Feykir


Feykir - 19.11.2003, Blaðsíða 2

Feykir - 19.11.2003, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 40/2003 Eftirrcitur sameininga sveitarf. Gengið frá eignar- skiptingu á HúnavaUaskóla Gengið hefur verið frá sam- komulagi um eignahluta sveit- arfélag í A- Hún. á Húnavalla- skóla, í kjölfar sameininga sveitarfélaga í sýslunni á síð- ustu misserum. Bæjarráð Blönduóss samþykkti á síðasta fundi sínum tillögur að sam- komulagi um kaup aðildar- hreppa Byggðasamlags Húna- vallaskóla að hlutum Blöndu- óssbæjar og Skagabyggðar í Húnavallaskóla og öðrum eignum honum tengdum sem áður voru eignarhlutar Engi- hlíðar- og Vindhælishrepps. Samkomulagið hljóðar eft- irfarandi: Allar eignir Byggða- samlags Húnavallaskóla ásamt Reykjum og Steinholti em að frádregnum skuldum verð- lagðará kr. 34.514.000. Hlutur Skagabyggðar verði 3,45% eða kr. 1.200.000. Hlutur Blönduósbæjar verði 11,45% eða kr. 3.950.000. Byggða- samlag Húnavallaskóla greiði Blönduósbæ og Skagabyggð út þeirra hlut með fjómm jöfn- um greiðslum með gjalddaga l.júní 2004- 2007. Tillögumar em unnar af Bimi Magnússyni, fyrir hönd Húnavallaskóla, Valgarði Hilmarssyni, fyrir hönd Blönduósbæjar og Rafrii Sig- urbjörnssyni fyrir hönd Skaga- byggðar. Nemendur Akraskóla á degi íslenskrar tungu. Dagur málsins í Akraskóla Sl. sunnudag var haldin samkoma í Gmnnskóla Akra- hrepps í tilefni af degi ís- lenskrar tungu. Samkoman var í samstarfí skólans, for- ff Skagafjörður AÐSETURSSKIPTI! Til þess að íbúaskrá 1. desember 2003 verði sem réttust, minnum við á nauðsyn þess að tilkynna aðsetursskipti, einnig þau sem fyrirhuguð eru til 1. desember, til skrifstofu Skagafjarðar sem allra fyrst og í síðasta lagi 28. nóvember nk. Sveitarstjóri. eldrafélags skólans og Leikfé- lags Akrahrepps. Flutt vom brot úr verkum Halldórs Lax- ness í tali og tónum. Leikfélag Akrahrepps leiklas þætti úr Sölku Völku og Atómstöð- inni. Nemendur skólans fluttu þátt úr Heimsljósi auk þess að syngja nokkur lög við ljóð Laxness við undirleik Jóns St. Gíslasonar. Þá sögðu þau frá því þegar Halldór Laxness var lítill drengur og fluttu nokkur stutt gullkom úr verkum hans. Að lokinni dagskrá var kaffi og meðlæti sem foreldrafélag- ið sá um. Gerður var góður rómur að dagskránni og þóttu allir flytj- endur standa sig með prýði. Þama varð til skemmtileg samvinna unga fólksins og þess eldra, þar sem í flutningn- um tóku þátt nemendur, for- eldrar þeirra og nokkur eldri systkini, kennarar við skólann og aðrir fúllorðnir úr sveitinni. Vilja bætta hafnar- aðstöðu fyrir handan Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki Sérfræðingakomur í nóvember og desember. Tímapantanir í síma 455 4000. 17.11. 21.11. Sigurður Albertsson 24.11. 26.11. Edward Kiernan 01.12. 03.12. Hafsteinn Guðjónsson 08.12. 12.12. Haraldur Hauksson skurðlæknir kvensjúkdómalæknir þvagfæraskurðlæknir æðaskurðlæknir Sjómenn í austanverðum Skagafirði hafa óskað eftir bættri hafharaðstöðu. Það vom Fljótamenn sem riðu á vaðið og óskuðu eftir lagfæringum við höfhina í Haganesvík og síðan kom einnig erindi frá sjó- mönnum á Hofsósi sem fínnst aðstaðan við höfnina þar ekki viðunandi. Það er Hermann Björn Har- aldsson í Haganesvík sem ritar samgöngunefhd bréf þar sem óskað er eftir úrbótum á hafn- araðstöðunni, en bryggjan í Haganesvík er nánast óvarin fyrir úthafsöldunni og sand- burður er mikill að henni, þannig að reglulega þarf að moka honum burtu til að bát- amir geti lagst að. Þegar þetta erindi var rætt í sveitarstjóm fyrir skömmu var nefht að ef yrði ráðist í framkvæmdir í Haganesvík gætu þær kostað á bilinu 20-70 milljónir, eftir því hvað umfangsmiklar þær yrðu. Þá barst samgöngunefnd bréf frá Steinari Skarphéðins- syni fyrir hönd hagsmunaaðila Hofsósshafnar, þar sem óskað er eftir fundi með samgöngu- nefhd um framtíð hafharinnar, flotbryggju o.fl. Var samþykkt að funda með hagsmunaaðil- unum og fonnanni nefndarinn- ar falið að finna hentugan tíma. Frá Haganesvík hafa oft á tíðum verið gerðir út um fimm trillur, en ffá Hofsói um tíu, þar af dekkbátar, og hefur trillun- um farið fjölgandi á þessu ári, þijár bæst þar í flotann. JL. ói íáð fréttablað á 1 Morðurla ndi v estra Kemur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. hf. Skrifstofa: Ægisstíg 10, Sauðárkróki. Áskriftarverð 210 krónur hvert tölublað með Póstfang: Box 4,550 Sauðárkróki. Símar: 453 vsk. Lausasöluverð: 250 krónur með vsk. 5757, 897 5729 og 854 6207. Netfang: feykir Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & @ krokur. is. og feykir@simnet.is Svart hf.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.