Feykir


Feykir - 02.10.2002, Blaðsíða 4

Feykir - 02.10.2002, Blaðsíða 4
4 FEYKIR 33/2002 „Hef það á tilfínnmgunni að Sauðárkrókur sé betri bær eftir að hann stækkaði“ Það er alltaf svolítil hugljómun yfir bernskudögunum. Þeir eru gjarnan í minningunni eins og eitt óslitið ævintýri. Þetta er sá sjóður sem margir sækja í og upplifa aftur og aft- ur og sjá sögusviðið ljóslifandi fyrir sér, eins og þetta hefði allt gerst í gær. En hjá mörgum tekur ævintýrið snöggan enda. Fjölskyldan flytur burt í annað umhverfi, og börnin á misjöfnum aldri. Þau slitna úr sambandi við vinahópinn og gengur misjafnlega að aðlagast nýju umhverfi. Ekki bæt- ur úr skák ef úr verður hálfgerður flækingur, ijölskyldan flytur stað úr stað á skömmum tíma. Þegar svo gerist getur það örugglega haft skaðvænleg áhrif á böm í uppvexti. Þessir hlutir báru meðal annars á góma þegar blaðamaður Feykis spjallaði við Tómas Albertsson, Tomma Berta kokks, eins og hann hefúr sjálfsagt verið kallaður þegar hann var að alast upp á Króknum á sjöunda áratugnum og fram á miðjan þann áttunda. Tómas þurfti einmitt að yfirgefa Krókinn nýfermdur, þá fluttu foreldrar hans á Stokkseyri og síðan tók við „hálfgerður flækingur” eins og Tómas orðar það. „Ég held það hafi farið frekar illa með mig. Þau áttu aldrei að flytja ffá Króknum. Ég held það sé gott fyrir börn að fá að klára grunnskólann áður en flutt er á milli staða. Það er vont að fara svona á miðju skólastigi eins og var í mínu tilfelli”, segirTómas sem nú er fluttur affur á Krókinn ásamt konu og nokkra mánaða barni. Þegar ég hringdi bjöllunni í húsinu út á Kaupangstorgi þar sem Tómas og kona hans Mar- ía Arinbjamar búa, rak ég aug- un í blað á hurðinni með nöfn- um íbúanna og neðst á blaðinu stóð „Urðarbrunnur (félag).” Þetta varð kveikjan að umræð- um þegar komið var í íbúðina upp á efstu hæð. Hvað þessi Urðarbrunnur væri? „Þetta er vasabókaútgáfa sem ég á. Ég hef verið að grúska í hjátrú og rúnum og gaf út tvö kver sem ég hef verið að bjóða ferðamönnum til sölu. Fyrst gaf ég út kver sem heitir „Rúnir” og síðan seinna annað kver sem heitir „Særingar og bölbænir.” Spjallið berst nú að göldr- um og grúski þeim tengdum. Þau Tómas og Maria eru greinilega bæði búin að grúska í heimildum þessu tengt og eru þeirrar skoðunar að það hafi raunverulega örfáir verið að fást við eitthvert kukl hér á landi. Tómas telur að þessi mál hafi að langstærstum hluta tengst þvi að einstakir kirkj- unnar þjónar hafi verið að ná jörðum undir sig, auka auðinn. Einnig hafi tengst þessu „ó- magaótti”. María tekur undir það og segir að það styrki einmitt þá kenningu, að erlend- is hafi það mest verið konur sem brenndar voru fyrir galdra. Því hafi verið öíúgt farið hér á landi, þó svo að þeir menn sem að galdrabrennum stóðu, gjör- þekktu til þessara fyrirbæra er- lendis. Það verður ekki sagt um þau Tómas og Maríu að þau bindi bagga sína sömu hnútum og samferðamennirnir. Bæði eru þau ásatrúarfólk og hafa setið í stjórnum og nefndum ásatrúarsöfnuðarins hér á landi, María m.a. verið staðgengill Jónínu K. Berg Vesturlands- goða, sem nú er starfandi al- hersjargoða. Ódýrara að lifa Þegar blaðamaður hitti Tómas á fömum vegi á dögun- um, átti við hann smá spjall og hugmyndin kviknaði að blaða- viðtali, kom í ljós að þau hjúin eru bæði í fjarnámi hér á Króknum. Það kom líka í ljós í þessu spjalli um daginn og veg- inn að Tómas hefúr ákveðnar og kannski svolítið sérstæðar skoðanir á hlutunum. - En hver var ástæðan fyrir því að þau fluttu á Krókinn, varla bara hug- ljómun bemskudaganna hjá Tómasi? „Það er einfaldlega af þeirri ástæðu að hér er ódýrara að lifa en í Reykjavík. Sérstaklega er það húsnæðiskostnaðurinn sem er minni héma. Húsalega í Reykjavík er hreinn viðbjóður og það var mikið ábyrgðaleysi hjá Páli heilbrigðisráðherra að gefa út þessar tölur um daginn, sem em langt frá hinu sanna. Þetta er einfalt reiknisdæmi. Fermeterinn í Reykjavík kostar 1200 - 1500 krónur. Hér leigj- um við um 100 fermetra íbúð á rúmar 40 þúsund á mánuði. Samskonar ibúð í Reykjavík Tómas Albertsson, sem ólst upp til fermingaraldurs á Króknum, og kona hans María Arinbjarnar ásamst dóttur sinni Valgerði Fríðu. myndi kosta okkur vel yfir hundrað þúsund kallinn. Matvömverð hérna er gott og stenst ágætlega samanburð við höfúðborgarsvæðið, sér- staklega þegar það er tekið inn i dæmið að það kostar þónokk- uð að koma sér á milli búða. Þó verðið sé lægra á lágvörumörk- uðunum þá kaupirðu ekki alla hluti þar. Ferskvaran þar getur verið mjög varasöm, ávextimir og grænmetið. Sumir segja að það skemmist á leiðinni heim úrbúðinni”, segirTómas. María tekur undir þessi orð sambýlismannsins. „Hér er gott að lifa og okkur hefúr ver- ið tekið ákaflega vel. Þjónustan er góð og ég er ekki í nokkrum vafa um að hér er gott að ala upp böm, miklu betra en í Reykavík. Og hér getur bamið okkar stundað sitt nám alveg upp á háskólastig, og kannski alla leið ef á það reynir með tíð og tíma.” Þægilegt í fjarnámi María er í fjamámi í tölvun- arfræði, en Tómas sem hefúr mikinn áhuga á dulfræðinni, stefnir á þjóðffæðina og er að vinna í því núna að Ijúka námi fyrir stúdentspróf. En hvemig er að stunda fjarnám? „Það er mjög þægilegt. Þú færð alla fyrirlestrana til þín en verður síðan að skila verkefn- unum fyrir ákveðinn tíma. Þetta nám krefst vitaskuld meiri sjálfsaga en nám sem fram fer í skólanum og gerir kannski þær kröfúr til þín að þú verður að vera sæmilega góður að læra á bókina. Ég held ég væri ekkert betur sett í þessu námi í Reykavík”, segir María. „Fyrir mig þá hef ég líka þann möguleika að vera í síma- sambandi við kennarann. Þannig að þetta er að mörgu leyti mjög þægilegt”, segir Tómas, en hann er einnig að vinna að ættffæðigrúski heima; starfaði einmitt um skeið sem slíkur hjá Genia logia íslandor- um, sem fór kyrfilega á haus- inn fyrir nokkm. Mátulegur bær „Ég hef það á tilfinningunni að Sauðárkrókur sé betri bær eftir að hann stækkaði. Mér finnst hann mátulega stór eins og hann er núna. Það er á- byggilega mjög gott fyrir að- komufólk að koma hingað. Það er í þessum minni bæjum sem ég held að fólk eigi ekkert svo greiðan aðgang, að „aðkomu- pakkinu” svokallaða er ekkert tekið of vel. Ég fann svolitið fyrir því á mínu flakki, að okk- ur aðkomumönnunum var haldið til hliðar. Ég meira að segja upplifði það í norðlensk- um bæ fyrir allmörgum ámm, þegar ég var þar á vertíð ásamt fleimm, að það átti m.a. að vísa mér út af fúndi hjá verkalýðsfé- laginu, þangað til gamli verka- lýðsleiðtoginn benti á það að ég væri með löglegt félagsskír- teini og það mætti ekkert vísa mér af fundinum. Mér finnst þetta ljóður á minni samfélög- um, að það sé helst ekki hægt að hafa samneyti við aðkominn verkalýðinn, nema þá á fyllirí- um.” Gatan og fjaran - En hvemig var að alast upp á Króknum? „Það var mjög gott. Ég átti heima á Sæmundargötunni og þar byijaði mamma með sína fyrstu blómabúð. Það var stutt að fara í Bamaskólann hjá Birni Dan. og leikfélagamir vom margir krakkar þarna í nærliggjandi götum. Helstu leikfélagamir voru Diddi Ás- bjöms, Biggi Rafns og Sveinn Olafs læknis. Við vomm líka dálítið að sniglast í kringum fullorðna fólkið. Árni á Kálf- stöðum var t.d. mjög vinsæll hjá okkur krökkunum, enda fór hann með okkur í bíltúr í Hóla og Glaumbæ, og sýndi okkur hvernig hlutimir urðu til hér áður fyrr. Við fórum með hon- um niður í fjöru að veiða og þar sýndi hann okkur líka hvað væri ætt úr fjörunni, þanginu og því dóti. Una skáldkona systir Árna var líka merkileg manneskja og hændi okkur bömin að sér. Ég held að allir krakkamir í göt- unni hafi lært að lesa hjá Unu. Fyrst lærðum við Litlu gulu hænuna og svo var næsta bók Bíblían. Hún lét okkur lesa þar byrjunina á Gamla textament- inu, ættartöluna á fyrstu síðu” Var ekki Birgir Rafnsson núverandi aðstoðarbankastjóri dálítið mikill prakkari? „Ég veit ekki hvort að má

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.