Feykir


Feykir - 12.12.2001, Blaðsíða 7

Feykir - 12.12.2001, Blaðsíða 7
43/2001 FEYKIR 7 Axel Hólm Gísla- + sonfráMiðdaÍ Axel Hólm Gislason fæddist á Laugarbóli í Skagafirði 23. júlí 1944. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki 30. nóvember sl. Foreldrar hans voru hjónin Gisli Ingólfsson og Sólborg Sveinsdóttir bæði œttuð í Skagafirði. Eftirlifandi eiginkona Axels er Jódís Jóhannesdótir frá Merkigili í Austurdal, fiedd 8. apríl 1944. Axel og Jódís eignuðust tvö börn, Moniku Sólboigu ogJóhannes. Monika og maður hennar Hafsteinn Kristinsson búa i Miðdal í dag og eiga þau þrjú börn. Jóhannes, sem á dóttur með jyrrum eiginkonu, er verka- maður i Borgarnesi. í dag, laugardaginn 8. des- ember 2001, kveðjum við bróð- ir minn, Axel, aðeins 57 ára að aldri. Hveijum skyldi hafa dott- ið það í hug að hann fengi ekki fleiri ár, maðurinn á besta aldri ef svo má segja, því ekki telst þetta hár aldur í dag. Hann sem var alla tíð hreystin uppmáluð, lifði heilbrigðu lífi og hvorki reykti né drakk áfengi. Við Axel bróðir ólumst upp saman á Laugarbóli þar til 1954, að undirritaður lauk bamaskólaprófi og fór til Reykjavíkur til áframhaldandi náms, en þá var Axel aðeins tíu ára. Að vísu var ég næstu þijú eða fjögur sumur að Laugar- bóli. Upp úr 1960 fer hann suð- ur á Reykjavíkursvæðið og vann í Aburðarverksmiðjunni í Gufunesi og bjó þá hjá móður okkar og seinni manni hennar Einari Þ. Jónssyni, sem vann í verksmiðjunni, og áttu þau sitt heimili í Gufúnesi á þessum ámm. Var Axel þá tíður gestur á heimili okkar Hönnu, en við byrjuðum okkar búskap 1960 við Vesturbrún í Reykjavík. Eftir að hann kynntist Jódísi fara þau bæði að vinna í Áburð- arverksmiðjunni í Gufúnesi og flytja svo til Hveragerðis þar sem Axel fer að starfa á bíla- verkstæði hjá Aage Michaelsen. Bjuggu þau svo í Hveragerði næstu þijú árin. Hugur Axels stóð alla tíð til búskapar enda vanur sveita- störfúin allt ffam á fúllorðinsár. Þegar faðir okkar ákvað að flytja á Reykjavíkursvæðið um áramót 1964/1965 þá var fast- mælum bundið að þau Axel og Jódís keyptu af honum búið og jörðina Laugarból. Tóku þau hjón því við húsum og búpen- ingi og hófú búreksturinn, en frá Laugarbóli fluttu þau svo vorið eftir og hurfú ffá kaupun- um og öllu því viðkomandi, enda gekk dæmið ekki upp. Og það var ekki þeim Axel og Jó- dísi að kenna! Þar næst leigðu þau jörðina Sveinsstaði í Lýtingsstaða- hreppi og bjuggu þar í eitt ár. Þá liggur leiðin í Litluhlíð í Vestur- dal sem þau tóku á leigu og héldu þar áffam búskap allt þar til að þau keyptu jörðina Mið- dal úr landi Svartárdals 1973. Bættu þau siðan jörðinni Svart- árdal við, er þá var komin í eyði. í Miðdal undu þau hag sín- um vel, þar ólust bömin upp og störfúðu að búrekstrinum með foreldrum sínum. Þau hjón end- urbættu jörðina stórlega, t.d. girtu þau af alla landareign sína með rafinagnsgirðingu og varð affaksturinn sá að upp óx gróð- ur hinn besti þótt lengst inni á fjöllum væri, enda ekki lengur átroðningur af hrossum og sauðfé. Axel var óhemjuduglegur maður og ósérhlífinn og vann langan vinnudag. Fannst manni á stundum að þessi vinnuharka hans við sjálfan sig næði engri átt. En svona vildi hann hafa þetta og þá gat nú enginn breytt þvi. Hann var heldur ekki einn þar sem Jódís var annars vegar. Hann byggði í Miðdal hús eitt mikið og stórt sem hann notaði bæði sem fjárhús og hlöðu og var útsjónarsamur um hvemig haganlegast væri að koma hlutunum fyrir til þess að létta fólki störfin við gegning- amar. Kom fyrir vel útfærðum rafbúnaði til að taka rúllubagg- ana og lyfta þeim upp í þar til smíðaðar grindur, aðeins með því að styðja á rofa. Þar með var gamla aðferðin við að gefa sauðfé úr sögunni á þeim bæ. Með bústörfúnum ók Axel vömflutningabílum, var við smiðavinnu og í ýmsum verk- efnum. Átti hann til dæmis stór- an þátt í vinnu við endurbygg- ingu Goðdalakirkju. Monika, dóttir Axels og Jó- dísar, hafði verið við nám og störf á Akureyri og bjó þar með manni sínum Hafsteini. Höfðu þau mikinn áhuga á að ná sér í jörð og fara út í búskap og varð það úr að þau taka við búinu og jörðinni Miðdal árið 1994 og búa þar enn. Axel og Jódís fluttu þá fyrst í Vannahlíð en svo til Sauðárkróks þar sem Axel starfaði hjá Vörumiðlun við akstur. Varð hann fyrir meiðslum í öxl við fermingu vömbíls fyrir nokkrum árum og náði ekki að verða jafngóður affur þrátt fyrir meðferð lækna svo og sjúkraþjálfún. Varð hann því að hætta akstri flutningabíla nú sl. vor. Axel fór að vinna hjá frænda okkar, Sigurði Friðrikssyni og konu hans Klöru Jónsdóttur, við ferðaþjónustuna á Bakka- flöt í Skagafirði. Vann þar við ýmislegt sem til féll en þó eink- um akstur rútu sem ók fólki í fljótasiglingamar (rafting) sem fram fóm bæði í austari og vest- ari Jökulsánum. Við hjónin dvöldum í sum- arbústað okkar skamrnt frá Bakkaflöt í Skagafirði um síð- ustu verslunarmannahelgi. Fram hjá þeim bústað er ekið rétt áður en komið er að Bakka- flöt. Það kont vemlega flatt upp á undirritaðan eftir að hafa séð Axel koma á rútunni með einn ferðahópinn út fljótasiglingu, sunnudaginn i verslunarmanna- helginni, að sama kvöld yrði hann sendur til Akureyrar í höf- uðmyndatöku. Hafði hann þá fyrr um daginn orðið fyrir því að geta ekki talað er hann ætl- aði sér það. Myndatakan fór ffam og meinsemd kom í ljós, heilaæxli. Axel hafði aldrei fúndið til, hvorki í höfði né fengið nein einkenni alvarlegra veikinda. Var hann sendur suður á Land- spítala daginn effir og því næst í uppskurð á Landspítala í Foss- vogi. Gekk aðgerðin vel, æxlið fjarlægt og var hann kominn á fætur eftir örfáa daga, en þama var um illkynja krabbamein að ræða og varÁxel sagt það strax. Heimsóttum við bræður svo móður okkar sem dvelur á Hrafnistu í Reykjavík og áttum þar á eftir langt samtal um stöð- una og hvað framundan væri. Var engan bilbug að finna á Axel. Hann var ákveðinn í því að fara í alla þá meðferð sem læknar ráðlögðu sem voru geislar og síðar ef til vill lyf, ef þurfa þætti. Mátti hann fara Smáauglýsingar Vmislegt! Til sölu Ford Sierra, árg. ‘87, skoðaður °o2, en þarfnast lag- færinga. Uppl. í síma 453 5603 heim á Sauðárkrók í hálfan mánuð meðan skurðurinn var að gróa, en korna síðan suður. Og það gerði hann. Tók þá áð- umefnd geislameðferð við í sex vikur. Axel fór að lamast um það leyti er hann byijaði í geislun- um og varð að fara í hjólastól. Jódís vék aldrei frá manni sín- um, var hjá honum vakin og sofin allan sólarhringinn. Öll hennar ástúð og umhyggja svo og ummönnun verður aldrei fúllþökkuð. Dvöldu þau hjónin allan þennan langa tíma á Sjúkrahóteli Rauða krossins við Rauðarárstíg og fóru morgun hvem þaðan í geislameðferðina á Landspítala. Alveg stóð hann sig eins og hetja, eins og klettur í hafi þrátt fyrir öll þessi áfoll, bugaðist ekki og ætlaði svo sannarlega ekki að láta í minni pokann fyrr en í fúlla hnefana. Eftir að geislaineðferð lauk fór Axel norður og á Sjúkrahús- ið á Sauðárkróki, þá orðinn al- gjörlega lamaður. Þótt líkam- legt ástand hans væri þannig orðið vildi Axel að þau hjón fær á bíl þeirra norður og Jódís æki og varð ekki við annað kom- andi. Það varð svo að vera, um hann var búið í jeppanum og Jódís ók. Gekk ferðin vel og skilaði hún þessu verkefni með eða 867 4882 e. kl. 18. Til sölu Head skíðaskór, nr. 26,5. Upplýsingar í síma 896 3579. Öðruvísi jólagjöll 3 hvolpar fást gefins. Upplýsingar í síma 453 6548. prýði eins og öllu öðm. Hafði starfsfólk sjúkrahúss- ins orð á því að sjaldan eða aldrei hefði það orðið vitni að annarri eins geðprýði, aldrei skipti Axel skapi yfir einu eða neinu og var alltaf sami ljúf- lingurinn og hjúkmnarfólki þakklátur. En nú var komið að leiðarlokum. Á aðeins fjórum mánuðum er öllu lokið. Sem fyrri daginn er glíman við krabbameinið ójöfn, svo ekki sé meira sagt. Svo varð einnig nú. Tíminn var útmnninn. Við eftir stöndum örvingluð því ójöfn reyndist glíma, samt við báðum góðan Guð að gefa lengri tíma. (I.D.G.) Axel verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju í dag, laug- ardaginn 8. desember 2001, en jarðsettur strax að athöfn lok- inni í Reykjakirkjugarði, en þar hvíla margir okkar ættingjar. Burt er kvaddur bróðir minn ég bara skil ekki tilganginn hví fékk hann ei lifað lengur? Ástæðu þess enga finn og eftir sit með tár á kinn, því genginn er góður drengur. (I.D.G.) Ingólfur Dan og Jóhanna. Innilegar þaþþir til allra þeiira sem sýndu oþþur samúð og hlýhug á margvíslegan hátt við andlát og útfór eiginmanns míns, fóður, tengdaföður, afa, sonar og bróður Axels Hólm Gislasonar frá Miðdal - Kvistahlið 15, Sauðárkróki Sérstaþar þakjþr fierum við lceþnum og hjúþrunaifólþi öllu á deild I á Sjúþrahúsi Sauðárþróks, staiffólkj Rauðakiosshótelsins við Rauðarárstíg svo og Krabbameinsfélagi Skagafjarðar. jódís Jóhannesdóttir Monika 5. Axelsdóttir Hafsteinn Kristinsson Jóhannes Axelsson Andri Freyr, Arnar Þór, Katn'n Eva, Jódís Anna Sólborg Sveinsdóttir Ingólfur Dan Gíslason Epson -deildin Tindastóll - Skallagrímur sunnudagskvöld kl. 20. Nýtt Herbalife! Komin ný hraðvirkari grenningarlína ásamt gömlu góðu. Prófaðu Iíka súkkulaðið og nýja bragðteið. Hafðu samband og kynntu þér vöruna. Guðný sími 896 3110.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.