Feykir


Feykir - 19.11.2003, Blaðsíða 3

Feykir - 19.11.2003, Blaðsíða 3
40/2003 FEYKIR 3 Diskóið lifír vel í Fj ölbrautinni Margir segja að diskotíma- bilið, sem kom um og upp úr 1980, hafi verið eitt lakasta skeiðið í sögu dægurtónlistar- innar, en þá voru það sveitir eins og Duran Duran, Wam og Culture Club sem ærðu ung- lingana, og „perramir” George Michael og Boy George vom aðal goðin, ásamt Prins nokkrum sem enn er meðal dáðustu tónlistarmanna þessa heims. Islenskir diskosmellir vom svo sem ekki hátt skrifað- ir á þessum tíma, eins og lagið góðkunna með textanum: „ég fer í ljós þrisvar í viku og mæti reglulega í líkamsrækt, ég fer i Hollywood um helgar með mynd af bílnum í vasanum.” Þessi tónlist þótti óttalegt „tyggjó” eða „súkkulaðivella” í samanburði við „bítið” sem hafði verið allsráðandi áratug- ina á undan. En þegar frá líður þá lifir diskóið ágætlega í minningunni og það vom einmitt böm þeirra unglinga sem uppliföu diskótímann sem fengu Hallgrím Helgason til að skrifa leikverk í kringum þessa músík, Wake me up before you gogo, sem Versló sýndi við góðar undirtektir fyrir tveim eða þrem ámm og Nem- endafélag FNV sýnir nú þessa dagana. Fjölbrautaskólanemar frumsýndu sl. miðvikudag fyr- ir fullu húsi á sal skólans. Það fór þægilegur kliður um salinn þegar gömlu diskólögin liðu út í loftið í bóknámshúsinu og sönghópamir og hver söngvarinn á fætur öðmm sté á Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Fjölskyldutónleikar á sunnudaginn Nú í haust hefur Sinfóníu- hljómsveit Norðurlands verið með skólatónleika í gmnn- skólum á Akureyri og í ná- grenni. Menningar og viður- kenningasjóður KEA veitti hljómsveitinni styrk til skólatónleikahalds og einnig Bamamenningasjóður. Hafa þessir styrkir gert hljómsveit- inni kleift að halda tónleika í gmnnskólum í nágrenni Ak- ureyrar. N.k. sunnudag þann 23. nóvember verður hljómsveit- in með tónleika í Glerárkirkju þar sem meðal annars verður flutt efni af skólatónleikum haustsins auk fleiri verka. Þetta verða sannkallaðir fjöl- skyldutónleikar með fjöl- breyttri efnisskrá. Meðalþess sem flutt verður er lag úr James Bond, syrpa úr Hringa- dróttinssögu, íslensk rímna- danslög, Nautabanasöngur, lag úr Toy story o.fl. Sinfóníuhljómsveit Norð- urlands er að þessu sinni skip- uð 14 hljóðfæraleikumm og er stjómandi Guðmundur Óli Gunnarsson. Á þessa tónleika er aðgangseyrir 1000 kr. lyrir fullorðna en ókeypis er fyrir böm og unglinga. Fékk net í skrúfuna Það óhapp átti sér stað sl. fimmtudagsmorgun þegar Ólafur Magnússon HU 54 var á veiðum að netatrossa, sem nýbúið var að draga, fór aftur fyrir borð. Á sama tíma bakkaði skipið og net- in flæktust í skrúfunni. Skipveijar á Grímsey ST 2 frá Drangs- nesi komu til hjálpar og drógu Ólaf að bryggju á Skagaströnd og komu skipin til hafnar um hádegisbilið. Blíðskaparveður var á miðunum og lítil hætta á ferðum. Nýr ráðuneytisstjóri Sjávarút\'egsráðherra hefur skipað dr. Vilhjálm Egilsson hag- ffæðing ráðuneytisstjóra í sjávarútvegsráðuneytinu frá og með 1. janúar 2004. Vilhjálmur er fæddur á Sauðárkróki 18. desember 1952. Hann er kvæntur Ragnhildi Pálu Ófeigsdóttur og eiga þau fjögur böm. Vilhjálmur sat á Alþingi um árabil fyrir Norðurlands kjördæmi vestra. Hann starfar nú hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. stokk. Leikurinn fór af stað, sniðinn í kringum Tomma nokkum og unga fjölskyldu hans. Tommi vildi „meika” það og Haukur faðir hans ætl- aði sér að sigrast á gömli guf- unni og stofna eigin útvarps- stöð. Þama blandast að hluta til inn í flækja sem minnir á Laddalagið „ég er afi minn”. En án þess að ekki sé sagt of mikið um efnið er það útfrá þessum einföldu hlutum sem Hallgrímur vinnur í sinni leik- gerð. Þetta er skemmtilega hrátt og lítill sögurþráður, en bráðfyndinn. Vitaskuld erþetta alltsaman óttaleg della, en það er nú einu sinni þannig hlutir sem fólk hefur yfirleitt gaman af og það kemur einnig á dag- inn í þessari sýningu. Greinilegt er að Fjölbrautin býr yfir miklu hæfileikafólki. Þeir fara t.d. gjörsamlega á kostum í þessari sýningu félag- Frá sýningu Fjölbrautaskólanema á „Wake me up before you gogo“. amir Elvar Logi Friðriksson og Magnús Ásgeir Elíasson. Söngur og leikur er góður og greinilegt er að þessir ungling- ar hafa öðlast talsverða reynslu í skólasýningum og sönvara- keppnum bæði í gmnnskólan- um og fjölbrautinni á undan- fömum ámm. Það er gaman að sjá hvað þau skila sínum hlut- um vel og leikstjórinn Sigurð- ur Halldórsson, sem þama þreytti sína frumraun, má vera ánægður hvemig til tókst, á- samt stjómendum tónlistar og dans, þeim Kristjáni Kristjáns- syni og Loga Vigþórssyni. Sýningargestir vom yfírsig á- nægðir og skemmtu sér vel. Ljóst er að þessi sýning spyrst það vel út að Fásarar geta átt von á góðri aðsókn. CAN0N prentarar slá í gegn könnun Neytendasamtakanna Af fiv^Tju ættir þú að kaupa Canon?* •Lægri rekstrarkostnaður með Single Ink tækni frá Canon þar sem prentarinn fullnýtir hvern lit. •Fjórir Canon prentarar á meðal fimm efstu í gæðakönnun ICRT. •Með Canon bleksprautuprenturum eru notendur að gera góð kaup. •Allt að 150.000 kr. lægri heildarkostnaður með Canon prentara miðað við annan prentara.** •Með Canon ertu að fjárfesta í gæðum og sparnaði. ‘Þessar niðurstöður er að finna í gæðakönnum sem birt var í 3. tbl. Neytendablaðsins 2003 *Þegar Canon i850 er borinn saman við prentara samkeppnisaðila CAN0IM Í560 IMotar fjögurra blekhylkja Single Ink tækni sem tryggir að þú þarft ekki að henda ónotuðu bleki þegar einn litur klárast, eins og í hefðbundnum blekhylkjum. •Upplausn: Allt að 4800 x 1200 dpi •Prentaðferð: 4-hylkja, advanced MicroFine Droplet Technology ™, 2pl. •Svarthvít prentun: Allt að 22 bls. á mín. •Litaprentun: Texti og grafík allt að 15 bls. mín. •Arkamatari: 150 síður •Direct Printfyri myndav'lar •Þyngd 4.8 kg. TILBOÐSVERÐ aðeins kr. 19.900 Listaverð/kr 22.900 KYNNING Á PRENTURUM OG DIGITAL MYNDAVÉLUM FÖSTUDAG KL13-19 SkagfiKAinaabjúA

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.