Feykir


Feykir - 10.09.2003, Page 7

Feykir - 10.09.2003, Page 7
30/2003 FEYKIR 7 Huer er ma>urinn? Tvær myndir þekktust í síðasta myndaþætti. Mynd nr. 428 er af Sigrúnu Guð- jónsdóttur hárgreiðslukonu og húsfreyju í Reykjavík og mynd nr. 431 er af Guð- manni Albertssyni, Sölva- sonar. Nú eru birtar íjórar myndir sem bárust safninu úr dánarbúi Kristínar Sölvadóttur. Þau sem þekkja myndimar eru vin- samlegast beðin að hringja í Héraðsskjalasafn Skag- firðinga í síma 453 6640. Mynd nr. 432. Mynd nr. 434. Mynd nr. 433. Mynd nr. 435. Ályktanir þings SSNV Samgöngumál 11. ársþing SSNV haldið á Skagaströnd dagana 29. og 30. ágúst 2003 lýsir ánægju sinni með að veitt befúr verið fé til að ljúka meirihluta íramkvæmda við Þverárfjallsveg. Um er að ræða gífurlega samgöngubót fyrir íbúa Norðurlands vestra og styttir m.a. leiðina milli Sauðár- króks og Reykjavíkur um 30 km. Þá leggur þingið áherslu á að frágangi Þverárfjallsvegar svokölluðum Strandveg á Sauð- árkróki verði flýtt svo hann verði tilbúinn vorið 2004 og þjóni m.a. þannig þeim tugum þúsunda landsmanna sem sækja munu Landsmót UMFÍ 2004 á Sauðárkróki. Þingið leggur jafh- framt áherslu á að til lengri tima litið verði samgöngubætur aust- ur yfir Tröllaskaga með þeim hætti að þær nýtist íbúum beggja vegna skagans og styrki byggð í Skagafirði jafht og við Eyjafjörð. Þingið skorar einnig á samgönguyfirvöld að kanna hagkvæmni þess að láta gera jarðgögn úr Hjaltadal yfír í Eyjafjörð. Arsþingið bendir á síaukinn flutningskostnað og þann sam- félagslega kostnað sem tilfærsla sjóflutninga í landflutninga veldur með stóraukinni við- haldsþörf á þjóðvegakerfinu sem er að hrynja undan álaginu. Þingið leggur áherslu á að leið- rétt verði misræmi í flutnings- jöfnun milli sjóflutninga og landflutninga. Ársþingið minnir á að við- hald safn- og tengivega hefur verið vanrækt á undanfomum ámm og beinir því til þing- manna að þeir hlutist til um að auknu fé verði veitt til þessa verkefnis á fjárlögum. Ársþingið mótmælir því ó- réttlæti að sveitarfélögum sé gert að greiða helming kostnað- ar við snjómokstur á tengiveg- um og krefst þess að Vegagerð ríkisins beri þann kostnað að fúllu. Stuðningur við at\innu- þróunarstarfsemi 11. ársþing SSNV haldið á Skagaströnd dagana 29. og 30. ágúst 2003 skorar á fjárlaga- nefnd Alþingis og þingmenn Norðvesturkjördæmis að sjá til þess að sérmerkt fjárveiting til Byggðastofnunar vegna at- vinnuráðgjafar verði ekki lægri en 200 mkr. í fjárlögum ársins 2004. Fjárveitingar til atvinnu- þróunarstarfsemi hafa verið ó- breyttar frá 1997 en á þeim tíma hefúr neysluvísitala hækkað um 22-24%. Ársþingið leggur áherslu á mikilvægi atvinnuþróunarstarf- seminnar, að framhald verði á stuðningi ffá Byggðastofhun og að samningar verði gerðir við atvinnuþróunarfélögin til lengri tíma. Endurgreiðslu virðisauka- skatts af skólahúsnæði 11. ársþing SSNV haldið á Skagaströnd dagana 29. og 30. ágúst 2003 skorar á Alþingi að gera nauðsynlegar breytingar á lögum um virðisaukaskatt til að sveitarfélögin fái endurgreiddan virðisaukaskatt af byggingu skólahúsnæðis. Ályktun um eyðingu refa og minka 11. ársþing SSNV haldið á Skagaströnd dagana 29. og 30. ágúst 2003 skorar á þingmenn og stjóm Sambands islenskra sveitarfélaga að beita sér fýrir stórauknum ffamlögum ffá ríki til sveitarfélaga til að greiða kostnað við eyðingu refa og minka og jafnffamt að sveitarfé- lögin fái endurgreiddan VSK af vinnu við eyðingu þessara dýra. Umdæmisskrifstofur Rarik 11. ársþing SSNV ítrekar mikilvægi umdæmisskrifstofa RARIK á landsbyggðinni. Við innleiðingu nýrra raforkulaga er afar brýnt að áffam verði með þeim hætti að allir landsmenn búi við sömu kjör, óháð búsetu, hvað varðar flutningskostnað á raforku og að raforkuverð verði sem jafhast. Ályktun um raforkuverð 11. ársþing SSNV haldið á Skagaströnd dagana 29. og 30. ágúst 2003 skorar á iðnaðar- og viðskiptaráðherra að tryggja við gerð nýrra raforkulaga að gjald- taka fyrir meginflutning raforku verði með þeim hætti að allir landsmenn búi við sömu kjör, óháð búsetu, hvað varðar flutn- ingskostnað á raforku og að raf- orkuverð verði sem jafnast. Jöfnun orkukostnaðar 11. ársþing SSNV haldið á Skagaströnd dagana 29. og 30. ágúst 2003 skorar á stjómvöld að taka upp jöfnun orkúkostnað- ar til atvinnufyrirtækja og stofn- ana sem ekki hafa aðgang að hitaveitum. Sú staðreynd blasir við víða um land að raforku- kostnaður dregur mjög úr sam- keppnishæfni atvinnulífs. Þing- ið skorar jafnffamt á stjómvöld að auka enn ffekar niðurgreiðsl- ur til húshitunar og ffamlög til jarðhitaleitar á köldum svæðum. Skagaíjörður fær mest úr jöfnunarsjóði Sveitarfélagið Skagafjörður fær greiddar 96 miljónir úr Jöfrtunarsjóði sveitarfélaga á þessu ári, mest allra sveitarfélaga á landinu. 27 miljónir greiðast vegna skólaaksturs í dreifbýli. Næsthæsta ffamlag sveitar- félaga á Norðurlandi vestra kom í hlut Húnaþings vestra, 47 milljónir. Svæðisútvarp greindi frá. Margrét valin í U-19 landsliðshópinn Kvennaknattspyman gerir það gott á Króknum. Nú hefur Margrét Guðný Vigfusdóttir verið valin í landiðshóp U-19 landsliðs kvenna sem tekur þátt í undankeppni Evrópumótsins í Slóvakíu dagana 22. - 29. september. Þetta verður að teljast magnaður árangur hjá henni þar sem hún er aðeins 16 ára. Margrét er þó ekki ennþá farin til Slóvakíu því hún er ein af 25 stúlkum sem voru valdar í hópinn, en 16-18 stúlkur verða í endanlegum hóp. Skag.com Siv á ferð í Skagafirði Á heimasíðu Framsóknarfélags Skagafjarðar er sagt ffá því að Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra rnuni í dag og fimmtudag vera á ferðinni í Skagafirði. Siv hefur pakkað gönguskóm, lopapeysu og svefnpoka því hún hyggst meðal annars skoða Orravatnsrústir, Austara-Eylendið og Drangey, en þessi svæði eru í drögum að náttúruvemdaráætlun. Þá mun ráðherrann eiga fund með sveitarstjómarmönnum í Skagafirði. Skag.com Sjötta sætíð varð niðurstaðan Lið Tindastóls kláraði 2. deildina með því að tapa þriðja leiknum í röð. ÍR sigraði í leik liðanna á ÍR- velli á laugardag með einu marki gegn engu og skaust með sigrinum upp fyrir lið Tindastóls sem endaði í 6. sæti 2. deildar. Leikmenn Stólanna geta huggað sig við að þeir enduðu þó fyrir ofan vini okkar frá Siglufirði sem töpuðu á sama tíma 3-9 fyrir liði Fjölnis. Fjölnismenn urðu að sigra í leiknum til að gulltryggja sæti í 1. deild. Davíð Rúnarsson skoraði tvö mörk fyrir Fjölni og lagði upp ein þrjú með hraða sínum. Brúðkaup í Víðimýrarkirkju Mikið var um dýrðir í Víðimýrarkirkju sinni partinn í gær, en þar var að gifta sig þýskt par sem kynntist í hestaferð hjá Hestasporti. Brúðhjónin fóm ásamt nokkmm vinum í skrautreið í og frá kirkju, og að giftingunni lokinni var teiti í einu orlofshúsanna. Einbýlshús til sölu! Einbýlishúsið að Ægisstíg 10 Sauðárkróki er til sölu. Húsið er 103 fermetrar, auk bilskúrs sem er að nálgst fokheldisstig.. Eignin er í góðu ástandi, svo sem nýlega standsett eldhús og baðherbergi. Upplýsingar hjá Ágústi Guðmdundssyni í Srimli í síma 453 5900 eða hjá eiganda í símum 453 5757 eða 897 5729.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.