Feykir - 17.09.2003, Síða 3
31/2003 FEYKIR 3
Sláturvertíðin
á Eyrinni
Trúlega er leitun að annarri
eins vertíð við slátrun og nú
er runninn upp hjá slátur-
húsi KS á Sauðárkróki, en
núna síðustu dagana hefúr
sláturhúsfólkið verið að
færa dagslátrunina úr 1200
kindum upp í 2000 yfir
daginn, og er það mikil
aukning á afköstum ffá síð-
ustu sláturtíð, en þá var að
jafnaði slátrað 1400 yfir
daginn. Það veitir heldur
ekki af, því ætlunin er að
auka magnið sem slátrað er
í september og október úr
53.000 í 80.000, og síðan er
meiningin að lengja slátur-
tíðina fram undir áramótin,
þannig að í heild verði slátr-
að hátt í 100.000 dilkum á
þessu hausti hjá KS.
Lykillinn að þessum auknu
afköstum við slátrunina er ný
sláturlína sem tekinn var í
notkun á síðasta hausti og ný
vinnubrögð við slátrunina sem
sótt eru til Nýja-Sjálands eins
mesta sauðíjárræktarlands í
heiminum. KS sendi verkstjóra
þangað út til að nema í ágúst-
mánuði og sérfræðingar hafa
komið að utan og núna i slátur-
húsi KS í haust eru tveirNýsjá-
lendingar til að leiðbeina, ekki
aðeins í sambandi við slátrun-
ina sjálfa, heldur einnig að-
stoða Agúst Andrésson slátur-
hússtjóra við að kortleggja í
raun alla þá hluti sem lítur að
ffamleiðslu- og markaðssetn-
ingu dilkakjöts.
Mikil aukning í sölu
Það hefúr vakið athygli á
samdráttarskeiði í kjötsölunni
og erfíðleikum hjá mörgum
Sigurður Bjarni Ragnarsson framleiðslustjóri.
Móum á Kjalamesi.
Sigurður lóðsaði blaða-
mann Feykis í gegnum kjöt-
vinnsluna og greinilegt var að
ffamleiðslan var í fúllum gangi
og mjög matarlegt um að lítast.
„Mér skilst að þetta hafi
verið á stöðugri uppleið síðustu
misserin. Gríðarleg aukning í
seldu kjöti og það verður mik-
ið að gera hjá okkur í sláturtíð-
inni núna í haust, þar sem að
meiningin er að fari í gegnum
vinnsluna 750 skrokkar af
nýslátmðu á degi hverjum”,
sagði Sigurður Bjami, en
kvaðst ekki vera með neinar
aðrar tölur á takteinum, enda
haft í nógu að snúast að koma
sláturleyfishöfum á síðustu
ámm, að kjötvinnsla KS hefúr
verið að færa mjög út kvíamar,
salan verið að aukast og starfs-
fólki fjölgað. Þegar fórað hylla
undir útflutningsleyfi fyrir slát-
urhúsið og kjötvinnsluna var
ráðinn gæðastjóri til fyrirtækis-
ins, Leifur Eiríksson, og í byij-
un mánaðarins kom svo til
starfa í kjötvinnslunni fram-
leiðslustjóri, Sigurður Bjami
Ragnarsson. Sigurður kom úr
Reykjavík, var áður lengi hjá
Það er mikið að gera í kjöt\ innslu KS, sérstaklega í sláturtíðinni.
Ágúst Andrésson sláturhússtjóri og Michael J. Nidd ráðgjaf-
inn frá Nýja Sjállandi bera saman bækur sínar.
sér inn í starfið hjá kjötvinnsl-
unni.
að unnir verði rúmlega 700
skrokkar á dag beint í útflutn-
inginn”, sagði Ágúst Andrés-
son.
Það em tæplega níutíu
manns sem vinna við slátmn
og kjötvinnslu í haust hjá KS,
en em rúmlega 40 á ársgmnd-
velli, þannig að það þarf að
bæta við mörgu fólki í slátur-
tíðinni, enda þurfi að sækja
vinnuafl í talsverðum mæli inn
á Evrópska vinnusvæðið í
haust.
Gæðamálin mikilvæg
Það er Leifúr Eiríksson
gæðastjóri sem hefúr það hlut-
verk hjá fyrirtækinu að halda
gæðahandbókina, en án hennar
væri ekkert útflutningsleyfi.
„Við skilgreinum mikil-
væga eftirlitsstaði og setjum
verklagsreglur. Eftirfylgnin
verður að vera góð með hrein-
lætinu og hitastiginu, það em
stærstu þættimir. Og það er
ekki bara gæðastjórinn sem sér
um að þessum reglum sé fylgt
og gæðastýringin sé í lagi, það
er líka allt starfsfólkið sem tek-
ur þátt í því”.
Leifúr starfaði áður lengi
við fiskvinnsluna, er fisktæknir
og á að baki fimm ára nám þar
auk eininga við gæðamál í Há-
skólanum á Akureyri. „Það er
ekkert mjög flókið að yfirfæra
gæðastjóm úr fiskvinnslu yfir í
kjötvinnslu, fyrst og fremst er
þetta hvomtveggja matvæla-
framleiðsla.”
Stærstur hluti beint
í vinnsluna
Þeir vom að bera saman
bækur sínar Ágúst Andrésson
sláturhússtjóri og Michael J.
Nidd ráðgjafmn frá Nýja Sjál-
landi. Ágúst eins og Sigurður
Bjami gaf sér svolítinn tíma til
að spjalla við blaðamann.
„Aðalbreytingin hjá okkur
núna er að þróa þessa miklu
aukningu í sláfruninni sem við
höfúm verið að gera síðustu
tvö-þrjú árin. Þetta þýðir líka
mikla aukningu í umsvifúm í
kjötvinnslunni, enda stefnum
við á ntikinn útfluting á kjöti í
haust. Ný pökkunarlína gerir
okkur þetta kleift, en með gas-
pökkuninni næst geymsluþol
vömnnar allt upp í þijá mán-
uði.”
- Vinnslan hefúr verið að
aukast síðustu árin?
„Já það hefúr orðið sú
breyting hjá okkur að við emm
farin að vinna kjötið miklu
meira en áður, þegar skrokk-
amir vom mestmegnis hlutaðir
í sundur og geymdir til sölu.
Við höfúm verið að ffamleiða
meira beint inn á markaðina í
neytendaumbúðir og tekið
sölumálin meira í okkar hend-
ur. Eg reikna með að það verði
85-90% af kjötinu í haust sem
fer í vinnsluna og meiningin er
Leifur Eiríksson gæðastjóri.
Heiðar Bragason
stigameistari GSÍ
Um síðustu helgi varð Blöndu-
ósingur, sem spilar fyrir GKJ,
Heiðar Davíð Bragason stiga-
meistari í Toyotamótaröðinni í
golfi árið 2003. Úrslitin réðust
í síðasta móti sumarsins sem
ffarn fór á laugardaginn. Fyrir
mótið hafði Heiðar Davíð 30
stiga forskot á helsta keppinaut
sinn, Öm Ævar Hjartarson.
Heiðar náði sér ekki á strik á
þessu síðasta móti og endaði í
12. sæti á alls 239 höggum en
Öm Ævar varð í 2. sæti á mót-
inu . Þegar upp var staðið var
Heiðar með 433 stig í fyrsta
sæti en Öm með 418 stig.
Stigameistarar GSÍ verða
krýndir á lokahófi Golfsam-
bandsins sem fer að öllum
líkindum ffam 12. október á
Broadway. Huni.is