Feykir


Feykir - 20.10.1999, Page 4

Feykir - 20.10.1999, Page 4
4 FEYKIR 35/1999 „Að fara einhvem milliveg var henni ekki að skapi" Sagði Gísli Gunnarsson um Pálínu á Skarðsá þegar minnisvarði um hana var afhjúpaður á dögunum Gísli Gunnarsson flytur erindi sitt að viðstöddum sveitungum og vinum Pálínu aðSkarðsá. Það er fallegt bæjarstæði að Skarðsá og því er ekki undarlegt að hér voru reystir bæir og hér hafa margir búið í aldanna rás. Hér bjó m.a. Bjöm Jónsson sem uppi var 1574-1655, fræðaþulur, skáld og lögréttumaður. Eftir hann ligg- ur Skarðsárannáll sem nær yfir árin 1400-1645 og er merk sagnfræðileg heimild, Tyrkjaránssaga, Jónsbókar-eða fomyrðaskýringar, kvæði og fl. Dvaldist hann langdvölum hjá Þorláki biskupi Skúlasyni á Hólum við ífæðastörf. í Jarða- og búendatali Skagaljarðar- sýslu er getið um ábúendur á Skarðsá frá árinu 1781. Síðasti ábúandi hér var Pálína Konráðsdóttir, en á þessu ári em 100 ár liðin lfá fæðingu hennar. Til minningar um hana er þessi minnisvarði hér reystur. „Hver einn bær á sína sögu, sigurljóð og raunabögu.” segir sr. Matthías í ljóð- inu Skagaijörður og minnir á að sú saga er jafnframt samofin lífi fólksins sem búið hefur í landinu, og hefur mótað þá sögu. Svo er einnig um bæinn, sem hér stóð að Skarðsá. Hann var lágreistur og féll vel að umhverfi sínu undir fjallshlíð- inni. Framþilin voru veðruð og orðin dökk að lit, líkt og klettamir í gilinu ofan við bæinn. Þekjan var samlit gróðrinum í kring og brekkunni vestan við, þar sem útihúsin stóðu. Fylgdi henni sérstakur blær Sunnan við bæinn rennur áin ognið- ur hennar heyrðist inn í baðstofuna. Alla- vega heyrðu gestir ámiðinn, en konan sem búið hafði við ána langa ævi, var hætt að veita honum sérstaka athygli, nema kannski þegar einhver breyting varð á og hann lét öðm vísi í eyrum en alla jafna. Áin er hluti af umhverfinu, sem hún þekkti svo vel, hluti af daglegu lífi. Bærinn bar það með sér að hann var kominn til ára sinna, þilin farin að halla og göt fallin á veggi og þekjur. En þessi bær átti sína sögu, kannski ekki stór- brotna á sagnffæðilegan mælikvarða, - þó er sá söguannáll við þennan stað kenndur sem geyma mun nafn hans meðan íslensk menning lifir og íslensk saga er geymd. Og við þennan stað er einnig kennd sú kona sem við minnumst hér í dag og ég er þess fullviss að þær heimildir sem til em um líf hennar og starf, eiga eftir að verða mörgum til ffóð- leiks og gleði á komandi tímum, ekki síst er við fjarlægjumst enn meir þann tíma og þann lífsmáta sem fólk fætt ná- lægt síðustu aldamótum þekkti svo vel. Pálína á Skarðsá var fulltrúi þeirrar kyn- slóðar okkar á meðal, og á meðan hún bjó að Skarðsá fylgdi henni sérstakur blær, sem minnti okkur á líf fyrri kynslóða. Það var þó ekki persónuleiki hennar sjálfrar, sem fékk okkur til að hugsa til fortíðar, heldur var það bærinn hennar og það umhverfi sem hún lifði og starfaði í, umhverfi sem hún, bærinn og skepnum- ar vom hluti af. Hjúkrað við fábreyttar aðstæður Pálína var fædd 6. febrúar árið 1899 að Húsabakka í Seyluhreppi. Foreldrar hennar vom Konráð Konráðsson, bóndi á Skarðsá og Steinunn Stefánsdóttir. Konráð faðir Pálínu var sonur Konráðs Jóhannessonar á Ytra-Skörðugili og konu hans Sigurbjargar Jónsdóttur, en Steinunn móðir hennar var dóttir Stefáns Hannessonar frá Reykjarhóli og konu hans Hólmfríðar Árnadóttur. Albróðir Pálínu var Karl bóndi í Auðnum, en hálf- systkin hennar vom þau Sigurður og Ánna á Varmalandi og vom þær Pálína og Anna sammæðra en Sigurður og hún samfeðra. Einn hálfbróðir Pálínu er á lífi og er það Andrés Pétursson, og er hann búsettur í Reykjavík. Fyrstu ár ævi sinnar var Pálína með móður sinni að Haugssnesi í Blönduhlíð og um tíma hjá Ingibjörgu frænku sinni í Torfgarði. En skömmu eftir að Konráð faðir hennar tók við búi á Skarðsá árö 1904 tók hann böm sín þau Karl og Pálínu til sín, og ólst því Pálína að mestu leyti upp á Skarðsá, hjá föður sínum og ömmu og varð þar heimili hennar upp frá því og alla tíð síðan. Sigurbjörg amma Pálínu lést árið 1928, og tók þá Pálína við bústjórninni hjá föður sínum, og bjuggu þau saman meðan hann lifði, en Konráð á Skarðsá andaðist árið 1951. Reyndar var hann sjúklingur allntörg hin síðustu ár ævi sinnar, og þurfti mikla umönnun. Þá var Pálína dóttir hans sú stoð og stytta, sem ekki brást honum, og getur nærri að oft hefur hjúkmnarstarfið verið henni erfitt, við þær fábrotnu að- stæður sem þar buðust. Eftir andlát Konráðs, bjó Pálína ein á Skarðsá í tæpa fjóra áratugi eða allt til ársins 1987, en þá fór hún skömmu fyr- ir jólin á sjúkrahúsið á Sauðárkróki, og þar dvaldist hún til dauðadags, en hún íést jíann 30. nóv 1992. Á jörð sinni að Skarðsá, stundaði Pálína hefðbundinn búskap, var með kindur og hross, og áður fyrr hafði hún einnig kýr. Hún var dýravinur og hafði mikla ánægju af því að umgangast skepnurnar sínar ekki síst hrossin, og ekki taldi hún sig vera eina á Skarðsá með dýrin í kringum sig, stór og smá. Var ekki andvíg nýjungum Sennilega var Pálína eini íslending- urinn, sem bjó í torfbæ langt fram á ní- unda tug þessarar aldar. Ekki var hún þó á móti nýjungum og vel fylgdist hún með því sem til framfara horfði í sam- bandi við landbúnaðinn. Hún ræktaði t.d. allmikið land þegar farið varað notajarð- ýtur til þeirra verka og ekki gat hún hugsað sér að vera án síma og rafmagns, eftir að slík þægindi komu í bæinn. Reyndar hafði hún hugsað sér að virkja ána til framleiðslu rafmagnsins og þó að ekki hafi orðið af því, sýnir hugmyndin þann stórhug sem að baki bjó, og þann kjark og áræði sem Pálína átti. Hún ætlaði einnig að byggja nýtt íbúðarhús á jörðinni og þar réði sami stórhugurinn. Það hús skyldi byggt af mikilli reisn, samboðið þein'i jörð sem það átti að rísa á. En þegar hugmyndir hennar gátu ekki gengið eftir, þá ákvað hún að láta gamla bæinn nægja. Aðfara einhvern milliveg var henni ekki að skapi. Hún hafði ákveðnar skoðanir, sem hún átti auðvelt nteð að setja fram á skýr- an og oft eftirminnilegan hátt. Oft brá einnig fyrir glettnisglampa í augum hennar er hún ræddi um skemmtileg at- vik, eða eitthvað sem henni fannst spaugilegt. Þegar ég kynntist Pálínu, var hún komin á níræðisaldur og ekki gat ég ann- að en dáðst að dugnaði og kjarki hennar og þeirri reisn sem hún ávallt hélt þrátt fyrir allar aðstæður. Viljafestan var mik- il og áræðni hennar bauð henni að gefast aldrei upp. Og vissulega vakti hún athygli, þessi gamli bóndi í torfbænum skagfirska. Og þjóðarathygli vakti þáttur Ómars Ragn- arssonar um Pálínu, sem sjónvarpað var á haustdögum 1983. Einnig varrætt við hana í útvarpi og blöðum, en Pálínu þótti nóg um umstangið og kímdi þegar um það var rætt. Ekkert þar merkilegt I viðtali sem Dagblaðið Vísir tók við Pálínu, kemur fram að hún ferðaðist ekki ntikið og fyrsta ferð hennar út fyrir hér- aðið var árið 1952, er hún fór í skemmti- ferð austur í Mývatnssveit. Og þótt hún færi víðar t.d. vestur í Húnavatnssýslu sá hún aldrei neitt er jafnaðist á við feg- urð Skagafjarðar og orðrétt er eftir henni haft: „Skagafjörður er dásamlegt hérað. Það finnst mér. Þar kemur einnig fram aðárið 1975 þurfti Pálína að fara suður til Reykjavíkur í mjaðmaaðgerð, og þurfti hún þá að taka sér ársfrí frá bústörfun- um. Og blaðamaður spyr hana hvað henni hafi þótt merkilegast í Reykjavík og hún svarar að bragði: „Ekki nokkur skapaður hlutur. Mér fannst ekkert þar merkilegt.” Þannig svarar náttúrubamið, sem er vant kyrrðinni og fegurð sköpunarinnar við Skarðsá. Það var náttúran sjálf sem mótaði fegurðarskyn hennar, og hún var næm á það sem fagurt var. Og við skilj- um að það var erfitt fyrir hana að fara frá Skarðsá. Þar var heimur hennar og þar var ríki hennar. En bærinn hennar, sem minnti kannski á rómantíska sveitasælu að sumri til, var hættur að verjast hörku vetrarins. Nú er bærinn fallinn, en áin er söm og umhverfi allt. Minnisvarðinn sem hér hefur veriðreistur minnir á líf og sögu fyrri kynslóða og ber vott um virðingu okkar fyrir þeirri sögu og fyrir þeirri konu sem hér bjó síðust í torfbæ. Hver veit nema að ábúendur verði fleiri á Skarðsá. Framtíðin er okkur hulin, en það sem liðið er, er nú hluti sögunnar og þá sögu heiðrum við hér í dag.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.