Feykir - 23.01.2002, Blaðsíða 1
rafsjá hf
RAFVERKTAKAR
SÉRVERSLUN
MEÐ RAFTÆKI
SÆMUNDARGÖTU 1
SAUÐÁRKRÓKI
Unnið að sölu á
steinullarbréfum
Þessa dagana er unnið að
sölu á hlutabréfum Sveitarfé-
lagsins Skagafjarðar í Steinullar-
verksmiðjunni. Kaupfélag
Skagfirðinga ásamt Byko og
Húsasmiðjunni sendu inn tilboð
á dögunum í bréfin og einnig í
hlutabréf finnska aðilans Poroc,
og hefðu þá þessir aðilar eignast
meirihlutann í Steinullarverk-
smiðjunni. Byggðaráð sendi síð-
an í samráði við finnska aðilann
gagntilboð og er boltinn núna
hjá tolboðsgjöfiinum.
Paroc á 24% í Steinullar-
verksmiðjunni, Sveitarfélagið
Skagafjörður 24%, ríkissjóður
30%, GLD (Húsasmiðjan og
Byko) 12% og KS 4%, auk fjöl-
margra einstaklinga.
Samkvæmt heimildum
Feykis buðu KS og félagar 2,65
í bréfin sem þýddi að sveitarfé-
lagið hefði fengið 175 milljónir
fyrir þau en byggðaráði fannst
það ekki nóg, enda hafði það i
samráði við finnska aðilann gef-
ið út að æskilegt verð fyrir bréf-
in væri á genginu 3,05, eða 203
milljónir fyrir bréf sveitarfélags-
ins. Svo virðist sem millileiðin
hafi verið farin í gagntilboðinu
þar sem í fjárhagsáætlun sem
lögð var fram á fúndi sveitar-
stjómar í gær, er gert ráð fyrir
185 milljónum fyrir bréfin.
Snorri Styrkársson formaður
byggðaráðs segir að vitaskuld
væri ómögulegt að segja til um
hvað nákvæmlega fengist fyrir
bréfin, en það hefði verið
endaslagið að setja þessa upp-
hæð inn í fjárhagsáætlunina, en
hún er nokkuð hærri en sú sem
sett var inn í fjárhagsáætlunina
fyrir einu ári, en þá var hún 145
milljónir og hefiur því hækkað
um 40 milljónir milli ára. Þess
má geta að rekstur Steinullar-
verksmiðjunnar hefúr gengið
vel síðustu árin. Á seinasta ári
bætti verksmiðjan við sig pökk-
unarbúnaði ásamt húsnæði, er
kostaði um 170 milljónir króna
og greiddi verksmiðjan þá fram-
kvæmd af eigin fé.
Að sögn Snorra Styrkársson-
ar vinnur meirihluti sveitar-
stjómar að því að lækka skuldir
sveitarstjóð vemlega og er stefnt
að því að þær verði komnar nið-
ur í 800 milljónir um næstu ára-
mót, og hafi þá lækkað um tæp-
an helming ffá miðju síðasta ári.
Stöðin og Skeljungur
Vantar rekstaraðila
Söluumboð Seljungs á
Sauðárkróki og söluskálinn
Stöðin á Króknum em nú búin
að vera innsigluð í rúma viku.
Á aðalskrifstofú Skeljungs í
Reykjavík fengust engar upp-
lýsingar um málið og bent á
Gunnar Kvaran fréttafúlltrúa
fyrirtækisins sem ekki náðist í
hvorki í gær né fyrradag. Sam-
kvæmt upplýsingum sýslu-
mannsembættisins var innsigl-
að vegna vangoldins virðis-
aukaskatts og staðgreiðslu
skatta. Innsiglið yrði væntan-
lega rofið er nýr rekstraraðili
tæki við söluskálanum og lag-
erinn sem er inni í verslunar-
rýminu gerður upp.
Frá afhendingu hvatningarverðlaunanna: Guðmundur Skarphéðinsson stjórnarformaður
Invest, Lárus Þ. Valdimarsson, Svanhildur Hall, Sigríður Lárusdóttir og Jóhann Albertsson.
Hestamiðstöðin á Gauksmýri
fær hvatningarverðlaun Invest
Stjóm Iðnþróunafélags
Norðurlands vestra afhenti
svokölluð hvatningarverðlaun
sín fyrir helgina. Að þessu sinni
hlutu þau aðstandendur hesta-
miðstöðvarinnar á Gauksmýri í
Húnaþingi vestra: systkinin
Sigríður Lámsdóttir og Magnús
Lámsson, ásamt mökum sínum
Jóhanni Albertssyni og Svan-
hildi Hall og föðumum Lárusi
Þ. Valdimarssyni. Hestamið-
stöðin var sett á stofn 1999 og
mikil uppbygging hefúr átt sér
stað á Gauksmýri, m.a. byggð
þar stór og mikil reiðskemma
og að hluta hefúr verið stuðst
við bandarískar fyrinnyndir við
tilhögun og uppbyggingu mið-
stöðvarinnar.
I greinargerð með hvaming-
arverðlaununum segir: „Hér á
Gauksmýri hefúr með upp-
byggingu hestamiðstöðvar ver-
ið sýndur kjarkur og áræði sem
vakið hefúr athygli. Það er
einmitt þetta sem alltaf er verið
að leita eftir, frumkvæði og þor
til að framkvæma hlutina.
Starfsmenn hér að Gauksmýri
hafa þá menntun sem til þarf til
að reka hestamiðstöð af því tagi
sem hér er rekin. Hér hefúr
uppbygging verið nokkuð liröð
og nú síðast var reistur veitinga-
skáli og gerður hringvöllur.
Byggð hefúr verið upp aðstaða
fyrir hesta og mannfólk og
margt fleira sem of langt mál
yrði að telja. Allt hefúr verið
gert á þeim tiltölulega stutta
tíma sem hestamiðstöðin hefúr
starfað. Þeir sem hér standa að
málum eru öðrum gott fordæmi
um dugnað og útsjónarsemi.”
Verðlaunagripurinn er gerð-
ur af leirlistarkonunni Bjam-
heiði Jóhannsdóttur á Blöndu-
ósi. Gripurinn er verk úr postu-
líni sem listakonan kallar „Afl”
og þar er skírskotað til þess að
í vindinum búi ógnarafl sem
hreyft getur við miklu og ger-
breytt umhverfi. Sigríður Lár-
usdóttir gat þess einmitt þegar
hún tók við gripnum og þetta
ætti ágætlega við. Á Gauksmýri
gæti vindur gnuðað af krafli og
þegar hann færi að hvessa væm
oft höfð snör handtök að loka
gluggum, svo vindurinn næði
ekki tangarhaldi sínu inn í hús.
—ehjDI—
Aðalgötu 24 Skr. sími 453 5519, fax 453 6019
• ALMENN RAFTÆKJAÞJÓNUSTA
• FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA
• BÍLA- OG SKIPARAFMAGN
• VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA
ÆlI
bílaverkstæði
Simi: 453 5141
Sæmundargata lb 550 Sauðárkrókur Fax:453 6140
jfcBílaviðgerðir 0 Hjólbarðaviðgerðir
0 Réttingar ^ Sprautun