Feykir


Feykir - 12.12.2001, Blaðsíða 4

Feykir - 12.12.2001, Blaðsíða 4
4 FEYKIR 43/2001 „Vantar í samfélagið í dag að ungt fólk hafi skoðanir á málunum“ Spjallað við Garðar Víði Gunnarsson forseta Nemendafélags fjölbrautaskólans „Þetta er búið að vera ágætt í vetur. Það er gott gengi í klúbbastarfinu en böllin hafa orðið færri en við ætluðum. Menningarkvöldið tókst mjög vel og aðsóknin mjög mikil og síðan eru eftir stórir viðburðir hjá okkur í vetur, eins og söngkeppnin, opnu dagamir og árshátíðin?, segir Garðar Víðir Gunnarsson sem gegnir í vetur því virðulega „embætti” forseti Nemendafélags FNV Það er karlaveldi í stjórn fé- lagsins í vetur, en tvær stúlkur sem buðu sig fram á liðnum vetri náðu ekki kjöri. „Það hafa oft verið vandræði að fá stelpur í stjóm félags- ins, en í þetta skiptið vildu nemendur frekar kjósa strákana í stjórn- ina. Það er náttúrlega miður að hafa ekki einhverjar stelpur í stjóm- inni, þótt þetta séu allt saman öðlingspiltar sem eru í stjóminni”, seg- ir Garðar Víðir. Garðar Víðir Gunnarsson forseti Nemendafélags FNV. Það var líflegt í Fjölbrautaskólanum á síðasta kennsludegi haustannar, næst- síðasta fóstudag, en prófin standa nú yfir í skólanum. Nemendafélagið efndi til uppákomu í skólanum, fékk jóla- sveina til að koma í heimsókn og gleðja kennara og nemendur fyrir próf- in, og boðið var upp á piparkökur og heitt kakó. „Þetta tókst mjög vel og fólk var ánægt að við skyldum skapa þennan dagamun í skólanum. Það er búið að vera ágætt félagslíf í skólanum í haust. Klúbbastarfið er i góðum málum. Það er starfandi leiklistarklúbbur, tölvu- klúbbur og hestaklúbburinn er kominn af stað aftur eftir svolítið hlé. Áður hét hann Fás-fákar, en nú vilja þeir kalla sig „aftarlega á merinni”. Gátu ekki heldið „Peruballið“ En Garðar Víðir segir að það hafi ekki gengið eins vel með dansleikja- haldið í skólanum í haust, aðeins busa- ballið hafi verið haldið, en húsnæðis- vandi hafi sett strik í reikninginn. Það sé hreinlega eins og húsráðendur hafi einhverja fordóma gagnvart fjölbrauta- skólanemum, sem þó hafi staðið fyrir áfengislausum samkomum undanfarin ár og þær heppnast mjög vel. í byrjun nóvember ætluðum við að ná stærsta balli sem haldið hefur verið Norðanlands á hverju ári hingað i Skagaijörðinn. Það var svokallað „Peruball” sem samnefnt skólablað á Akureyri stóð fyrir og hélt í KA-höll- inni á Akureyri. Þetta voru 3000 manna skemmtanir, en þar sem að skólablaðið Peran fór á hausinn og samkoman var því á lausu ætluðum við að ná henni hingað svo þessi stærsta norlenska samkoma félli ekki niður. Við sáum að eini möguleikinn til að halda svo fjölmenna samkomu hér var að halda hana í reiðhöllinni Svaðastöð- um. Það var búið að tala við alla aðila sem að málinu komu, sýslumann, skólayfirvöld húsvörð reiðhallarinnar og hljómsveitina „Ný dönsk” sem ætl- aði að spila. En þegar málið fór fyrir stjórn Flugu sem á Svaðastaði, þá var svarið frá þeim að þeir myndu ekki gera húsið út fyrir svona samkomur. Það verður því gaman að fylgjast með því hvort þetta verður stefnan og hvað þeir gera t.d. með stóðréttarböllin í framtíðinni. Það er eins og við komum víða að lokuðum dyrum”, segir Garðar Víðir og er ekki ánægður með haustið hvað ballmálin varðar. Það hefur alltaf verið ball á vegum útskriftarhópsins í byrjun desember, nema að þessu sinni. Ekki var talið ráð- legt að halda ball vegna þess að „Á móti sól” ætlaði að vera með ball í Miðgarði. Þannig að útskriftarhópurinn ætlaði að reyna að komast inn í félags- heimili í nágrenni bæjarins, til þess að halda smá skemmtun áður en haldið væri á ballið skemmtiatriði o.fl., en það tókst ekki af óskýranlegum ástæðum, en okkur grunar að það sé vegna gam- als máls þegar þar voru unnar einhveij- ar skemmdir á diskóteki á vegum skól- ans. Það var áður en farið var að fram- fylgja áfengisbanni á böllurn. Þess má einnig geta að skemmtanir á vegum skólans hafa ekki fengið inn í þessu ákveðna húsi síðan. Frambærileg ljóðskáld En það tókst stórkostlega vel með menningarkvöldið hjá okkur. Þessi skemmtun hefúr verið að skapa sér sess í skólalífinu og aðsóknin líka ver- ið að aukast. Að þessu sinni komu hátt í 400 manns. Þar var ýmislegt til skemmtunar og nemendur sýndu hæfi- leika sína. Fluttur var leikþáttur, tónlist- aratriði, efnt var til ljóðakeppni og keppni í líkamsmálun, sem Landbank- inn veitti verðlaun til. Þátttakan var mjög góð og t.d. bárust milli 30 og 40 ljóð í ljóðakeppnina, voru mörg þeirra mjög frambærilegur kveðskapur að mati Geirlaugs Magnússonar kennara sem var dómari. Það hefúr líka ýmislegt annað ver- ið að gerast hjá okkur. Við opnuðum vefsiðu nemendafélagsins í byijun ann- arinnar, með pompi og pragt. Síðan erum við búin að fara í tvær bíóferðir til Akureyrar. Það hefúr skapast nokk- ur hefð í kringum þær. Útvarpsmálin hafa ekki gengið vel hjá okkur núna i haust. Sendirinn var búinn að vera í lagi í talsverðan tírna, bilaði fyrir nokkrum misserum og þá tók nokkuð langan tima að gera við hann. Fljótlega í haust bilaði hann svo aftur, en við- gerðin tók reyndar styttri tíma núna en í fyrra skiptið. Þessi töf varð samt til þess að dagskrárgerð hefúr legið niðri, en við erum ákveðin í að fara af stað með krafti eftir áramótin, í dagskrár- gerðinni og síðan er stefiit að því að út- varpa beint frá öllum leikjum Tinda- stóls í körfuboltanum og frá sveita- stjómarfundum. Það hefúr verið nokk- uð líflegt hjá okkur í íþróttunum og við erum búin að taka þátt í þremur íþrótta- mótum. Framhaldsskólamóið í fijáls- um íþróttum var haldið á Laugarvatni. Þar áttum við titil að veija en tókst ekki að þessu sinni þrátt fyrir góða ffainm- stöðu. Knattspynuliðið komst í undan- úrslit á mótinu sem haldið var í Flafn- arfirði. Var það góð ffammistaða. Best stóðu þó körfúboltamenn sig á ffam- haldsskólamótinu sem einnig var hald- ið á Laugarvatni. FNV vann það mót, en við höfúm unnið þrisvar sinnum í körfúboltanum á síðustu 5-6 árum.“ Þátttakan mætti vera almennari - En hvernig er þátttaka hins al- menna nemenda í félagslífi skólans? „Það verður nú að segjast eins og er að hún mætti vera meiri. Það er of lít- ið um að myndist hópar um áhugamál- in og klúbbastarfið mætti nýta betur. Nemendafélagið er tilbúið að veita lið- sinni, ef t.d. kæmu upp hópur sem vildu spila brids, pijóna eða eitthvað. Við tækjum þátt í að útvega aðstöðu o.fl. Við t.d. keyptum leikrit að sunnan fyrir leiklistarhópinn, svo dæmi sé tek- ið. Það vantar svolítið meira frum- kvæði hjá stórum hóp nemenda, þetta er rnikið sami kjaminn sem stendur fyrir því að eitthvað sé að gerast í skól- anum.” - En hvað með pólitikina, ber ekk- ert á henni í skólanum? „Nei því miður”, segirGarðarVíðir sem einnig er formaður Víkings félags ungra sjálfstæðismanna í Skagfirði. „Eg vildi gjarnan að væri málfúndafé- lag í skólanum, ekkert endilega af póli- tískum toga, bara að fólk kærni saman og viðraði skoðanir sínar á ýmsum þeim málurn sem mest eru í umræð- unni í samfélaginu hverju sinni, eða bara einhverju sem að það vill tjá sig um. Það sem vantar í samfélagið í dag er það að ungt fólk hafi skoðanir á málunum. í fyrra var starfandi í skólan- um málfúndarfélagið Lenín, en það hefur ekki verið við líði í vetur. Það er alltaf gaman þegar fólk kemur saman og skiptist á skoðununr, hefúr uppi svolitlar rökræður”, sagði Garðar Víðir að endingu.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.