Feykir


Feykir - 02.06.2004, Qupperneq 6

Feykir - 02.06.2004, Qupperneq 6
6 FEYKIR 20/2004 il Frá Sveitarfélaginu Skagaíjörður Skagafirði Vinabæj armót í K0ge í Danmörku Hópur skagfirskra sveitarstjómar- manna, sviðsstjóri Markaðs- og þróunarsviðs og makar tóku í síðustu viku þátt í vinabæjarmóti í Koge í Danmörku. Þátttakendur vom frá vina- bæjunum Skagafjarðar; Kristianstad í Svíþjóð, Kongsberg í Noregi, Espoo í Finnlandi og Koge . Megin umtjöll- unarefni mótsins vom nýungar og þróunarstarf í skólum. Fulltrúar á mótinu unnu í vinnuhópum og hlýddu á áhugaverða fýrirlestra m.a. um þátt sveitarfélaganna í vinnu við almanna- vamir, sjálfsmat í skólum og þróun sveitarstjómarmála í Danmörku. Makar og aðrir sem ekki tóku þátt í áðumefndri vinnu fóm með ferða- málafulltrúa Koge svæðisins í fróðlega skoðunarferð um miðbæinn í Koge, sem er einkar glæsilegur. Meðal þess sem hópurinn skoðaði vom gríðar- stórar skissur af listaverkum sem sýna sögu Danmerkur og prýða einn af sölum Margrétar drottningar í Kristjánsborgarhöll. Sannarlega glæsi- leg listaverk. Einnig skoðaði hóp- urinn svokallaðan Mini-bæ þar sem eldri borgarar í Koge hafa endur- skapað miðbæ Koge eins og hann leit út á 19. öld, í hlutföllunum 1:10 í gríðarlega nákvæmum og glæsilegum líkönum sem byggð em úr sömu byggingarefnum og notuð vom í fyrirmyndimar. Hreint ótrúlegt ffarn- tak sem allir sem koma til Danmerkur ættu að skoða! Mótið stóð frá mánudegi til miðvikudags og þátttakendur vom alls um 65. Það var samdóma álit allra þátttak- enda að skipuleggjendumir í Koge hafi staðið sig frábærlega, dagskráin var þétt og fróðleg og þegar vinnu lauk á daginn tóku við glæsilegar veislur þar sem mikið var sungið og spjallað. Flestir létu sig hafa það að tjá sig á norræna tungu, þrátt fyrir að vera misvel talandi á hana og sumir töluðu eitthvað sem líktist sænsku, dönsku og norsku í bland. Hrein íslenska og finnska skiluðu ekki miklum árangri í samræðum! Sérstaka athygli í ferðinni vakti framúrskarandi söngur íslensku sendinefndarinnar, sem tvímælalaust sigraði á þessu litla óformlega norðurlandamóti í hópsöng. Minna fór fyrir hæfileikum íslendinganna í keilu! Fulltrúar allra ffamboða sem eiga fúlltrúa í sveitarstjóm Skagafjarðar ættu að hafa snúið heim einhvers vísari um það nýjasta sem er að gerast í skólamálum í vinabæjum okkar. Á næsta móti sem verður að ári í Kongsberg verður áhersla á atvinnulíf og ferðamál og eftir tvö ár verður haldið stórt vinabæjarmót hér í Skagafirði. Nánar má lesa um vinabæjarmótið á heimasíðu sveitarfélagsins Skaga- fjarðar www.skagafjordur.is LAUGARDAGURINN 5. JÚNÍ Kl. 10:30 Mæting í skemmtisiglingu við Sauðárkrókshöfn -allir velkomnir- Unglingadeildin verður með sjoppu í rússajeppanum SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ SJÓMANNADAGUR Kl. 20:00 Sjómannadagsmessa í Sauðárkrókskirkju nmro £rf\Tóft Brottför í skemmtisiglingu Skagfirðingasveit stendur fyrir dagskrá á hafnarsvæðinu •Kappróður •Koddaslagur •Flotgallasund •Reipitog Kaffisala í Verinu Sjávarfræðasetri Hólaskóla Kl. 11.00 Kl. 12:30 Ársreikningur 2003 — skuldaaukning Nú í maímánuði var tekinn fyrir í sveitarstjóm Skagafjarð- ar ársreikningur vegna ársins 2003. I nýlegri grein eftir sveitarstjóra sem birtist m. a. í Feyki og á veffniðlum gumar sveitarstjórinn afþví sem hann kallar fagleg og markviss vinnubrögð i stjómun sveitar- félagsins. Jafnframt gumar hann af því að tekið hafi verið til hendinni í rekstri sveitarfé- lagsins. Þá hlýtur mann að reka í rogastans þegar bomar em saman tölur fjárhagsáætl- unar frá febrúar 2003 þar sem gert var ráð fyrir halla upp á 47,3 milljónir en niðurstaðan sem varð varð halli upp á 135,5 milljónir. Vissulega stóðu margar stofnanir sig ágætlega í því að fara að fjárhagsáætlun á síð- asta ári og er það fyrst og fremst að þakka forstöðu- mönnum og starfsfólki. Einkar hagfellt var að gera áætlanir fyrir árið 2003 þar sem fyrir lá að flestir kjarasamningar væru fastir, verðbólga reyndist vera lág eins og spáð var og ffam- kvæmdir á árinu vom litlar. Þá má einnig geta þess að auð- veldara er að hafa samþykktar áætlanir nær raunvemleikan- um en áður þar sem nú er heimilt að endurskoða þær á fjárhagsárinu en fjárhagsáætl- unin fyrir árið 2003 var endur- skoðuð haustið 2003. Skuldir sveitarfélagsins jukust á árinu 2003 úr 2600 milljónum í 2733 milljónum eða um 133 milljónir kr. Þetta segir þó ekki nema hálfa sög- una þar sem handbært fé lækk- aði um 63 milljónir á árinu, fór úr 75 milljónum í 12 milljónir. Á sama tíma jukust skamm- tímaskuldir um 55 milljónir og lánasamsetning varð því óhag- stæðari. Allt tal sem byggir á því að taka langtímaskuldir út og gera samanburð milli sveit- arfélaga með þeim einum er því marklaust hjal. Veltufjár- hlutfall var 0,72 en þyrfti sennilega að vera 1,1 eða jafn- vel 1,25 ef vel ætti að vera. Þetta þýðir einfaldlega að reka verður sveitarfélagið á dýrri skammtímafjánnögnum. Þetta sést á því að árinu 2003 var gert ráð fyrir að vextir án verð- bóta og gengismunar yrðu um 60 milljónir kr. þessi tala varð hins vegar um 80 milljónir kr. sem er þriðjungs hækkun ffá áætlun. Bent var á fyrirséðan lausafjárskort af fulltrúum Framsóknarflokksins við um- ræðu um fjárhagsáætlun, en því miður fyrir daufúm eyrum. Ég fúllyrði að árið 2003 var mjög auðvelt viðureignar í rekstri sveitarfélagsins í sam- anburði við árið í ár þar sem saman kemur að haldið er Landsmót UMFÍ með þeim ffamkvæmdum sem því fylgir og nýjum kjarasamingum m.a. við kennara. Fjárhagsleg vandamál sveitarfélagsins Skagafjarðar verða ekki leyst með kokhreystinni einni sam- an, til þess þarf meira. Til þess þarf að hafa ffamtíðarsýn sem byggir á öflugri atvinnustefúu, nennu og þreki til að nýta þau tækifæri sem fyrir hendi eru. Ég bið því sveitarstjórann í Skagafirði að hafa enn um sinn hemil á hóli til sjálfs síns og meirihlutans vegna árang- urs í fjánnálum sveitarfélags- ins. Sigurður Árnason, formaður Framsóknarfé- lags Skagafjarðar og varamað- ur i sveitarstjóm Skagafjarðar.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.