Feykir


Feykir - 02.10.2002, Blaðsíða 6

Feykir - 02.10.2002, Blaðsíða 6
6 FEYKIR 33/2002 Hagyrðingaþáttur 346 Heilir og sælir lesendur góðir. Það er Sigurjón Stefánsson bóndi á Steiná í Svartárdal sem yrkir svo um gangnaleytið. Ýmsir leita á æðra svið og þar gleði lofa. Gangnamanna göfugt lið gistir ijallakofa. Jóhann Garðar Jóhannsson mun hafa verið í Reykjavík er hann orti svo. Mjög óþjálan strík ég streng starfi bijálast virkur. Afar hála götu geng gegnum sálarmyrkur. Bjöm Sveinbjörnsson heyrði vísuna og svaraði með þessari. Sálarmyrkur gegnum gekk glataði styrk og hætti að rata. Fór að yrkja en aldrei fékk aftur virkilegan bata. Friðjón Jónasson bóndi á Sílalæk mun hafa ort þessa. Þótt að margt mig gleddi gest gifta mín því réði, að hjartanu omað hefur best heimafengin gleði. Bjarni Jónsson frá Gröf mun vera höfundur að þessari. Áfram tifar tímans kvöm tekst henni margt að gera. Framhaldssaga fyrir böm finnst mér lífið vera. Önnur vísa kemur hér sem mig minnir að sé eftir Bjama. Á drykkju er ég alveg bit ofl þó firulist gaman. Ekki tel ég vín og vit vilji búa saman. Kristján Hjartarson á Skagaströnd er höfúndur að næstu vísu. Bylgja sjávar brött og há brotnar gráum klettum á. Yljar fáum ygld á brá út sem þrá á höfin blá. Það er Jón Eiríksson á Fagranesi sem mun hafa ort þessa. Oft til sólar hefúr horft hrollköld íslands þjóðin. Þá hefúr vorið alltaf ort yndælustu ljóðin. Önnur vísa kemur hér eftir Jón. Alltaf verð ég eins og nýr úti í hlýju vori, enda gerast ævintýr i öðm hveiju spori. Þar sem nú að undanfömu hefúr ríkt sannkölluð vorblíða er tilvalið að rifja næst upp þessa ágætu vísu Ólínu Jónas- dóttur. Sigri hrósa fossafoll ffarn við ósarætur. Vill sér kjósa völdin öll vor með ljósar nætur. Alltaf er gaman að rifja upp vísur eff- irhinn snjalla Sveinbjöm alsheijargoða. Bæði liggur buil og heim brautin sem við fúndum. Verður samt á vegi þeim villuþoka stundum. Áffarn haldur Sveinbjöm. Veðrahaminn hirða fljótt huldur gaman stafa, þegar saman sól og nótt seiðinn ffamið hafa. Það mun hafa verið Bjami Ásgeirs- son alþingismaður sem orti eftirfarandi haustvísu. Andar köldu á rós og reyr. Reykur á öldum svífúr. Alltaf kvöldar meir og meir. Myrkur völdin þrífúr. Þeir sem eldri em af lesendum þátt- arins muna eflaust eftir vísnaþætti sem Guðmundur Sigurðsson gamanvísna- höfúndur sá um í ríkisútvarpinu. Nokk- uð var reynt að fá Þingeyinga til að taka þátt í leiknum en var ffekar árangurslít- ið þar til Böðvar Guðlaugsson sendi þeim svofellt skeyti. Ef ykkur skortir efnivið ykkur vil ég benda á mývetnskt grobb í miðrímið og mont í báða enda. Fyrstur til svars fyrir norðan var Valdimar Hólm Hallstað, er gerði þau mistök að eigna Böðvari ljóðabókina, í fölu grasi, sem hann átti ekkert í. Fátt er satt í þínu þrasi þar var öllum dygðum rænt. Feyskið strá í fölu grasi fannst það vera orðið grænt. Böðvar sendi svar með fyrstu ferð. Jafnvel skáldum skýst á marga lund skírleikurinn bæði í sögu og ljóði. í fölu grasi fól ég ei mitt pund farðu heim og lestu betur góði. Kemur nú til sögu Karl Sigtryggsson á Húsavík og vandar ekki Böðvari Guðlaugssyni kveðjuna. Ósköp hljótt er um þann völl sem ól þig sinuskúfúr. Aldrei fékkstu íslensk fjöll allar hundaþúfúr. Æðir að sunnan ylgja grá einhver þekkti veðraharann. Af monti situr suðrið á svikráðum við norðurhjarann. Þó geti okkar innra fjör ennþá dalað héma nyðra, virðist andleg afturför útilokuð syðra. Var nú komið að Böðvari að svara og var nú ekki mjúkmáll. Skörulega skal nú hegnt skeytin ekki vanda. Betur hefði ég aldrei egnt á mig þennan fjanda. Stormar ffam með stélið sperrt steíja brýnir gogginn, skáldahjörðin hnakkakert hnýfilyrt og roggin. Líkja þeir við landins fjöll ljóðasmíði sinni. Vitleysan er ekki öll eins í ffamkvæmdinni. Ég vil biðja ffemst og fyrst fílefld kvæðatröllin, að salla á mig af sinni lyst en svívirða ekki fjöllin. Þar sem mér hefúr borist talsvert meira efni úr þessu gríni þeirra félaga mun ég gera því nánari skil í næsta þætti. Veriði þar með sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson, Eiríksstöðum 541 Blönduósi, sími 452 7154. Gamli kúskurinn á Þverárfj alli Á miðjum fimmtudegi 26. sept., á fyrsta degi haust- mánaðar samkvæmt alman- akinu, var lokið við útlagn- ingu bundins slitlags á Þver- árfjallsvegi. Þetta er 12 km kafli milli Skiðastaða og Þverár í Norðurárdal. Næsta sumar verður seinna burðar- lagið lagt út. Ýmiss ffágang- ur er eftir við veginn, en greiðfært er um hann fyrir alla bíla eigi að síður. Vetri snemma má búast við að vegurinn lokist fljótt á gamla veginum við Þverá og niður Norðurárdalinn allt að Njálsstöðum. Fyrir 80 árum var kúskur við vegabætur vestan í Hvammshlíðarfjalli og Kolugafjalli, Stefán nokkur Kemp fæddur og uppalinn á Illugastöðum. Stefán hefúr fylgst með vegaffam- kvæmdum af kostgæfni á Þverárfjalli á sinum æsku- slóðum og séð mannvirki verða að veruleika sem eng- an dreymdi um í hans ung- dæmi. Faðir Stefáns, Lúðvík Kemp, var þekktur verk- stjóri við vegagerð m.a. hóf hann vegalagningu yfir Siglufjarðarskarð árið 1935, sem síðan var opnaður 27. ágúst 1946. hing. Stefán Kemp á Þverárfjallsvegi 10. ágúst sl., þar sem að vegurinn kemur inn á Laxárdalsheiðina. í baksýn er Hrafná sem verða mun vegfarendum mikið augna- yndi. Mynd/hing. Tindastóll fær góðan liðstyrk Tindastóll hefur fengið góðan liðstyrk ffá Þórsurunt á Akureyri, sem nýlega drógu sig út úr Ur- valsdeildinni í körfúbolta. Þeir Einar Örn Aðalsteinsson og Sig- urður G. Sigurðsson ætla að ganga til liðs við Tindastól og verða orðnir löglegir í lok mánað- arins. Þeir munu styrkja mjög leikmannahópinn hjá Tindastóli. Æfingamót fór fram á Sauðár- króki um síðustu helgi. Tindastóll vann Skallagrím og Þór, en tapaði naumlega fyrir Snæfelli og Hamri. Fyrsti leikur Tindastóls í úrvalsdeildinni verðurgegn Snæ- felli í Stykkishólmi fimmtudags- kvöldið 10. október. Nánar verð- ur fjallað um körfúboltann í næsta blaði Feykis.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.