Feykir - 23.01.2002, Page 3
3/2002 FEYKIR 3
Unglingarnir vilja
koma upp kaffi-
og menningarhúsi
Fyrir fund byggðarráðs
Skagaijarðar sl. fimmtudag
kom á sveitarstjórnarskrifstof-
una hópur nemenda Fjölbrauta-
skóla Norðurlands vestra og af-
henti undirskriftarlista með um
350 nöinum, þar sem óskað er
eftir stuðningi sveitarfélagsins
við að koma upp kaffi- og
menningarhúsi fyrir ungmenni
á aldrinum 16-22 ára. Flerdís
Sæmundardóttir forseti sveitar-
stjórnar vék lofsorði á það
frumkvæði sem unglingamir
sýndu í málinu og hét styrk
sveitarfélagsins á næstunni til
að koma upp fyrrgreindri að-
stöðu. Flvatti Herdís unglingana
til að halda áfram leit að hent-
ugu húsnæði.
Það var Auðbjörg Guðjóns-
dóttir sem hafði orð fyrir hópn-
um þegar listamir vom afhentir
og greindi byggðaráðinu frá því
hvað unglingarnir ætluðu með
kaffi- og menningarhúsi.
Auðbjörg kom á ritstjórn
Feykis ásamt þeim Svanhildi
Erlingsdóttur og Áma Gísla
Brynleifssyni til spjalls um
væntanlegt kaffi- og menning-
arhús. Þau vom sammála um að
þama mundi skapast afdrep og
aðstaða fyrir unglinga að konta
saman og stunda holla tóm-
stundaiðju, jafhvel læra saman,
en i Fjölbrautaskólanum mun
vera talsvert af hópverkefhum.
„Það er stundum ekkert að
gera nema rúnta og detta í það”,
Auðbjörg Guðjónsdóttir, Svanhildur Erlingsdóttir og
Árni Gísli Brynieifsson.
Þrettán kindur sóttar
í Héðinsfjörð
Vitað er um 13 kindur í
Héðinsfirði sem bíða eftir að
verða sóttar þangað og fluttar til
eigenda sinna. Þrír menn úr
Fljótum fóm gangandi til leitar
í Héðinsfjörð í síðustu viku og
fundu alls 14 kindur. Þeir komu
13 af þeim niður að sjó en ein
var í löku ásigkomulagi og var
aflífúð. Leitarmenn vom sóttir
með báti frá Siglufirði í
fjörðinn en þar sem ókyrrt var
í sjó og komið myrkur var ekki
hægt að taka féð með heim.
Verður það sótt síðar þegar vel
viðrar en það verður að selflytja
á smábát úr fjömnni út í stærri
farkost og því er ekki hægt að
eiga við slikt nema sjór sé alveg
kyrr. Bændur í Fljótum og
Olafsfirði hefúr gmnað í allt
haust að fé leyndist í
Héðinsfirði því heimtur hafa
verið með lakasta móti á
nokkrum bæjum. Er nú komið
í ljós að sá gmnur var á rökum
reistur. Raunar er ekki fúllvíst
að allt fé sem heldur sig i
Héðinsfirði hafi fundist í
þessari ferð þar sem leitarmenn
telja ekki útlokað að kindur geti
verið utar í firðinum en þeir
fóru aðeins um framhlutann í
ferðinni. ÖÞ.
Auglýsing í Feyki
ber árangur!
Auðbjörg Guðjónsdóttir afhendir Herdísi Sæmundardóttur forseta sveitarstjórnar undir-
skriftarlistana með nöfnunum 350.
sögðu þær Auðbjörg og Svan-
hildur og létu að því liggja að
áfengisdrykkja væri talsverð hjá
skagfirskum unglingum. Þetta
myndi væntanlega lagast stór-
um með kaffi- og menningar-
húsi.
„Við vomm ekki hrifin þeg-
ar til stóð að hækka ballaldurinn
upp í 18 ár og á sama tíma var
verið að ræða um unglingahús.
Okkur fannst eins og við ættum
að fá það í skiptum fyrir hækk-
un ballaldursins og því var á-
huginn ekki kominn upp í haust
fyrir þessu”, segir Svanhildur,
en fremur dræm aðsókn var að
opnu húsi fyrir unglinga í Bif-
röst í haust.
„Það var heldur ekki okkar
hús og við höfúm undanfarið
verið að leita að hentugu hús-
næði”, segir Auðbjörg og segir
að þeim hafi litist ákaflega vel á
húsnæðið sem Clickon hafði
við Borgarflöt, en hún teldi
samt litlar líkur á að það fengist.
Þremenningarnir voru samt
bjartsýnir á að húsnæði fyndist
og þangað yrði unnt að ná billj-
ardborðum, tennisborðum og
fleiri leiktækjum, tölvum og
fleim, þannig að allir hefðu nóg
fyrir stafiii. Kaffisalan myndi
síðan standa undir rekstrinum
að einhveiju leyti.
Súrblóðmör Súrlifrarpylsa
Súr sviðasulta Súrar bringur
Súrsundmagi Súr svínasulta
Súrt pressað kjöt
Nýsviðasulta
Nýsvínasulta
Reykturmagáll
Harðfiskur Hákarl
Rófustappa
Kartöflustappa
Hangikjöt
Tökum til
þorramat
fyrirhópa!
Úrvals
matur
Súrirlundabaggar
Súrir hrútspungar