Feykir


Feykir - 20.10.1999, Qupperneq 8

Feykir - 20.10.1999, Qupperneq 8
Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra 20. október 1999,35. tölublað, 19. árgangur. Sterkur auglýsingamiðill KJORBOK Vinsœlasti sérkjarareikningur Islendinga - með hœstu ávöxtun í áratug! >......i...j f: Landsbanki, íslands ^ í foryatu tií framtfðar ' - Útibúfð ó Sauðárkróki - S: 453 5353 . Þeir sem hlutu umhverfisviðurkenningu Húnaþings vestra ásamt fulltrúum dómnefndar og sveitarstjómar. Umhverflsviðurkenningar veittar í fyrsta sinn í Húnaþingi vestra I Félagsheimilinu á Hvammstanga fór fram at- höfn sl. fimmtudag, afhend- ing umhverfisviðurkenninga í sveitarfélaginu. Þetta er í fyrsta skipti sem viðurkenn- ingar af þessu tagi fara fram í Húnaþingi vestra, en á- forinað er að það verði árlegt héðan í frá. Að þessu sinni voru aðilar bæði í þéttbýli og dreifbýli heiðraðir. Þau Ragnar Amason og Helena Svanlaug Sigurðardótt- ir að Hvammstangabraut 3 fengu viðurkenningu fyrir fal- legan og vel hirtan garð, þar sem ævintýrapersónur njóta sín vel, að mati dómnefndar. Þor- valdur Pálsson á Bjargi hlaut viðurkenningu fyrir vel hirtan og snyrtilegan sveitabæ, þar saem íbúðarhús og útihús eru vel máluð og allt umhverfi hreint og snyrtilegt. Ferðaþjón- ustubýlið Dæli í Víðidal, þar sem Sigrún Valdimarsdóttir og Víglundur Gunnþórsson stýra búi, erað mati dómnefndar fyr- irtæki þar sem snyrtimennskan er áberandi, og gróðurerorðinn áberandi í nánasta umhverfi býlisins sem gefur því hlýleg- an blæ. í dómnefnd voru Ar- sæll Daníelsson, Ólöf Sigur- bjartsdóttir og Sigríður Hjalta- dóttir. Þá ákvað sveitarstjóm Húnaþings vestra að veita hjón- unum Ingibjörgu Pálsdóttur og Sigurði Eiríkssyni sérstaka við- urkenningu. Elín R. Líndal sagði er hún afhenti viðurkenn- inguna: „Starf þeirra að fegmn umhverfis og eljusemi hefur áratugum saman blasað við þeim sem átt hafa leið um Hvammstangabrautina. Vestur- Húnavatnssýsla hefur lengst af ekki verið talin vænleg til skóg- ræktar, en um starf þeirra hjóna má hafa yfir kínverskt spak- mæli sem er svohljóðandi: „- Kveiktu á kerti fremur en kvarta yfir myrkrinu.”” Þá kom einnig fram í rnáli Elínar að hugur sveitarstjómar- manna í Húnaþingi vestra stæði til þess að gefa umhverfismál- um aukinn gaum á næstu ámm. Liður í því væri þátttaka Húnaþings vestra í samstarfs- verkefninu Staðardagskrá 21, sem miðar að gerð umhverfisá- ætlana. „Má segja að með því sýni sveitarfélagið með form- legum hætti vilja sinn til að vinna að úrlausnum í umhverf- ismálum og því að bæta og fegra okkar umhverfi”, sagði Elín. Loðskinn gjaldþrota Stjóm sútunarverksmiðjunn- ar Loðskinns fór sl. firnmtu- dag þess á Ieit við Héraðsdóm Norðurlands vestra að fyrir- tækið yrði tekið til gjaldþrota- skipta. Ljóst er að sveitarfélag- ið Skagafjörður mun tapa miklum fjárhæðum vegna þessa gjaldþrots og þá á Bún- aðarbankinn einnig mikilla hagsmuna að gæta, en hann á um 300 milljónir í gærubirgl- um þrotabúsins. Sauðárkrókskaupstaður og síð- an sveitarfélagið Skagafjörður hafa lagt miklar upphæðir í Loðskinn á síðustu ámm til að tryggja rekstur fyrirtækisins. Hefur verið skotið á að þessi upp- hæð nemi um 200 milljónum laóna, en forsvarsmenn sveitai- félagns hafa jafnan varið það, á þeim forsendum að Loðskinn hafi verið fjölmennur vinnustaður og sé búinn að leggja mikið til sam- félagsins um tíðina, auk þess sem haldið var í vonina um að mai'kað- ir opnuðust að nýju, sem ekki hef- ur komið á daginn. A síðasta ári þegar valið stóð um að láta fyrirtækið fara í þrot eða veija það gjaldþroti, lögðu Skagaljörðurog Búnaðarbankinn hvor um sig 50 milljónir í fyrir- tækið, en þá var Loðskinn um 50 manna vinnustaður. Ljóst að á þeim tíma hefði það orðið mjög mikið áfall fyrir atvinnulífið í hér- aðinu ef fyrirtækið hefði farið í þrot, en fram á þennan dag hafa starfað átta manns I Loðskinni. Ljóst er að við gjaldþrot Loð- skinns er sú hætta fýrir hendi að þessi iðnaður heyri sögunni til í Skagafiiði, og þó svo að markaðir kynnu að opnast seinna meir og möguleikar sköpuðust til fram- leiðslu, þá væri mikilvæg verk- Jjekking glötuð. Byrjað að dýpka Sauðárkrókshöfn „Við ætluðum að láta dýpka í fyrra en það er mjög gott að hægt var að fara í þetta núna, enda nauðsynlegt svo að strandflutn- ingaskipin komist hér um með góðu móti. Eimskip, sem sinnir aðallega siglingum hingað, hefur veriðaðkoma með skip í flutning- ana sem rista dýpra en Reykja- fossinn sem þeir seldu”, segir Brynjar Pálsson formaður hafhar- stjómar Skagafjarðar. Dýpkun Sauðárkrókshafnar hófst sl. laug- ardag og á samkvæmt útboði að verða lokið um 15. desember. Það var Björgun hf. sem var með lægsta tilboðið í dýpkunina og dýpkunarskipið, meðfallegu ljós- unum við enda hafnarinnar, heit- ir Perla. Þrátt fyrir góðan sand- fangara norðan hafnarmannvirkj- anna virðist sem stöðugt safnist sandur í innsiglingarrennuna og því þarf að dýpka hana og breikka á nokkurra ára fresti. Heildardýpkun nú nemur um 40 þúsund rúmmetrum. Hugmynd- ir vom uppi um að nota efnið sem dælt er upp í uppfyllingu út frá Strandvegi suður undir bílaverk- stæði KS, en ekki gat orðið af þeim áformum. BÚSTAðUR FASTEIGNASALA Á LANDSBVGGÐINNI Jón Sigfús Sigurjónsson HDL. Aðalgötu 14, Sauðárkróki, sími 453 6012

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.