Feykir


Feykir - 16.10.2002, Blaðsíða 2

Feykir - 16.10.2002, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 35/2002 Element er að gera strandhögg í ísafirði. Samningur við KB og 3X Stál Um þessar mundir eru fimm ár síðan Element hf. snóri sér að hugbúnaðar- og tölvuþjónustu. A þessum fimm árum hafa orðið miklar breytingar á umhverfinu í þessum geira atvinnulífsins. Um- bylting heíur orðið á upplýsinga- kerfúm flestra fyrirtækja og ffamþróun í tækni verið mjög hröð. Þessar umbreytingar hefur Element hf. nýtt sér til vaxtar, segir í tilkynnigu frá fyrirtækinu. Mikil áhersla hefúr verið lögð á markaðsstarf undanfarin ár sem hefur skilað sér í nýjum við- skiptasamböndum og samning- um. Sem dæmi um stækkun má nefna að velta fyrirtækisins var 35 milljónir árið í 1997 en var 170 milljónir í fyrra sem er ná- lægt fimmföldun á fimm árum. Þá hefúr starfmönnum fjölgað mikið eða úr fimm í um tuttugu. Með aukinni markaðssókn hefur markvisst verið sótt inn á markaðinn á Reykjavíkursvæð- inu og mun um 70% af tekjunum koma af því svæði á þessu ári. Einnig er fyrirtækið að þjónusta fyrirtæki á ísafirði, Blönduósi, Hvammstanga, Akureyri, Borg- amesi og Höfn svo nokkir staðir séu nefndir. Element keypti Navison deild Heimilistækja í byijun árs 2000 og við það jókst fjöldi viðskipta- vina á Reykjavíkursvæðinu veru- lega. Stærstu aðilarnir í heildar- þjónustu með sitt viðskiptakerfi á því svæði em Ingvar Helgason hf., Osta - og smjörsalan, DHL, Frumheiji hf., Slökkvilið Höfúð- borgarsvæðinsins, Flugleiðahót- elin og íbúðalánajóður. I april á þessu ári keypti El- ement starfsemi HSC á íslandi. HSC var sérhæff hugbúnaðarfyr- irtæki fyrir hótel og gistihús. Við kaupin á starfsemi HSC er Elern- ent stærsta hugbúnaðarfyrirtækið á íslandi sem selur og þjónustar þá atvinnugrein. Nú nýverið hefúr Element gert tvo nýja saminga um upp- setningu, innleiðingu og kennslu á upplýsingakerfinu Navision Attain. Þessa samninga hefúr El- ement öðlast eftir útboð. Samn- ingamir em við 3X-Stál á ísafirði og KB í Borgamesi. Ennffemur er í gangi uppsetning á nýju kerfi í 101 Hótel í Reykjavík og upp- setningu að ljúka á nýju upplýs- ingakerfi hjá Grand hótel í Reykjavík. Element rekur starfsstöðvar á Sauðárkróki og í Sætúni 8 í Reykjavík þar sem sex starfs- menn hafa aðstöðu. Vestur íslenskur rokkasmiður leiðbeinir á Hofsósi Douglas Rögnvaldsson rokkasmiður heimsækir Skaga- fjörð og verður með sýnikennslu i rokkasmíði föstudaginn 18. október í Nýja konungsverslun- arhúsinu á Hofsósi kl. 14:00. Douglas þessi er sagður einn örfárra sem kunna að smíða rokka á sama hátt og íslenskir smiðir gerðu á 19. öld. Minja- safnið á Akureyri fékk hann hingað til lands til að kenna á- hugasömum aðferðina. I Skaga- fjörð kemur hann á vegum Byggðasafnsins og Vesturfara- setursins og mun skoða sig um á bernskuslóðum forfeðra sinna og vera með sýnikennslu í rokkasmíði á Hofsósi, eins og fyrr segir. Douglas er sonur Jóns Rögn- valdssonar f. 1870 í Hólkoti, sem flutti með foreldrum sínuni Rögnvaldi Jónssyni f. 1834 og Sigurlaugu Guðmundsdótur f. 1842 til Kanada árið 1876. Þau voru systkinaböm. Guðmundur faðir Sigurlaugar var Kristjáns- son frá Vatnskoti, Sveinssonar frá Steini og móðir Rögnvaldar var Lilja Kristjánsdóttir ffá Vatnskoti. Jón faðir Rögnvaldar var Kristjánsson smiður og bóndi á Ingveldarstöðum og Hólkoti. Sigurlaug og Rögnvald- ur bjuggu lengst af í Mæri á Nýja Islandi. Margir ættingjar Douglasar búa enn hér í Skaga- firði. Rokkasmíðina lærði hann hjá Jóni föður sínum, sem lærði hana af Rögnvaldi, sem hafði lært af Jóni föður sínum. „Ahugavert verður því að vita hvort Reykjastrandaraðferð- in við rokkasmíðina, sem fór út með Rögnvaldi, hefúr haldist óbreytt eða hvort hún hefúr orð- ið fyrir „vesturheimskum” áhrif- um”, segir Sigríður Sigurðar- dóttir á Byggðasafninu. Um staðreyndirnar Jóns Garðarssonar í síðasta tölublaði Feykis má lesa grein eftir Jón Garðarsson um það sem hann kallar stað- reyndir og leiðréttingar á rang- færslum. Vegna ósanninda sem birtast í þessu greinarkomi Jóns sé ég mér ekki fært annað en að leiðrétta „sannleikann” hans Jóns og færa nær sannleikanum. Þess vil ég þó geta að sumu í grein Jóns er ég sammála og get tekið undir og þá sérstaklega að aukin samvinna og samheldni okkar Skagfirðinga er nauðsyn- leg á öllum sviðum. Víkjum að rangfærslunum. Jón segir að sveitarstjórn hafi haldið fúnd með fulltrúum úr stjóm Svaða og Neista og skipað þeim að hætta við ráðgerðan dansleik með Pöpum. Ekki læt- ur Jón hér við sitja heldur telur hann sig einnig vita hvað sveit- arstjórn helst vildi gera í þessu máli. Hið rétta er að sveitarstjóm hefúr aldrei fjallað um þetta mál né haldið fúnd með fúlltrúum úr stjóm Svaða og Neista um dans- leikjahald hvað þá að lýsa yfir banni á dansleikjahaldi. Skrif Jóns Garðarssonar em með ein- dæmum og bið ég hann vinsam- legast að halda sig við það sem rétt er. Þó ég hafi ekki tekið þátt í smalamennsku fyrir Laufskála- réttina þá kom ég gjörsamlega af fjöllum þegar ég las greinar- komið hans Jóns. Arsæll Guðmundsson sveitarstjóri. Námskeið í Hólaskóla: Markaðsfræði lyrir þjónustugreinar Dagana 24 .- 25. október verð- ur haldið námskeið um mark- aðsfræði fyrir þjónustugreinar í Hólaskóla. Umsjón með nám- skeiðinu hefúr Þorsteinn Broddason ffamkvæmdastjóri Hestamiðstöðvar íslands. Kynntar verða grunnkenn- ingar og hugtök markaðsffæð- innar og tenging hennar við aðrar greinar. Farið verður í gegnum muninn á markaðsetn- ingu þjónustugreina og ffam- leiðslugreina og kynntar aðferð- ir við að markaðsetja þjónustu. í byrjun námskeiðsins verður valið verkefni ffá þátttakendum og kenningamar settar í sam- hengi við það, ásamt því að unnið verður með verkefnið eff- ir kenningunum í hópvinnu. Fjallað verður um vöruupp- byggingu og gæðaeffirlit í þjón- ustugreinum. Hugtakið „gæði” verður skilgreint sem og „mark- hópar”. Einnig verður farið í gegnum stöðlun á þjónustu og aðstöðu, vinnu og flæði ferla í fyrirtækjum, virkjun viðskipta- vina í þjónustunni ásamt sam- skiptum milli starfsmanna og viðskiptavina. í lok námskeiðs- ins verður farið lauslega inn á markaðssemingu og hag- kvæmni hennar. Þámökugjald er 11.400 kr en íbúar lögbýla fá styrk ffá Framleiðnisjóði landbúnaðarins og greiða 5000 kr. Gisting fyrir þá er hana þurfa og fæði verður selt á sanngjömu verði. Áhuga- samir skrái sig hjá Hólaskóla s: 455-6300 eða í tölvupósti solrun@holar.is i síðasta lagi 21. október. (fféttatilkynning) Myndböndin frá landsmótinu komin Fyrir þá sem vilja upplifa stemningu Landsmóts hesta- manna ffá liðnu sumri þá er gott að vita til þess að Sveinn Sveinsson i Plúsfilm er búinn að ffamleiða myndbönd ffá mótinu sem hægt erað nálgast í öllum verslunum sem eru með hestavörur og kaupfélögunum. Sveinn tók upp mikið magn myndefnis á mótinu og hefúr gert fjögur myndbönd, eitt um stóðhesta, annað um hryssur, það þriðja er um gæðinga og fjórða myndbandið er síðan „aðalmynd” ffá mótinu. Mynd- böndin eru til bæði með ís- lensku og ensku tali. Kemur út á miðvikudögum. Utgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Ægisstíg 10, Sauðárkróki. Póstfang: Box4, 550 Sauðárkróki. Símar: 453 5757 og 453 6703. Farsími 854 6207. Netfang: feykir @ krokur. is. Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. Blaðstjórn: Jón F. Hjartarson, Guóbrandur Þ. Guðbrandsson, Sæmundur Hennannsson, Sigurður Ágiistsson og Stefán Ámason. Áskriftarverð 190 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 200 krónur með vsk. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & Svart hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðsfréttablaða.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.