Feykir


Feykir - 02.10.2002, Page 8

Feykir - 02.10.2002, Page 8
Sterkur auglýsingamiðill Herdís sækist eftir öðru sætinu Herdís Á. Sæmundardóttir framhaldsskólakennari á Sauð- árkróki sækist eftir öðru sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi og hefur sent kjömefnd framboð sitt. Herdís var bæjarfulltrúi og Herdís Á. Sæmundardóttir. varamaður í sveitarstjórnum Sauðárkróks og sveitarfélags- ins Skagafjarðar i samtals 12 ár og leiddi lista framsóknar- manna á síðasta kjörtímabili. Þótt ffamboðsffestur í pró- kjör framsóknarmanna, sem ffam fer á kjördæmsisþingi 16. nóvember, sé til 9. nóvember eru þegar komin nokkur ffam- boð og ljóst að keppnin verður mjög hörð um efstu sætin. Fjórir sækjast eftir efsta sæt- inu: Páll Pétursson, Kristinn H. Gunnarsson, Magnús Stefáns- son og Ámi Gunnarsson. Þá hefúr Ragna ívarsdóttir vara- formaður Kjördæmissam- bands framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi tilkynnt ffamboð til kjömefhdar. Hún býr að Vatnsholti á Snæfells- nesi og býður sig ffam í 1.-6. sæti. Umhverfisverðlaun veitt í Húnaþingi Nýlega voru veitt umhverf- isverðlaun í Húnaþingi vestra. Þetta er í fjórða sinn sem viður- kenningamar eru veittar og núna fór athöfnin fram á Gauksmýri. Auglýst var effir á- bendingum og fór umhverfis- nefndin vítt og breitt urn hérað- ið til að skoða staði. Amar Birgir Olafsson nýráðinn umhverfisfræðingur og garðyrkjustjóri Húnaþings vestra lýsti störfúm nelndarinn- ar sem var skipuð auk hans Huldu Einarsdóttur, Árborgu Ragnarsdóttur og Sigríði Hjaltadóttur. Það var svo Heimir Ágústs- son oddviti sem skýrði frá vali þeirra sem hlutu viðurkenning- ar. Það em hjónin Guðrún Jó- hannsdóttir og Hreinn Halldórs- son fyrir garðinn á Garðavegi 17 á Hvammstanga, Sparisjóð- ur Húnaþings og Stranda fékk viðurkenningu fyrir snyrtilegt umhverfi og gott aðgengi fatl- aðra. Lögbýlið Vatnshóll fékk viðurkenningu fyrir snyrtilegt umhverfi og smekklegt viðhald húsa, en ábúandinn Halldór Líndal Jóhannesson gat því miður ekki verið viðstaddur af- höfnina. í ávarpi sínu sagði Heimir Ágústsson oddviti að viður- kenningar fyrir góða umgengni á bújörðum og við fyrirtæki, svo og fagra garða í þéttbýli, væm mikilvægar nú á tímum mikillar umræðu um umhverf- ismál. Að athöfn lokinni var gestum boðið upp á kaffi og meðlæti. s: 453 6666 Vide s: 453 6622 Þúsund ára beinagrindur geymast vel í Keldudal í Keldudal í Hegranesi hafa komið í ljós heillegustu beina- grindur sem fundist hafa í kirkjugarði frá ffumkristni hér á landi. Undanfama daga hefúr verið unnið að því að grafa upp á þriðja tug grafa, sem taldar em frá elleftu öld, enda undir öskulaginu ffá Heklugosinu 1103. Verða beinagrindumar teknar upp og fluttar í geymslu fyrir veturinn. Þessi hluti kirkju- garðsins, sem fylgir stafkirkju sem ekki var áður vitað um í Keldudal, er einmitt á þeim stað sem hjónin í Keldudal em að fara að reisa hús fyrir ferðaþjón- ustu. Eins og myndir Feykis bera með sér er um ótrúlega heilleg bein að ræða. Einnig mátti sjá í sneiðingum leifar af trjávið í kistunum. Ragnheiður Trausta- dóttir fomleifaffæðingur segir að þessi merki beinafúndur yrði Þór Hjaltalín og Ragn- heíður Traustadóttir skoða beinin. Fjær eru bænd- urnir í Keldudal, Þórarinn og Guðrún. rannsakaður nánar næsta sumar. Ragnheiður segir að þrír kirkjugarðar frá fmmkristni hefðu verið rannsakaðir áður, og beinin hefðu verið „smjör” á þessum stöðum miðað við Keldudal, Þórarinsstaðir í Seyð- isfirði, Neðra - Ás í Hjaltadal og Hrísbrú í Mosfellsdal. Af hveiju beinin varðveittust svona vel í Keldudal, taldi Ragnheið- ur vera eitthvað í jarðveginum sem gerði það að verkum. Það er fornleifavemd ríkis- ins sem stendur fyrir upp- greftrinum í Keldudal. Guðný Zoega beinasér- fræðingur Fornleifverndar skoðar mjög heillega beina- grind. Beinin verða rannsökuð mjög ítarlega. ...bílar, tiyggingar, bækur, ritföng, framköllun, rammar, tímarit, ljósritun, gjafavara... BÓKABtJÐ BRYBJABS SUÐURGÖTU 1 SÍMI 453 6950 Flísar, flotgólf múrviðgerðarefni Aðalsteinn J. Maríusson Sími: 453 5591 853 0391 893 0391

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.