Feykir


Feykir - 23.01.2002, Blaðsíða 5

Feykir - 23.01.2002, Blaðsíða 5
3/2002 FEYKIR 5 Kaupfélagið á Borðevri Á við verulega rekstrarerfiðleika Y firvofandi er að enn fækki kaupfélögum á Norðvestur- landi. Kaupfélag Hrútfirðinga á Borðeyri á við verulega rekstrarerfiðleika að etja og eru skuldir félagsins taldar nema um 80 milljónum króna. Guð- rún Jóhannesdóttir sagði upp starfi kaupfélagsstjóra í des- ember sl. og var Karl Sigur- geirsson fyn-verandi verslunar- stjóri á Hvammstanga, starfs- maður Forsvars, fenginn til að taka við starfinu um stundar- sakir og konra saman reikning- um félagsins fyrir síðasta ár. Rekstur kaupfélagsins á Boreyrði mun hafa verið þröngur um árabil og félagið hefúr selt eignir á undanföm- um árum, m.a. hlut sinn í mjólkursamlaginu á Hvamms- tanga og sláturhús sem sam- einað var Norðvesturbandalag- inu. Þá munu hremmingar í rekstri Goða hafa komið niður á starfsemi Borðeyrarfélagsins síðustu misserin, en þar var sviðadeild félagsins. í DV í gær kemur fram í samtali við Karl Sigurgeirsson að enginn gmnur sé um mis- ferli einstakra manna gagnvart rekstri félagins og enginn fé- lagsmaður muni vera í per- sónulegum ábyrgðum. Brúar- skáli skapar um 70% í rekstri Kaupfélagsins á Borðeyri. Karl Örvarsson kokkur og kona hans Halldóra Árna- dóttir sjá til þess að krakkarnir fái hollan og góðan mat. Lóuþrælunum og hún með Sandlóunum. Himnasending „Það er þvílík hinrnasend- ing að geta nýtt þessi skóla- mannvirki á þennan hátf’, seg- ir Þorvarður Guðmundsson sem tók við starfi fram- kvæmdastjóra skólabúðanna á liðnu hausti, en áður hafði Bjami Aðalsteinsson gengt þeinr um árabil. Þorvarður, sem er Keflvíkingur, gegndi áður starfi ferðamálafúlltrúa Húnaþings vestra. Hann kom ásamt konu sinni Ingunni Ped- ersen og bami að Laugabakka haustið 1990, þar sem hann kenndi í níu vetur. „Við kunn- um svo vel við okkur að við höfum aldrei hugsað til þess að fara til baka.” Húnvetningar sem urðu í öðru sæti. Frá vinstri: Björn Friðriksson, Björn Friðriksson,Unnar Guðmundsson og Erlingur Sverrisson. Með þeim er Gestur Þorsteinsson sem aflientí verð- laun í mótslok sem bankinn gaf til keppninnar. Mynd Örn. Sveitakeppni Norðurlands vestra í brids Bræðurnir frá Skeiði sigruðu Sveit Birkis Jónssonar frá Siglufirði sigraði í sveitakeppni Norðurlands vestra í brids sem fram fór á Sauðákróki um síð- ustu helgi. Sveitin hlaut 153 stig af 175 mögulegum. Sigurinn kom engum á óvart því sveitin hefur unnið þetta mót á undan- fömum árum og oft með tals- verðum yfirburðum. Sveit Bjöms Friðrikssonar Blöndu- ós/Hvammstangi varð í öðru sæti með 138 stig og veitti sveit- in sigurvegurunum talsverða keppni og hafði fræðilega mögu- leika á sigri í mótinu þegar sveit- irnar spiluðu innbyrðis í loka- umferðinni. I þriðja sæti vað sveit Ingu Jónu Stefansdóttur með 113 stig. Fjórða sveit Gunnars Þórðarson- ar Sauðákróki með 110 stig og fimmta var sveit Jóns Amar Berndsen Sauðákróki með 96 stig. Þessar sveitir að sveit Ingu Jónu undanskilinni munu spila í undanrásum íslandsmótsins í sveitakeppni síðar í vetur. Alls tók átta sveitir þátt í keppninni. Mótið var líka reiknað út sem Buttler tvímenningur. Þar stóðu Birkir Jónsson og Bogi Sigur- bjömsson uppi sem sigurvegar- ar með 19,33 stig. Jón Sigur- björnsson og Olafúr Jónsson vom með 19 stig og alnafnamir Bjöm Friðriksson og Bjöm Frið- riksson hlutu 18,93 stig. ÖÞ Hið frábæra tríó GUITARISLANCI0 heldur tónleika föstudaginn 25. janúar kl. 21.00 á KAFFIKRÓK Aðg. kr.1000 SKAGAF]\ R€>ðR (ISIS i j Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki Eftirtaldir sérfræðingar verða með móttöku á stofnuninni í janúar og febrúar: 21/1 - 25/1 Júlíus Gestsson Bæklunarlæknir 28/1 - 1/2 Valur Þór Marteinsson Þvagfæralæknir 4/2 - 8/2 Hrafnkell Óskarsson Skurðlæknir 11/2 - 15/2 Vilhjálmur Andrésson Kvensjúkdómalæknir 18/2 - 22/2 Shree Datye Skurðlæknir 25/2 - 1/3 Bjarki Karlsson Bæklunarlæknir Tímapantanir í síma 455-4000.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.