðnaðarmanna sem þama vom samankomnir, smiðir, múr- ara og pípulagningarmenn. Nokkrir þeirra vinna hjá bygg- Salmína Tavsen formaður Grósku segir að mikil vinna liggi að baki undirbúningi mótsins, en fjöldi aðila í Skagafirði hafi lagt málinu lið fjárhagslega og vildi hún koma á framfæri kæm þakklæti til allra þeirra aðila og sagði hún Gróskufólk hvarvetna hafa mætt velvilja. Aðspurð hvemig tækist að koma öllu þessu fólki fyrir í gistingu, sagði Salmína að margir keppenda gistu í Árskóla, en einnig væm gistihús á Sauðárkróki, Löngu- mýri og Varmahlíð nýtt. Loka- hóf mótsins fer síðan ffam með veislu, verðlaunaafhendingu og ingarfyrirtækinu „Tveimur smiðum”, en reyndar em þeir núna orðnir þrír smiðimir sem eiga fyrirtækið, einn raunar flutt- ur úr landi. Mikið hefúr verið að gera hjá byggingarmönnum á Hvamms- tanga í sumar. Stærsta verkefnið er smíði verksmiðjuhúss fyrir Is- pijón, sauma- og prjónastofuna á Hvammstanga, en einnig hef- ur veriðbyggt mikið í sveitunum í sumar. Ámi Jón frá Bálkastöð- um segir að bændur hafi haldið að sér höndum í mörg ár, bæði hvað varðarnýbyggingarogvið- hald, en nú hafi verið kominn tími til að ákveða að gera eitt- hvað eða hætta, og margir hafi tekið þá ákvörðun að ráðast frek- ar í framkvæmdir en að láta deigan síga. dansleik í Miðgarði á laugar- dagskvöld. Bocciamótið hefst klukkan níu á föstudagsmorgun og form- leg mótssetning verður síðan klukkan eitt eftir hádegið. Und- ankeppni lýkur á föstudag og úrslitakeppnin hefst síðan klukk- an 10 á laugardagsmorgun. Salmína vill hvetja Skagfiiðinga til að líta inn í íþróttahúsið á meðan mótið stendur yfir og fylgjast með skemmtilegri keppni, en jafnan er mikið fjör á þessum mótum og leikgleðin í fyrirrúmi. Áskrifendur góðir! Vinsamlegast munið eftir seðlinum með áskriftargjaldinu. Týnd rjúpnaskytta strax á fyrsta degi íslandsmót í Boccia á Sauðárkróki Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra Kernur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Ægisstía 10, Sauðárkróki. Póstfang: Box 4, 550 Sauðárkróki. Súnar: 453 5757 og 453 6703. Myndsími 453 6703. Farsími 854 6207. Netfang: feykir @ krokur. is. Ritsljóri: Þórhallur Ásmundsson. Fréttíiritari: Öm Þórarinsson. Blaðstjóm: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guð- brandsson, Sæmundur Hemiannsson, Sigurður Ágústs- son og Stefán Ámason. Áskiiftarverð 170 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 200 krónur með vsk. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & Svart hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðs- fréttablaða.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.