Feykir


Feykir - 20.03.2002, Síða 6

Feykir - 20.03.2002, Síða 6
6 FEYKIR 10/2002 Undir borginni Mannleg sérkenni Á síðustu bókavertíð kom út nokk- urskonar ævisaga Jóhanns Péturssonar sem alkunnur var á sinni tíð sem Jóhann Svarfdælingur eða Jóhann risi. Það fer víst ekki á milli mála að Jó- hann var of stór fyrir ísland eða ísland öllu heldur of lítið fyrir hann. Saga hans er í raun harmsaga sem ætti að vekja okkur öll til vitundar um það að mann- leg sérkenni mega ekki verða til þess að fólk sé dæmt úr leik. Enginn vafi er á því að Jóhann mun oft hafa átt mjög erfitt og það eitt að hafa ekki getað unn- ið fyrir sér öðruvísi en sem einhvers- konar sýningargripur, hlýtur að hafa verið þungbæit hlutskipti. Á fyrri öldum galdratrúar og hindur- vitna, þóttu ýmis mannleg sérkenni vera bein ávísun á að viðkomandi væri í tengslum við Kölska. Þröngsýnin og fá- ffæðin hafði völdin og hryllilegir at- burðir áttu sér stað. Manneskja sem var fædd með herðakistil eða mislit augu gat alveg eins átt von á því að verða dregin á bálið fyrir vikið. Eins þeir sem voru sérsinna og skáru sig þannig úr fjöldanum þó þeir væru líkamlega skap- aðir eins og aðrir. Hjátrúarvitleysan var slík að á myrk- ustu tímunum var nánast enginn óhult- ur fyrir útsendurum Rannsóknarréttar og annarra yfirvalda sem sáu djöfla í hverju horni. Sú saga er með því ógeð- felldasta sem Mannkynssagan kann ffá að greina. En mannleg sérkenni eru til og hafa alltaf verið til og þau gera mannlífið á margan hátt fjölbreytilegra og merkilegra. Við þurfúm aðeins að vera fær um að sýna þann þroska að meðtaka þau sem eðlilegan hlut í al- heims gripasafni. Margir fleiri en Jóhann risi hafa fæðst inn í íslenskan veruleika með á- kveðin sérkenni sem fylgifiska. í sum- um tilfellum hafa sérkennin verið slík að tíðarandinn og aðstæðumar hafa orð- ið viðkomandi um megn, en í öðrum til- fellum hefúr fólk náð að sigrast á þeim vandamálum sem fylgt geta lífi þeirra sem fæðast öðruvísi en aðrir. Kunnugt er mér um einn mann sem hafði mislit augu. Hann fæddist á seinni helmingi nítjándu aldar og lifði á húnvetnskum og skagfirskum slóðum. Ekki olli sér- kenni hans honum neinum vandkvæð- um svo mér sé það kunnugt, nema þá kannski þeim að það jók á kvenhylli hans. Augun bragðið sýndu sitt, sást þar líf og kraptur. Blátt var annað, brúnt var hitt, Bjöm var þannig skaptur. Hefði þessi maður verið uppi á tím- um Rannsóknarréttar og galdrafárs, er alveg eins viðbúið að hann hefði verið dreginn á bálið og þannig orðið að gjalda með lífi sínu fyrir þetta sérkenni sem hann var fæddur með. Tíðarandinn Erum fluttir að Köllunarklettsvegi Opnunartími mánud. - fimmtud. 8-17, föstud. 8-16 íslandsbanki FLUTNINGAR Athafnasvæði Eimskips '■"n Flutníngar eru okkar tag!!! Flytjum vörur á Suðurnes, Vesturland, Vestfirði, Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland, Suðausturland og Suðurland. Flutningsaðili okkar í Skagafirði er: Vöruflutningar Bjarna Har. ehf. Akstursáætlun frá Skagafirði er: sunnud. - fimmtud. kl. 14,00 Akstursáætlun frá Reykjavík er: mánud.-fimmtud. kl. 17, föstud. kl. 16. Símanúmer Vörufl. Bjarna Har. ehf. Jón Ingi 691 2424, Hrefna 691 3102. AMl FLUTNINGAR skapast af sameiginlegum viðhorfum okkar og það er því mikil nauðsyn að menn leggi ekki annað inn í hann en það sem er hollt og gott öllu mannlífi. í dag á tímum sem kallaðir eru upplýs- ingatímar, má þó finna að ekki er þró- unin í öllu upp og fram. Allskonar hind- urvimi vaða uppi og nú, alveg eins og á tímum hins kirkjulega alræðis, eru það ekki síður þeir sem teljast eiga mennt- aðri og upplýstari en aðrir sem gína við blekkingunum. Hindurvitni nútímans Það er meðal annars talað um orku- steina, heilun og reiki og allrahanda yogatilbrigði. Og allt á þetta að gera fólkið miklu heilbrigðara og sælla en það hefur nokkru sinni verið. Ofan á þetta allt saman er svo farið að tíðkast að fólk næli í sig hinu og þessu til ætl- aðra útlitsbóta. Nú duga ekki bara eyr- un til slíks, heldur eru augabrúnir, nasa- vængir og flest annað notað til að bera skrautið. Og svo er jafnvel farið að næla ýmsu i tunguna og aðra limi sem öllu jöfnu ættu ekki að sjást mikið. Er vand- séð hvaða hollusta getur fylgt slíkum uppátækjum. Það fer sennilega að stytt- ast í því að upplýst fólk á íslandi fari að bera beinflísar þvert í gegnum nefið, eins og frumbyggjar Nýju-Gíneu, til vitnisburðar um menntunarstig sitt. Það er trúlega rétt að þróunarlega séð fari mannskepnan í eilífa hringi. Við erum bersýnilega komin yfir hápunkt menningarlegrar uppsveiflu á íslandi og ifamundan er sennilega enn einn dalur- inn sem við þurfúm að ganga yfir til að endurheimta vit okkar að nýju. Við nú- verandi aðstæður í þjóðfélagi okkar hef- ur fátt verið skapað fyrir æskulýðinn til að alast upp samkvæmt formúlunni, heilbrigð sál í hraustum líkama, á móti öllu því sem afvegaleiðir og skemmir. Og það er sú kalda staðreynd sem hrek- ur unga fólkið okkar út í fíkniefna- neyslu og aðra vitleysu. Það virðist off vera í glataðri þversögn sinni flóttaleið þess ffá þeim ógeðfellda veruleika sem við, hin fúllorðnu, höfúm skapað. Rúnar Kristjánsson. Bólhlíðingar í söngferð Kórmenn í Karlakór Bólstaðahlíðar- hrepps brugðu undir sig betri fætinum um næstsíðustu helgi og fóru í söngferð suður á land. Á fostudagskvöld var sungið á Kjalamesi, í félagsheimilinu Fólkvangi, í félagi við Karlakór Kjalnes- inga. Á laugardag var sungið í Selfoss- kirkju og um kvöldið á Flúðum þar sem kórinn var bæði með söngskemmtun og hagyrðingaþátt. Aðsókn var þokkaleg, en þó talið ljóst að hörmulegt umferðar- slys á Suðurlandi þar sem ung stúlka lét lífið, dró mjög úr aðsókn á Flúðum á laugardagskvöldið. Að sögn Guðmundar Valtýssonar stjórnarmanns í Karlakór Bólstaðahlíð- arhrepps er venjulega farin ein söngferð á vetri, og hressir það mjög upp á starf- ið þó mikið þurfi að hafa fyrir þessum söngferðum og jafnan komist ekki allir kórmenn með eins og raunin varð nú. I fyrra var t.d. farið austur á land, til Vopnafjarðar, Egilsstaða og Eskifjarðar í helgarferð. Guðmundur segir að margt beri á góma annað en söngur i þessum ferðum. Á Selfossi hafi koinið í ljós núna að feikna hugur sé i mönnum að ríða norð- ur yfir Kjöl í sumar, í sambandi við landsmót hestamanna á Vindheimamel- um og ljóst að margir hópar muni koma ríðandi yfir hálendið á landsmótið. Bílskúi rshurðir Eigum fyriHiggjaridi iföí-liicliijm iíæ-KÍ-uiTi 4 H&ð irii huriif i öl lum t = HÉÐINN = [ 'ÚlHxi d ' Jli liii-fjtx iin. Wd il ■«■ ■■ t Mi. L i- ■:> ; T J T

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.