Feykir


Feykir - 16.02.2000, Blaðsíða 8

Feykir - 16.02.2000, Blaðsíða 8
16. febrúar 2000, 7. tölublað, 20. árgangur. Sterkur auglýsingamiðill Þegar viðrar eins og gert hefur síðustu dagana, er helsta myndefnið tengt snjónuni. Þrátt fyrir mikið frost á sunnu- daginn síðasta var ótrúlegur mannfjöldi á skíðasvæðinu nýja í Tindastóli og stefnir í að traffíkin verði gríðarleg þegar lengra kemur fram á veturinn og virkilegir góðviðrisdagar renna upp. KJORBOK ✓ Vinsœlasti sérkjarareikningur Islendinga - með hæstu ávöxtun í áratug! Landsbanki islands _ í forystu til framtfðar Útibúlð á Sauðórkróki - S: 453 5353 Óvíst hvort eða hvenær ráðist verður í Villinganesvirkjun - En gerð virkjunarinnar er 10% ódýrari en í fyrstu var áætlað „Villinganesvirkjun er hag- kvæmari en fyrri áætlanir sýndu, að því leyti að kostnaður við gerð hennar er 10% lægri en framreiknaður byggingarkostn- aður var við hönnun virkjunnar- innar, sem gerð var fyrir rúmum 20 ámm”, segir Kristján Jónsson framkvæmdastjóri Rafmagns- veitna ríkisins, en 33 MW virkj- un er nú verðlögð á tæpa 4 millj- arða í stað 4,4 milljarða áður. Það er breytt tækni hjá verktök- um er gerir slíkar framkvæmdir ódýrari en áður. Kristján Jónsson segir að ekki þurfi að endurskoða sjálfa verkhönnun virkjunarinnar, stíflugerð, vélbúnað og frá- rennsli. Unnið er að umhverfis- mati vegna virkjunarinnar og er þar tekið tillit til athugasemda og ábendinga heimaaðila, að sögn Kristjáns. Gert er ráð fyrir að umhverfismatinu verði lokið næsta haust, en næsta sumar verði unnið að lífríkisathugun- Lögreglan á Blönduósi sýnir fordæmi í ýmsum forvömum í umdæmi lögreglunnar á Blönduósi var ákveðið á liðnu hausti að fara í tvenns konar aðgerðir til bættra samskipta og samvinnu lögreglunnar og borgaranna. Annars veg- ar að koma á fót svokallaðri grenndarlöggæslu og hins vegar að efna til forvarna gegn vímuefnaneyslu á svæð- inu. Að sögn Kristjáns Þor- björnssonar yfirlögreglu- þjóns hafa verið mjög jákvæð viðbrögð við þessu frumkvæði lögreglunnar. Kristján segir svokallaða grenndarlöggæslu byggjast á því að starfandi lögregluþjónn á viðkomandi svæði, s.s. á Hvammstanga, Skagaströnd og Blönduósi, hafi leitast við að efna til aukinnar samvinnu við lykilaðila, s.s. félagsmálafull- rúa, skólayfirvöld, heilsugæslu og æskulýðsfulltrúa. „Við för- um yfir stöðu mála og viðhorf og hvemig hugsanlega megi færa hlutina til betri vegar ef ástæða þykir”, segir Kristján. Varðandi forvamir gegn vímuefnum, þá dreifði lögregl- an fræðslubæklingi á hvert heimili í umdæminu og einnig hafa lögreglumennimirtekið að sér fræðslu í 8.-10. bekkjum gmnnskóla á svæðinu. „Þá höfum við einnig boðið foreldmm upp á fræðslu, til að auðvelda þeim að átta sig á ýmsum hlutum er tengjast vímuefnunum, þannig að þeir séu betur fallnir til að greina þá hættu sem að steðjar”, segir Kristján. Aðspurður sagði Kristján að þessi fræðsla næði einnig til áfengisneyslunnar, enda byrjaði vímuefnaneyslan yfirleitt þar. um, veiðimálum og öðm slíku. En það em fleiri virkjunar- kostir en Villinganesvirkjun í myndinni hjá þeim Rarikmönn- um í þeirri viðleitni að auka eig- in orkuöflun fyrirtækisins og búa fyrirtækið á þann hátt undir þá samkeppni sem boðuð hefur ver- ið á raforkumarkaðnum á næstu ámm. Jarðgufuvirkjun við Hveragerði, á Hengilsvæðinu, kemur m.a. til með að keppa við Villinganesvirkjun. Þarermögu- leiki á 90 MW virkjun, en fyrsti áfangi yrði 30 MW. Kristján sagði ekki ennþá sýnt um kostn- að og hagkvæmni þeirrar virkj- unar, en fýrstu athuganir bentu til þess að hún gæti orðið það, en kannski væri best að segja sem minnst á þessu stigi. Aðspurður sagði Kristján ekki geta á neinn hátt sagt til um hvenær ákvörðun um virkjunar- kost yrði tekin, það færi eftir ýmsu svo sem eins og hvemig markaðamálin í raforkugeiran- um þróuðust. A honum var að skilja að bíða þyrfti í einhver misseri þeirrar ákvarðanar. Það er því útlit fyrir að Skag- firðingar og nágrannar þurfi að bíða um sinn eftir því að fá að vita hvenær eða hvort virkjun muni rísa við Villinganes. Hríngur og fleiri aðilar í Skagafírði Stefnt að félagi í ferðaþjónustunni „Fyrst og fremst emm við að koma Skagfirðingum saman, að virkja samstarfið á milli ferða- þjónustuaðila á svæðinu. Við trú- um því að almenn þátttaka þeirra og sameiginlegur drifkraftur geti skapað það afl sem nýtist ferða- þjónustunni vel”, segir Debbie Robinson ferðaþjónustufulltrúi Skagafjarðar, en í undirbúningi er stofnun fyrirtækis í Skagafirði sem sinna á málefnum ferða- þjónustu á svæðinu. Um er að ræða samstarf sveitarfélags, At- vinnuþóunarfélagsins Hrings, INVEST og ferðaþjónustuaðila. Debbi segir að með stofnun félagsins sé verið að þróa enn frekar tilraun sem gerð var síð- asta sumar með rekstur ferða- skrifstofu í upplýsingarmiðstöð- inni í Varmahlíð. „Við vonumst til að ná að skapa fyrirtæki sem rekur sig sjálft. Við emm komin með nokkra fjármuni frá opin- bemm aðilum, m.a. Invest sem eymarmerktir em til tveggja ára verkefnis. En það vantar þátttöku frá hagsmunaaðilum og þeir munu draga vagninn, enda er þetta ætlað sem þeirra fyrirtæki”, segir Debbie. Kynningarfundur verður í Safnahúsinu miðvikudaginn 23 febrúar nk. kl 20. Markmið fé- lagsins em m.a.: Að vera sam- starfsvettvangur ferðaþjónustu- aðila í Skagafirði og vinna að málefnum greinarinnar, að sinna heilsárs upplýsingagjöf á sviði ferðaþjónustu í Skagafirði, vöm- þróun og markaðsmálum í sam- starfi við ferðaþjónustuaðila, skipulagningu sérferða og bók- unum á þeim. Fundurinn er öll- um opinn. -TT ...bílar, tryggmgai1, bækur, ritföng, framkölluii, rammar, tímarit, ljósritun, gjafavara... BÓKABÚÐ BRYBcJAKS SUÐUROÖTH 1 SÍMI 4S3 B9B0 Kodak Pictures KODAK express gædafram

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.