Feykir


Feykir - 17.04.2002, Page 8

Feykir - 17.04.2002, Page 8
Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra 17. apríl 2002, 13. tölublað, 20. árgangur. Sterkur auglýsingamiðill Óháður listi í Húnaþingi vestra Boðið verður fram óháð framboð í Húnaþingi vestra fyr- ir sveitarstjórnarkostningarnar i vor og að verður listinn birtur í næstu viku smkvæmt upplýs- ingjrn Heimis Ágústssonar á Sauðadalsá, en orðrómur er á kreiki um að hann verði efsti maður á listanum. Önnur nöfn sem nefnd hafa verið og þykja líkleg til að verða ofarlega á list- anum eru Stefán Böðvarsson Mýrum íyrrv. oddviti Ytri-Toifa- staðahrepps, Gunnar Þorgeisson á Fitjum og Aðalheiður Böðv- arsdóttir Reykjum. Heimir vildi ekki staðfesta neina skipan í samtali við Feyki en sagði ljóst að það stefndi í mikla hörku í kosningunum, hann væri alla- vegana hræddur um það. Heimir sagði sagði sig úr nefndum á vegum sveitarfélags- ins þegar hart var deilt um skóla- málin og virðist nú vera látinn gjalda þess. Meirihluti sveitar- stjórnar setti hann út úr stjóm Sparisjóðs Húnaþings og Stranda, en sveitarstjómimar út- neína sitthvom manninn í stjóm- ina. í stað Heimis var kosinn Guðmundur Haukur Sigurðsson sem skipaði efsta sæti G-listans sent Heiinir var í öðru sæti við síðustu kosningar. „Annars er allt gott að frétta héðan. Það vorar á fiillu og við emm ákveðin í að ná fólki sam- an til góðra mála. Það er gott að búa út í sveit og enginn uppgjaf- artónn í okkur”, segir Heimir Á- gústsson á Sauðadalsá. Stjórnmálafundur í Skagafírði Hringlandaháttur með Byggðastofnun Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður flutti allharð- orða framsöguræðu á stjórn- málafundinum í Ljósheimum skömmu eftir páska. Gagn- rýndi hann m.a. vinnubrögð varðandi nýframkomnar tillög- ur í byggðamálum, sem kynnt- ar hefðu verið þingheimi alveg á síðustu stundu, auk þess sem þessar tillögur bæri lítið í sér fyrir íbúa landsbyggðarinnar vestan Eyjafjarðar. Þá sagði Einar Oddur hringlandahátt varðandi málefni Byggðastofh- unar óþolandi og það ósam- kontulag sem virtist vera milli stjórenda stofnunarinnar og ráðherrans, Valgerðar Sverris- dóttr iðnaðarráðherra. Einar Oddur sagði að menn væru langt í frá samstíga varð- andi Byggðastofnun. Þó tekist hefði að flytja stofnunina út á land, til Sauðárkróks, þá vant- aði að fylgja því máli betur eft- ir og hlúa að stofnuninni í stað þess að kroppa utan af henni, eins og fælist í hugmyndum um það að flytja byggðasjóð til Eyjafjarðar. Einar Oddur sem sæti á í landbúnaðamefrid, sagði að menn yrðu að viðurkennna þann mikla vanda sem væri í sauðfjárræktinni. Þar væri síð- ur en svo bjart frumundan við enn minnkandi sölu á lamba- kjöti og slælega markaðsstöðu. Þingmaðurinn vék einnig að Evrópumálunum og sagði menn þar á rniklum villigötum. Hann sagði samninginn um EES duga okkur vel og hver smáþjóð mætti öfiinda okkur af þeirri stöðu sem við höfiim þar. — • 'ví KJORBOK Vinsœlasti sérkjarareikningur Islendinga - með hæstu ávöxtun í áratug! Landsbanki jslands ______í forystu tíl framtfðar I Útibúið á Sauðárkróki - S: 453 5353 . Forsvarsmenn lionsklúbbsins og kirknanna við afhendingu magnarakerfisins. Höfðamenn gefa magnarakerfi Lionsklúbburinn Höfði á Hofsósi afhenti í síð- ustu viku að gjöf magnaratæki sem notað verður við stærri kirkjulegar athafnir austan Héraðsvatna allt frá Fljótum í Viðvíkursveit. Forsvarsmenn Hofsós- og Hólaprestakalls ásamt fiilltrúa Hof- staðakirkju mættu á fund klúbbsins á Hofsósi til að meðtaka gjafabréf þessu til staðfestingar. Fram kom í rnáli þeirra Haraldar Jóhannesson- ar og Pálma Rögnvaldssonar hjá Lionsklúbbnum Höfða að til hafi staðið í nokkum tíma að útvega svona tæki, þar sem ævinlega hefðu komið upp vandamál við íjölinennar jarðarfarir og aðrar stór- ar kirkjulegar athafnir, að koma hljóði úr kirkju í nærliggjandi hús eða stórar rútur við kirkjurnar, þegar húsfyllir er í kirkju. Þá hefur jafnan þurft að leita út um allar jarðir til að fá tæki lánað, en nú er það sem sagt úr sögunni og verður magnaratækið varðveitt hjá sóknamefhd Hofsóskirkju. Gestir á klúbbfundinum á Hofsósi þökkuðu þetta framtak klúbbsins og sögðust sannfærðir um að það ætti eftir að koma sér vel. Séra Gísli Kol- beins, starfandi sóknarprestur á Hofsósi og í Fljót- um, einn lionsfélaga, sagðist þegar hafa augastað á magnaratækinu þegar boðað yrði til messu í Knappstaðakirkju næsta surnar, en í þessari litlu kirkju er jafnan messað einu sinni á sumri. Skagafjarðarlistinn birtir Snorri og Gréta Sjöfn efst Á félagsfundi í Skagafjarðarlistanum í síðustu viku var framboðslisti flokksins fyrir næstu sveitarstjómarkosningar samþykktur ein- róma. I efstu sætunum em Snorri Styrkársson Sauðárkróki, Gréta Sjöfh Guðmundsdóttir Víðidal II og Helgi Thorarensen, Hólum Að öðru leyti er listinn þannig skipaður: 4.Sveinn Allan Morthens Garðhúsum, 5.Anna Kristín Gunnarsdóttir Sauðárkróki, 6. Stefanía Hjördís Leifsdóttir Brúnastöðum, 7.Guðbjörg Særún Bjömsdóttir Hofsósi, 8.Jón Karlsson, Sauðárkróki, 9. Jón Amljótsson Ytri-Mæli- fellsá, 10. Ingibjörg Hafstað Vík, 11. Margrét Sigurðardóttir Sauðárkróki, 12,Heiða Lára Eggertsdóttir Sauðárkróki, 13. Þórarinn Leifs- sonKeldudal, 14. Pétur Valdimarsson Sauðár- króki, 15. Ingvar Guðnason, Merkigarði, 16. Herdís Jónsdóttir Sauðárkróki, 17. Guðbjörg Guðmundsdóttir Sauðárkróki, 18.Hulda Sigur- bjömsdóttir Sauðárkróki. Skagafjarðarlistinn hefur myndað meirihluta í sveitarstjóm Skagafjarðar ffá miðju síðasta ári og hefur nú 2 fulltrúa i sveitarstjóm, þau Ingi- björgu Hafstað og Snorra Styrkársson. ...bflar, tiyggjngar, bækur, ritföng, framköflun, rammar, támarit, ljósritun, gjafavara... BÓKABÚÐ BRYEcJARS SUÐURGÖTU 1 SÍMI 453 5960 Flísar, flotgólf múrviðgerðarefni Aðalsteinn J. Maríusson Sírni: 453 5591 853 0391 893 0391

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.