Feykir - 17.04.2002, Síða 3
13/2002 FEYKIR 3
Seylhreppingar sterkir
Útlit er fyrir að gamli Seylu-
hreppur verði mjög sterkur í
nýrri sveitarstjóm Skagafjarðar
sem kosin verður 25. maí nk. í-
búar Seyluhrepps og þeir sem
slitið hafa þar bamskónum em
áberandi í efstu sætum þeirra
þriggja lista sem birtir hafa ver-
ið. Þannig er með þijá af fjór-
um í efstu sætunum hjá ffam-
sóknarmönnum, fyrsta og
fjórða mann hjá Sjálfstæðis-
flokknum og annan mann hjá
Skagafj arðarl i stan um. Það em
því möguleiki á því að Seyl-
hreppingar verði í meirihluta í
næstu hreppsnefnd, en íbúa-
samtökin þar hafa einmitt látið
talsvert til sín taka á þessu kjör-
tímabili og eyja því væntanlega
betri tíma í að koma sínum
málum fram, Helgi Gunnars-
son og hans lið.
Greinilegt er á uppröðin á
listana að tilfinningasemi
gagnvart sameiningunni er að
fjara út. Fyrir síðustu sveitar-
stjómarkosningar í Skagafirði,
sem vom þær fyrstu eftir sam-
einingu, var vandað til að gæta
jafnræðis milli svæða við upp-
röðunina, en það er lítt áber-
andi nú.
Ársæll efstur hjá VG?
Framboðslistinn hjá Vinstri
hreyfinginnni - grænu fram-
boði í Skagafirði er nánast
tilbúinn. Lengst af var búist
við að Bjarni Jónsson þing-
mannssonur á Hólum myndi
leiða listann, en nú upp á
síðkastið hefur óvænt birst
annað nafn sem talið er lík-
legt á toppnum hjá VG. Nafn
Ársæls Guðmundssonar að-
stoðarskólameistara hefur
þráfaldlega verið nefnt í
fyrsta sætið hjá Vinsri -
grænum.
Hreinn Sig. enn að
Þær fréttir berast nú frá
Hvammstanga að þekktur at-
hafnamaður úr Skagafirði hafi
uppi áform um atvinnuupp-
byggingu á staðnum. Það er
Hreinn Sigurðsson sem mun
vera að leita hófanna með
kaup á mjólkurstöðinni og er
sagður ætla að setja þar á fót
niðursuðuiðnað, sjóða niður
bæði hrossakjöt og rækju.
Hreinn lætur ekki deigan
síga, en ekki er langt siðan
hann hafði á pijónum að sjóða
niður loðnu á Króknum og fyr-
ir um ári var hann næstum bú-
inn að kaupa húsnæði skólans
á Reykjanesi við ísafjarðar-
djúp. Enn sem komið er hefúr
sveitarstjóm Húnaþings vestra
ekki komið að málum varð-
andi atvinnusköpun í mjólkur-
stöðinni, en menn þar fylgjast
spenntir með því hvemig á-
formum Hreins Sigurðssonar
reiðir af.
Lions gefiir skíða-
deildinni tímabúnað
Nú er ekkert því til fyrir-
stöðu að skíðamenn í skíðadeild
Tindastóls geti blásið til móts
og náð nákvæmum tímum á
keppendum, eftir að lionsmenn
í Lionsklúbb Sauðárkróks vom
svo vinsamlegir að gefa skíða-
deildinni fúllkominn tímatöku-
búnað. Búnaðurinn var afhent-
ur á fúndi klúbbsins sl. föstu-
dagskvöld, en hann er að verð-
mæti 420 þúsund krónur.
Það var Sveinn Sverrisson
formaður LS sem afhenti gjöf-
ina, en þess má geta að sjálfúr
er Sveinn góður skíðamaður.
Sveinn gat þess að þegar það
kom til tals að safna peningum
fyrir þessum búnaði, þá hefði
komið í ljós að margir félagar í
klúbbnum hefðu tengsl inn á
skíðasvæðið vegna vinnu sinn-
ar á gamla skíðasvæðinu, í ár-
dögum skíðaíþróttarinnar á
Sauðárkróki.
Viggó Jónsson veitti tíma-
tökutækinu viðtöku og færði
lionsmönnum góðar þakkir, auk
þess sem hann gat um þau á-
form sem uppi eru um ffekari
uppbyggingu á skíðasvæðinu.
Viggó vék einnig orðum sínum
að gestum frá Blönduósi og úr
Húnavatnssýslu sem voru á
fúndinum og sagði að með til-
komu Þverárfjallsvegarins yrðu
þeir væntanlega tíðir gestir á
skíðasvæðinu og mundu njóta
þeirrar lífsfyllingar sem þar er
að finna.
Viggó sagði einnig smásög-
ur úr Saráttunni, m.a. því þegar
Viggó Jónsson stai fsmaður skíðasvæðis Tindastóls tekur
við tímatökubúnaðinum úr hendi Sveins Sverrissonar for-
manns Lionsklúbbs Sauöárkróks.
Einar Gíslason og einhver félagi
með honum voru búnir að
moka stanslaust í eina fjórar
tíma til að koma lyftunni upp úr
snjónum, þá gekk gamli mótor-
inn í sirka 40 mínútur og eftir
það fór hann ekki meira í gang
þann veturinn. Yfirleitt var það
nú samt þannig að það vantaði
snjó á gamla svæðið, frekar en
það þyrfti að moka lyftuna upp,
en þarna var það semt sagt í
eyrað en ekki öklann.
Vísnakeppni Safnahússins í Sæluviku
Eins og undanfarin ár hefúr
Safnashús Skagfirðinga ákveðið
að standa fyrir vísnakeppni í
upphafi Sæluviku. Undanfarin
ár hefúr þátttaka í þeim leik ver-
ið með ágætum og margar ágæt-
ar vísur orðið til. Tilgangur með
keppninni hefúr fyrst og fremst
verið sá að auka áhuga á þeirri
góðu list að setja saman vísu.
Vísnakeppnin verður nú, með
sama sniði og fyrr. Gefnir eru
þrír fyrripartar að botna og auk
þess þeðið um eina vísu um til-
tekið efni.
Fyrripartarnir eru eftirfar-
andi:
Lifnar jörð um laut og börð
linnir þörðum vetri.
Heimir blíðan söngva seið
syngur þýðum rómi.
Blessað vorið brátt á ný
boðar komu sína.
Að auki skulu hagyrðingar
glíma við gerð einnar vísu um
Tindastól. Að sjálfsögðu má taka
þátt í keppninni þótt ekki séu
botnaðir allir fyrripartarnir eða
einungis ort vísa um Tindastól,
en ætlast er til þess að vísumar
séu kveðnar með hefðbundnum
hætti og standi rétt í ljóðstöfúm.
Nú verða karlar og konur að
taka til hendinni, því skilafrestur-
inn er stuttur. Vísumar verða að
hafa borist í Safnahúsið á Sauð-
árkróki, föstudaginn 26. april.
Tryggingafélagið Sjóvá/almenn-
ar, umboðið á Sauðárkróki, mun
veita verðlaun fyrir bestu vísuna
og besta botninn sem þar til skip-
uð dómnefnd velur. Safnahús
Skagfirðinga mun standa fyrir
stuttri dagskrá í upphafi Sælu-
viku, þar sem m.a. verða kynnt
úrslit vísnakeppninnar og opnuð
sýning þeirra Önnu Sigríðar
Hróðmarsdóttur, Guðrúnar Hall-
fríðar Bjamadóttur (Höddu) og
Sigurrósar Stefánsdóttur.
Keppendur skulu koma vís-
um sínum, skriflega til Safna-
hússins á Sauðárkróki í síðasta
lagi föstudaginn 26. apríl og
merkja með dulnefni, en gefa
upp nafn, heimilisfang og síma í
lokuðu umslagi.
Utanáskriffin er Vísnakeppni,
Safnahúsinu á Sauðárkróki, 550
Sauðárkrókur.
' rtýíll ■ e
fyrsta «>oKHs S*»tudafl_
| 1 t,MÉ
25%
afsl
gadinuefm
bútasaumsefni og fataefni
fimmtud. og föstud
Af götunni