Feykir - 17.09.2003, Side 8
17. september 2003,31. tölublað, 23. árgangur.
Sterkur auglýsingamiðill
© Sheji„$
VIDEQ^ík Zí622
Kartöfluuppskeran er með albesta móti þetta haustið og þær voru ánægðar með upp-
skeruna mágkonurnar Anna og Sigríður Jónsdætur þegar þær voru að taka upp á
Nöfunum á dögunum. Reyndir kartöfluræktendur í Skagafirði telja að fara þurfi allt aftur
til haustsins 1953 til að minnast jafngóðrar uppskeru og nú er.
Konumar duglegar á Skagaströnd
„Líkami og sál“
af stað að nýju
Nýlega hófst nýtt þriggja
mánaða námskeið á vegum
„Líkama og Sálar” á Skaga-
strönd, sem eru samtök kvenna
sem vilja bæta líkamlega og um
leið andlega heilsu. Kynningar-
fiindur vegna námskeiðsins var
haldinn í Kántrýbæ miðviku-
dagskvöldið 27. ágúst og að
venju fjölmenntu konur á
Skagaströnd á íundinn. Fljót-
lega höfðu vel á fjórða tug skráð
sig.
Þetta er fjórða námskeiðið
sem „Líkami og Sál” stendur
fyrir. Eins og áður verður lögð
áhersla á efla líkamlega og and-
lega líðan kvenna. Eða eins og
segir í kynningarbréfi nám-
skeiðsins „við ætlum að hittast,
hreyfa okkur, hlæja saman og
keppast við að halda okkur í
góðu formi, líkamlega og and-
lega.”
Meðal þess sem boðið er
upp á að þessu sinni er: leikfimi
þrisvar í viku, námskeið í maga-
dansi, jólagleði og margt fleira
skemmtilegt. Sjúkraþjálfari
mælir styrk og metur líkamlegt
ástand allra þátttakenda og gef-
ur góð ráð í byijun námskeiðs,
um miðbik þess og við lok.
Hólaskóli og fískiðnaður
gera samstarfssamning
Rannsóknastofnun flsk-
iðnaðarins (Rf) og Hólaskóli
hafa gert með sér samstarfs-
samning á sviði rannsókna og
kennslu í fiskeldi og tengdum
greinum. Samningnum er
ætlað að mæta vaxandi þörf
fyrir menntun á háskólastigi á
þessu sviði, en undirritun fór
fram við skólasetningu á Hól-
um fyrir skömmu.
Háskólinn að Hólum í
Hjaltadal hefúr verið í forystu
hvað varðar rannsóknir og
kennslu á þessu svið hér á landi,
t.d. býður skólinn nú þegar upp
á bæði starfstengt gmnnnám
sem og BS-nám í fiskeldi.
Stefnt er að því að efla háskóla-
kennslu og rannsóknir á þessu
sviði enn frekar, m.a. með auk-
inni áherslu á eldi sjávarlífvera.
Rf hefúr um áratuga skeið
stundað rannsóknir á nýtingu
sjávarfangs hér á landi og á
stofnuninni er því að finna
mikla reynslu af því hvemig
best er að auka verðmæti, gæði
og öryggi sjávarfangs. Rf er nú
þegar í víðtæku samstarfi við
aðra háskóla, bæði á Islandi og
erlendis og sérfræðingar Rf em
þátttakendur í fjölda alþjóðlegra
verkefna.
Samstarfssamningurinn
kveður einkum á um að kennar-
ar og nemendur Hólaskóla
munu vinna að rannsóknar- og
þróunarverkefnum með sér-
fræðingum Rf og að Rf muni
koma að kennslu við skólann,
einkum hvað varðar leiðsögn
við nemenda- og rannsóknar-
verkefhi. Mikilvægur þáttur í
samstarfmu felst í að ráðinn
verður sameiginlegur starfs-
maður sem vinna mun að rann-
sóknum á vegum beggja aðila
samningsins, segir í tilkynningu
ffá Háskólanum á Hólum.
Körfuknatdeiksdeild Tindastóls
Kárahnjúkar tefja
fyrir komu „kana“
Forráðamenn körfúknatt-
leiksdeildar Tindastóls em
orðnir langeygðir eftir þvi að fá
Bandaríkjamennina þijá til liðs
við úrvalsdeildarlið félagsins,
en þeirra var von um síðustu
mánaðarmót. Flöskuhálsinn í
málinu mun vera í Útlendinga-
eftirlitinu fyrir sunnan, en svo
virðist sem starfsmannamál við
Kárahnjúka tefji önnur mál og
em fleiri íþróttafélög en Tinda-
sóll farin að bíða eftir að fá
leikmenn sína til landsins, sam-
kvæmt því sem Skag.com vef-
urinn greindi frá í síðustu viku.
Nú em rétt um þrjár vikur í
að úrvalsdeildin í körfúbolta
hefjist þannig að skammur tími
er til stefnu að slípa þessa þijá
inn í lið Tindastóls, sérstaklega
ef þeir þurfa svo að bæta sitt
Kristinn Friðriksson fær lítinn
tíma til að slípa liðið saman.
líkamlega form eins og stund-
um hefúr gerst með erlendu
leikmennina. Heimamennimir
í liði Tindastóls hafa byijað æf-
ingar fyrir nokkm og em
tilbúnir í baráttuna í vetur.
flM KlftKJVTb&it (
>> Bókabúð Brynjars BÓKABÚÐ
hefur opnar ó nýjum stað,
Kaupvangstorgi 1 ð Sauðárkróki BRmJARS