Feykir


Feykir - 14.01.2003, Síða 1

Feykir - 14.01.2003, Síða 1
rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI Tíðarfarið hefur leikið við kylfinga í vetur og núna um helgina voru golfarar á fullu við iðkun á Hlíðarendavelli á Sauðárkróki. Núna spáir hinsvegar snjókomu þegar líður á vikuna þannig að skíðamenn geta takið gleði sína. Mynd Skagafjordur.com Særún leigir Skaftann Fiskiðjan Skagfirðingur og rækjuvinnslan Særún á Blönduósi hafa tekið upp samvinnu sín á milli, er bygg- ir á leigu á togaranum Skafta. Særún hefúr selt bæði sín skip, Gissur hvíta til Vestmanna- eyja fyrir rúmu hálfú ári og Nökkva til Færeyja í lok síð- asta árs. Það er Hrólfúr Ólafs- son fyrrum skipstjóri á Nökkva sem verður skipstjóri á Skafta. Skafti, sem af og til hefúr verið nýttur til rækjuveiða hjá FISK síðustu árin, hefúr verið bundin við byggju ftá því í marsmánuði á liðnu ári. Særún hefúr yfir að ráða 2,8% af útgefnum rækjukvóta, sem fluttur verður yfir á Skaftann. Skipið siglir væntanlega frá Sauðárkróki á morgun, miðvikudag, og stefnt er að því að það fari í sína fyrstu veiðiferð fyrir Særúnu um næstu helgi. Kári Kárason framleiðslu- stjóri í Særúnu sagði í samtali við Feyki að þetta samkomu- lag væri áreiðanlega hagstætt fyrir báða aðila. „Við höfúm alltaf sagt að við ætluðum að vera áffarn í útgerð meðan það væri hægt. Þótt hráefhisöflun hafi gegnið ágætlega er hag- stæðast að veiða eigin kvóta og þannig tryggja enn frekar hráefnisöflunina. Ástæðan fyrir því að við seldum Nökkvann var sá að það var fúll dýrt fyrir okkur, og hent- aði ekki miðað við aðstæður. Við fengum gott tilboð í skip- ið sem við ákváðum að taka”, segir Kári Kárason. Héraðsdómur Norðurlands vestra Mikil íjölgun gjald- þrotamála í fyrra Gjaldþotabciðnum fjölgaði um 50% hjá Héraðsdóm- stóli Norðurlands vestra á síðasta ári, voru þá 30 tals- ins í stað nítján á árinu 2001. I heild var lítil fjölgun mála frá árinu áður, eða aðeins um 1,6%. Það var hinvegar á milli ár- anna 2000 og 2001 sem mikil fjölgun mála var hjá dómstóln- um, sem sést á því að á síðasta ári var málafjöldinn 860 í stað 406 á árinu 2000. Að sögn Halldórs Halldórs- sonar héraðsdómara skiptast málin á árinu 2002 þannig að 240 eru einkamál, 557 opinber mál þar af 135 ákærur, 409 eru svokölluð sektarbrotsmál, gjaldþrotamálin eru 30 og svipaður fjöldi eru ýmiss ágreiningsmál sem dómstóll- inn fékk til úrskurðar. Hreinn Sig kaupir Mjólkurstöðina Nú fyrir helgina var gengið ffá kaupum Lindarvatns félags Hreins Sigurðssonar athafna- manns á Sauðárkróki á mjólkur- stöðvarhúsinu á Hvammstanga, sem var í eigu Mjólkursam- sölunnar í Reykjavík. Hreinn, í samvinnu við kanadískan aðila, áformar að nýta hús og tæki ásamt ffekari tækjabúnaði til vatnsútflutnings, en einnig hefúr kanadíski aðilinn á prjónunum að taka þátt í útflutningi á ávaxta- safa, sem átappað yrði eins og vatninu á Hvammstanga. Hreinn hefúr varist ffétta af málinu, en samkvæmt heimild- um Feykis mun Lindarvatn greiða um 27 milljónir króna fyrir Mjólkurstöðina, en mats- verð eignanna er yfir 50 milljónir króna. Ef áætlanir ganga eftir er áætlað að um 15 manns hafi atvinnu af starf- seminni á Hvammstanga, sem þó er talið ólíklegt að muni fara af stað alveg á næstu vikum. Samkvæmt heimildum Feykis liggur fyrir viljayfirlýsing ffá kanadíska aðilanum. Markaðs- verð á vatni mun vera mjög hátt vestanhafs um þessar mundir og það sem þessi áform um vatnsútflutning er ffambrugðin þeim fyrri, sem ekki hafa gengið vel, er það að kanadíski aðilinn myndi kaupa vatnið við skipshlið og annast markaðsmálin ytra. Hreinn Sigurðsson hefúr lengi skoðað útflutning á vatni. M.a. hugðist hann reisa vatns- pöklomarverksmiðju á Sauðár- króki í lok níunda áratugsins. Aðeins grunnur reis að þeirri varksmiðju áður en málið sigldi í strand. Vonandi er að þessi tilraun Hreins takist og komi til með að skila góðum árangri í ffamtíðinni. —chíDI— Aðalgötu 24 Skr. sími 453 5519, fax 453 6019 • ALMENN RAFTÆKJAÞJÓNUSTA • FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA • BÍLA- OG SKIPARAFMAGN /!KJ bílaverkstæði ^ m m m m sími: 95-35141 Sæmundargata lb 550 Sauðárkrókur Fax: 36J40 ^Bílaviðgerðir ÍJ Hjóibarðaviðgerðir íí Réttingar # Sprautun

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.