Feykir


Feykir - 28.07.2004, Side 5

Feykir - 28.07.2004, Side 5
26/2004 FEYKIR 5 Gott útlit er fyrir mikla þátttöku á unglingalandsmóti UMFI á Sauðárkróki og spá- in fyrir helgina góð, þannig að ekkert ætti að verða því til fyrirstöðu að ungmennin og þeir sem þeim fylgja eigi góða helgi á Sauðárkróki. I gær, þriðjudag, voru skráðir kepp- endur orðnir um 500 talsins, en skráningu lýkur í kvöld. Auk keppni í öllum algeng- ustu íþróttagreinum verður boð- ið upp á ýmsa afþreyingu, auk þess sem þekktustu unglinga- hljómsveitir landsins mæta á svæðið. Mótið hefst á fimmtu- dagskvöldi með kynningarfundi fyrir íulltrúa félaga og lýkur um miðnætti á sunnudagskvöldi með flugeldasýningu. Iþróttakeppnin hefst eftir há- degi á föstudag, en formleg setningarhátíð verður á fostu- dagskvöld, og dagskrá dagsins lýkur með miklu sundlaug- arpartíi og kynningu á öðmvísi íþróttagreinum. Iþróttakeppnin verður svo fyrri part dags á laugardag og sunnudag, en frá miðjum degi verða smiðjur og öðmvísi íþróttagreinar í gangi, svo sem Akrobatic & Juggling, Capoeira, Fitnesbraut, Free- stylesmiðja, Hipp hopp & Brake, Hacky Sack, Klifur- veggur, Körfhbolta hipp hopp, Strandblak, Fjallahjólreiðar. A kvöldskemmtun á laugar- dagskvöld koma fram: Hip Razical, Yesmine Olsson, Bömin þagna og Quarashi. Á kvöldskemmtun á sunnudags- kvöld skemmta: Ritz, írafár, Nilfisk og sigurvegarar Mús- síktilrauna - Mammút. Þannig að dagskrá unglinga- landsmótsins er glæsileg. Móts- stjóri er Páll Kolbeinsson. Fótboltaskólinn um helgina Knattspymuskóli íslands verður starfræktur á Sauðár- króki nú um verslunarmanna- helgina. Þetta er sjötta árið í röð sem skólinn starfar en hann er ætlaður unglingum af öllu land- inu á aldrinum 12-17 ára og stendur frá fimmtudegi til mánudags. Um 100 nemendur hafa sótt skólann að meðaltali á ári og hafa sumir komið ár eftir ár. Að þessu sinni fer skólinn frarn samhliða Unglingalands- móti UMFÍ og er hann skipu- lagður þannig að nemendur geta líka keppt á landsmótinu. Skólastjóri er sem fyrr Bjami Stefán Konráðsson frá Frosta- stöðum og hefiir hann sér til að- stoðar reynda þjálfara víðs veg- ar að af landinu. Heimamaður- inn og fyrrum atvinnumaðurinn Eyjólfur Sverrisson mun koma í heimsókn og spjalla við þá tæplega 90 nemendur sem skráðir em í skólann. Þá munu fleiri þekktir knattspymumenn leggja leið sína á Krókinn um þessa helgi en þeir, líkt og Eyjólfur, verða hér á vegum Knattspymuakademíu Arnórs Guðjohnsens. Einnig mun fyrmrn atvinnu- maður i hollensku og skosku úrvalsdeildinni, sem er að hefja þjálfaraferil sinn, verða gestur skólans og sjá um nokkrar æf- ingar fyrir krakkana. Að sögn Bjama Stefáns, sem ber alla ábyrgð á skólan- um, hefur undirbúningur geng- ið vel og á hann von á góðum hópi ungra knattspymumanna sem endranær. Það má því bú- ast við að nemendur skólans setji skemmtilegan svip á bæ- inn eins og undanfarin ár. skrifast sem verkfræðingur fyrir stuttu. Þrjú bamanna em mín stjúpböm. Og svo skellturðu þér í nám á Bifröst? „Já ég sé ekki eftir því, það er ffábært að vera á Bifföst. Þama er allt til alls og gott að búa. Námið líka mjög skemmtilegt og ég hef mikla trú á því að ég láti ekki staðar numið eftir að ég hef lokið við- skiptalögffæðinni, heldur fari í mastersnámið”, segir Halldór, sem segja má að sé nú að feta i forspor feðranna með því að fara í lögffæðina. Úr handraðanum Afsökunarbeiðni Kona ein kom til lögffæðings með fjögur böm í eftirdragi og eitt á handleggnum. Það elsta virtist vera meira en fimm ára. Lögffæð- ingurinn spurði um erindið og hún sagðist verða að fá skilnað. „Og á hvaða grundvelli?” sagói lögffæðingurinn. „Vegna algerrar van- rækslu”, svaraði konan. Lögffæðingurinn leit yfir bamahópinn með undmnarsvip. ,yE, það er ekkert að marka þau. Hann vanrækir mig alveg. Aðeins stöku sinnum kemur hann heim og biðst afsökunar.” Vísað á dyr Jói kom óvenjulega snemma heim úr skól- anum og vildi móðir hans vita um ástæðuna. Jú, kennslukonan hafði tekið hann upp í ensku og hann mundi ekki hvað orðið „feet’’ þýddi. Kennslukonan vildi koma honum til hjálpar og sagði: „Ég hef tvo og kýrin fjóra.” „Og þegar ég sagði spenar þá rak hún mig út’’, sagði Jói. Orsakavaldurinn Tómas Guðmundsson skáld var nýkominn af sjúkrahúsi og mætti þá Haraldi Á. Sigurðs- syni leikara, en Haraldur var feitur og gild- vaxinn. „Osköp er að sjá þig”, sagði Harald- ur. „Maður gæti haldið að það væri hung- ursneyð í landinu.” „Það er alveg rétt”, sagði Tómas. „Og þegar maður sér þig þá finnst manni eins og það hljóti að vera þér að kenna.” Hugsanlega leki Gunnar rakari var að raka einn af við- skiptavinum sínum en með lélegum rakhníf svo að rakstrinum loknum var maðurinn allur blóðrisa og skrámaður. Viðskiptavinurinn flýtti sér að vaskinum, fékk sér gúlsopa af vatni og hélt því uppi í sér um stund. „Hvað ertu að gera maður?”, spurði Gunnar rakari. „Bara að athuga hvort ég leki”, svaraði hinn. Flautuleikarinn Nýgift hjón vom að sýna vinum sínum íbúðina. Hún var mjög þægileg og rúmgóð og höfðu hjónin hvort sitt svefnherbergið. „En hvað gerið þið?”, spurði einhver, „ef ykkur langar til að vera saman?” „Þá flautar hann”, sagði unga konan, „og ég fer til hans”. „En leiðist þér ekki ef hann ekki flautar”, var þá spurt aftur. „Þá fer ég bara í dymar”, sagði hún „og spyr: Varstu að flauta elskan?” Magnús H. Gíslason. Aukin þjónusta við viðskiptavini Höftim opnað nýja afgreiðslu í Skagfirðingabúð við Ártorg. Afgreiðslutími alla virka daga 9,15-16 Œ KB BANKI SAUÐÁRKRÓKI Sími: 455 5300

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.