Feykir - 17.04.2002, Síða 5
13/2002 FEYKIR 5
Ábyrgð, fjármál og Landsmót
Á undanfomum mánuðum
hafa verið miklar umræður um
erfiðar ákvarðanir sem sveitar-
stjóm Skagafjarðar varð að
taka. Á næstu vikum mun verða
umræða um þessar ákvarðanir
og þá ekki síst fjárhagsstöðu
sveitarsfélagsins, hvort hún er
góð eða vond og hvort hún hafi
í reynd breyst til hins betra eða
ekki.
I töflunni sem fylgir þessari
grein eru upplýsingar um stöð-
una eins og hún var orðin um
mitt síðasta ár, er meirihluta-
samstarf framsóknar- og sjálf-
stæðismanna þraut orkan, og
hvemig hún var um síðustu ára-
mót og er áæltuð um næstu ára-
mót.
í töflunni kemur ffam að:
l.Skuldir sveitarsjóðs munu
lækka á einu og hálfu ári um
tæplega helming eða 722 millj-
ónir króna. Ennfremur hafa
peningar í buddu sveitarsjóðs
vaxið þannig að nú er hægt að
greiða reikninga ffá degi til
dags án erfiðleika
2. Skuldir Hafnarsjóðs
munu vaxa um 30 milljónir
króna. Það er ekki nógu gott en
örugglega leysanlegt án vem-
legra erfiðleika.
3. Skuldir veitufyrirtækj-
anna vaxa um 167 milljónir
króna (til einföldunar em skuld-
ir Rafveitu Sauðárrkóks hafðar
Skuldir sveitarsjóðs og fyrirtækja í milljónum króna
Tímabil Sveitarsj. Hafnarsj. Veituíyrirt. Félagsíbúðir Húseignir Samtals
Staða 30.6.2001 1.513 24 134 844 2.515
Staða 31.12.2001 1.116 48 313 882 217 2.576
Áætlun 31.12.2002 791 54 301 933 105 2.184
Breyting á stöðu Lækkun Hækkun Hækkun Hækkun Hækkun Lækkun
frá30.6.2001 um um um um um um
til 31.12. 2002 722 30 167 89 105 331
með í upphafi). Sala á þjónustu
stendur fýllilega undir skuldun-
um og gott betur. Fram-
kvæmda- og viðhaldsgeta
veitnanna er áffam sterk.
4. Skuldir félagslega íbúða-
kerfisins munu vaxa um 89
milljónirkróna. Þaðervemlegt
áhyggjuefni. Nú hefiir meiri-
hluti sveitarstjórnar markað
stefnuna til að leysa úr þessum
vanda.Unnið er eftir henni og
verður vandinn vonandi leystur
en það mun taka tíma.
5. Skuldir Húseigna Skaga-
fjarðar munu verða um 105
milljónir króna í árslok 2002.
Rekstur húseignanna mun
standa undir þessum skuldum.
Fram kemur líka í töflunni
að heildarskuldir sveitarfélags-
ins em miklar en munu lækka
um 331 milljón króna á þessu
Leiðrétting
Séra Ámi Sigurðsson fyrrverandi sóknarprestur á Blönduósi, -
hafði samband við blaðið vegna myndar er birtist 27. febrúar sl. ffá
saumaklúbbi á Starrastöðum fyrir alllöngu. Þar var sagt í texta að
manneskja við hlið Jórunnar Hannesdóttur væri Sigríður Blöndal. -
Þetta er ekki rétt, heldur er það Stefanía Amórsdóttir sýslumanns-
frú, móðir Áma og þeirra systkina. Feyki hafði láðst að leiðrétta -
þetta en áður hafði komið ábending frá Sigurbjörgu Sigurðardóttur,
Boggu Munda.
Ræsting og bón
Tökum að okkur ræstingu og bónvinnu
íyrir einstaklinga - fyrirtæki og stofnanir.
Dagleg ræsting - vikuleg - mánaðarleg
Allt eftir þörfum hvers og eins.
Bón og reglulegt viðhald á bóni.
Gufuhreinsun o.fl. o.fl. o.fl.
Höfum einnig til sölu hreinlætisvörur frá
Evans.
Hafið samband og leitið tilboða.
Upplýsingar í símum 893 3979 og 453 6096.
S.E. VERKTAKAR
tímabili. Þegar á heildina er lit-
ið og tekið hefur verið tillit til
sundurliðunar skuldanna er
ekki ástæða til að gera of mik-
ið úr heildarskuldunum. Tæp-
lega helmingur eða 933 millj-
ónir króna hvíla á félagslega í-
búðakerfinu og standa tæplega
100 íbúðir í sveitarfélaginu og
verðmæti þeirra þar á bak við.
Þeir sem gagnrýnt hafa að-
gerðir núverandi meirilhuta
sveitarstjórnar, Skagafjarðar-
listans og Framsóknarflokks,
hafa ekki sett ffam neinar raun-
hæfar tillögur til að leysa úr
vanda sveitarfélagsins. Sjálf-
stæðismenn eru almennt úr-
ræðalitlir þegar kemur að að-
gerðum og viðbætist sundur-
lyndi þar innanborðs. Það eina
sem ffá þeim heyrist er að skera
verði niður þjónustu en flytja
samt aldrei neina tillögu um
niðurskurð - hvað á skera og
spara. Við í Skagafjarðarlistan-
um viljum ekki niðurskurð. Við
viljum áffam byggja upp góða
skóla, góða félagsþjónustu, hlúa
að fbtluðum og öldruðum og
öðrum þeim sem minna mega
sín.
Við viljum ekki heldur láta
erfiðleikana slá okkur út af lag-
inu. Þess vegna höfðum við for-
ystu ásamt öðrum um að halda
hér landsmót UMFÍ árið 2004.
Það verður glæsileg hátíð sem
Skagfirðingar leysa með mikl-
um sóma.
Við i Skagafjarðarlistanum
munum ekki láta deigan síga.
Við stöndum vörð um fjármál-
in á ábyrgan hátt en viljum líka
sækja ffam og gera góða þjón-
ustu enn betri.
Snorri Styrkársson.
Heilbrigðisstofnunin
Sauðárkróki
Umsjónarmaður fasteigna
Laus er til mnsóknar staða umsjónarmanns fasteigna við Heilbrigðisstofnuiúna
Sauðárkróki. Starf umsjónarmanns felst m.a. í eftirliti og umsjón með viðhaldi á
fasteignum, tækjum og búnaði í eigu stofnunarinnar
Memitunarkröfur:
Iðnmenntun í trésmíði og meistararéttindi æskileg.
Hæfniskröfur:
Frumkvæði og sjálfstæði til verka ásamt heiðarleika, trúnaði og lipurð
í mannlegum samskiptum.
Laun em samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Skagafjarðar við ríkissjóð.
Umsóknir ásamt upplýsingum urn náms- og starfsferil berist til Birgis
Gunnarssonar, framkvæmdastjóra stofnunarinnar fyrir lO.maí n.k.
Staðan veitist frá l.september 2002.
- Rcyklaus vinnustaður -
Heilbrigðisstofnunin
Sauðárkróki
Símavarsla - móttaka
Laust er til umsóknar 50% starf .Vinnutími 12,00 -16,00 virka daga. Laun samkvæmt
kjarasamningi SFS og ríkissjóðs. Staðan veitist frá og með 01. september 2002.
Starfssvið: Símsvönin og móttaka.
Menntunar- og hæfniskröfur: Stúdentspróf æskilegt.
Góð íslensku- og tölvukunnátta nauðsynleg
Reynsla af sambærilegu æskileg. Þjónustulund, sveigjanleiki og gott viðmót.
Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
Allar nánari upplýsingar veitir Guðnin Jóhannsdóttir hjúkrunarstjóri heilsugæslusviði
í síma 455 4098.
Skriflegar umsóknir sendist til Ilerdísar Klausen hjúkrunarforstjóra fyrir 6. maí n.k
- Reyklaus vinnustaður -