Feykir


Feykir - 16.10.2002, Blaðsíða 8

Feykir - 16.10.2002, Blaðsíða 8
Sterkur auglýsingamiðill Fréttablaðið á Norðurlandi vestra 16. október 2002, 35. tölublað, 22. árgangur. Guðbrandur Ægir afhendir Ársæli sveitarstjóra undir- skriftirnar frá íbúunum í Suðurgötunni. Ógnun af hraða í Suðurgötunni „Seint er að byrgja brunn- inn, þá barnið er dottið ofan i” var yfirskrift undirskriftarlista sem íbúar í Suðurgötunni á Sauðárkróki efndu til, og Guð- brandur Ægir Ásbjömsson af- henti Ársæli Guðmundssyni sveitarstjóra fyrir helgina. Ár- sæll lofaði að koma listunum til skipulagsnefndar, en íbúar í Suðurgötunni óttast mjög hrað- umferð um götuna og óska eft- ir aðgerðum til úrbóta. „Við undirrituð lýsum á- hyggjum okkar af hraðaakstri á Suðurgötu. Ungu fólki hefúr fjölgað til muna í götunni og þar af leiðandi bömum líka. Böm hafa ekki, eins og flestir vita, sama þroska og fúllorðnir til þess að skynja hraða. Með aukinni hraðaumferð og fleiri bömum eykst því hættan á al- varlegum slysum.Við höfúm á- hyggjur af bömunum, okkur sjálfúm og öllum þeim sem urn götuna eiga leið. Þetta er göm- ul og gróin gata sem á skilið að rólega sé um hana ekið. Við skorum á bæjaryfirvöld að gera breytingar sem leiða til hægari umferðar í Suðurgöt- unni”, segir á undirskriffarlist- anum. Guðbrandur Ægir segir að u. þ. b. 90% þeirra sem talað var við hafi ritað nöfn sín á list- ann og margir þeirra sagt ótrú- legar sögur varðandi hraða- akstur í götunni. Ýmsir íbúar hafi vakið athygli á vandanum án þess að árangur hafi orðið. Nú sé kominn tími fyrir yfir- völd að aðhafast eitthvað í mál- inu, en þess má geta að Suður- gatan liggur að baki lögreglu- stöðvarinnar. Þykja glöggir menn stundum hafa veitt þvi effirtekt að ökumenn fari um Suðurgötuna til að taka ffam úr umferðinni á Skagfirðinga- brautinni. Blái hnötturinn frumsýndur í Bifröst á laugardaginn Það er búið að vera mikið um ærsl í félagsheimilinu Bifröst að undanfomu og linnir ekkert lát- um á næstunni, enda komið að ffumsýningu bama- og ævin- týraleiksins Bláa hnattarins, sem gerður er eftir sögu Andra Snæs Magnasonar, sögu sem sló í gegn strax og hún kom út og hlaut þá íslensku bókmennta- verðlaunin í flokki bamabóka. Sagan hefúr síðan farið ffægðar- för út fyrir landsteinana og er orðin margverðlaunuð. Blái hnötturinn var fyrst tekin til sýn- inga í Þjóðleikhúsinu og hlaut þar mikla aðsókn og gríðarlegar vinsældir. Það er Þröstur Guðbjartsson sem leikstýrir Bláa hnettinum hjá Leikfélagi Sauðárkróks og annast uppfærsluna. Leikendur em tólf talsins, flestir ungir að árum, en reyndari leikarar í hópnum em Guðbrandur Guð- brandsson, Sigurlaug Vordís Ey- steinsdóttir og Sigurður Hall- dórsson. Auk þess er fjöldi fólks sem vinnur að sýningunni og hefúr lagt á sig ómælda vinnu. Fmmsýning verður nk. laug- ardag og síðan rekur hver sýn- ingin aðra. I samtali við Feyki sagði Þröstur Guðbjartsson leik- stjóri: „Þetta hefúr verið mjög krefjandi vinna þar sem þetta er þvílíkur ævintýraleikur að það þarf töffamátt til að allt geti gengið upp, verkið er þannig skrifað, eins og þeir sem lesið hafa söguna vita. Höfúndur leik- gerðar er Andri Snær sjálfúr á- samt Þórhalli Sigurðssyni leiks- stjóra hjá Þjóðleikhúsinu og mér er fúllkunnugt urn að það vöfð- ust ýmsar tæknilegar útfærslur fyrir þeim, eins og mér sem hef aðeins einn tíunda af þeim tæknilega búnaði og sviðsstærð sem Þjóðleikhúsið hefúr upp á að bjóða.” Ertu ánægður með útkom- una?_ „Ég verð að segja það að ég er nokkuð ánægður, sérstaklega með leikhópinn og líka hvemig okkur hefúr tekist að koma svo víðáttumikilli sýningu fyrir á þessu litla sviði sem er í Bifföst.” Er þessi leikur aðeins fyrir böm? „Þetta er fyrir alla fjölskyld- una á öllum aldri, þó mundi söguþráðurinn kannski flækjast fyrir þeim allra yngstu”, segir Þröstur Guðbjartsson leikstjóri og hann mælist eindregið til þess að Skagfirðingar og nágrannar láti ekki þessa sýningu fram hjá sér fara, skelli sér í flugferð með leikfélagsfólkinu, sem er búið að leggja mikið á sig undanfamar sex vikur, til þess að skemmta fólki í vetrarbyrjun. Guðbrandur Guðbrandsson, Sigurlaug Vordís Ey- steinsdóttir og Sigurður Halldórsson í hlutverkum sínum. Mynd Davíð Sigurðsson. Elín Líndal vill þriðja sætið Elín R. Lindal bóndi, Lækja- móti í Húnaþingi vestra hefúr á- kveðið að gefa kost á sér í þriðja sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi og hefúr sent kjömefhd ffamboð sitt. Elín hefúr gegnt og gegnir mörgum trúnaðarstörfúm fyrir Framsóknarflokkinn í héraði og á landsvísu. Elín varð 1998 fyrsti oddviti sameinaðra sveit- arfélaga í Húnaþingi vestra og er nú formaður byggðarráðs. Hún var fyrsti varaþingmaður Framsóknarflokksins í Norður- landskjördæmi vestra á tólf ára tímabili 1987- 1999oghefúrátt sæti í miðstjóm flokksins um árabil. Elín er formaður Jafnréttis- ráðs, stjómar Heilbrigðisstofn- unarinnar á Hvammstanga og skólanefndar Hólaskóla. ...bílar, tryggtagar, bækur, ritföng, framkölltin, rammar, tímailt, ljósritun, gjafavara... BÓKABÚÐ BRYNcJABS SUÐURGÖTU 1 SÍMI 453 5950 Flísar, flotgólf múrviðgerðarefni Aðalsteinn J. Maríusson Sími : 453 5591 853 0391 893 0391

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.