Feykir


Feykir - 11.08.2004, Blaðsíða 2

Feykir - 11.08.2004, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 27/2004 Að syngja textann rétt I Feyki sem kom út þann 28 júlí s.l. var grein með þessari yfirskrift eftir Pálma Jónsson. Þar sem ég er félagi í Kirkjukór Sauðárkróks og syng þar af leiðandi við ansi margar jarðar- farir í Sauðárkrókskirkju í þeim góða félagsskap, auk þess sem fyrir kemur að ég syngi einsöng við slík tileffii bæði þar og annars staðar tek ég þessa ábendingu Pálma til mín og vil hér með upplýsa hann ofúrlítið um hvemig mál- ið lítur út frá mínum bæjardyr- um. Nánast undantekningarlaust mætir kórinn og organistinn klukkutíma fyrir athafnir í Safnaðarheimilið, þá er byijað á því að lesa yfir sálmaskrána og leiðrétta ef þess er þörf og syngja síðan yfir það sem flytja á. Eg fúllyrði að öllum sé mik- ið i mun að rétt sé farið með bæði lag og Ijóð. Hvað sjálfan mig áhrærir er það venjan að sé nokkur minnsti vafi á um rétt eða rangt er allra leiða leitað til að vera viss. Ég hef í gegnum árin öðm hvom heyrt sungið „Ég vildi geta vafið öllum” o.s.frv. og alltaf haft það á tilfinningunni að þannig væri ljóðið ekki. Ég fór því á stúfana og kynnti mér málið. „Vildi’ ég geta vafið öllum” er prentað með nótun- um af laginu hans Péturs sem allir syngja eftir, enda eðlilegt, því ef segja ætti „Ég vildi geta” þarf að setja hlaupanótu í lagið fyrir þetta atkvæði sem við bætist og þá er verið að breyta laginu og ekki er það til fyrir- myndar. Margir sem til þekkja hafa sagt mér að mikil og góð vinátta hafi verið með Pétri og Friðrik og náin samvinna þeg- ar þeir felldu saman lög og ljóð enda mætti oftast halda að sami maður semdi hvom tveggja. Þegar lagið „Ætti ég hörpu” var fyrst gefið út var ljóðið að sjálfsögðu prentað með nótun- um. Friðrik Hansen var beðinn að selja nótumar. Þegar hann fékk um 200 eintök í hendur sá hann að í ljóðinu var villa. Hann settist þegar niður með penna í hönd og leiðrétti hvert eintak. Hann sem sagt breytti ljóðlínunni ffá því að vera „Ég vildi geta vafið öllum” o.s.frv. í „Vildi geta vafið öllum”, (strikaði yfir ég) þetta var árið 1938. í tímans rás hefúr það orðið og er viðurkennt og prentað í nótnabók Péturs frá 1969 eins og áður sagði „Vildi ég geta” þ.e. að segja „ég” komið affur fyrir og úrfellinga- merkið fækkar atkvæðunum um eitt þannig að passi við lag- ið. Trúlega veit enginn lengur hvaðan þessi lagfæring er upp- mnnin, en þeir ættingjar Frið- riks sem ég hef talað við um þetta em mjög svo sáttir við hana. Þótt í báðum ljóðabókum Friðriks standi „Ég vildi geta vafið öllum” em þær báðar gefúar út að honum látnum, þannig að hann las ekki prófork af þeim. Ætti ég hörpu er æskuverk. Friðrik var aðeins 19 ára þegar hann samdi ljóðið, þannig að það er fúllkomlega eðlilegt að síðar meir með meiri þroska og reynslu hafi hann séð eithvað sem betur mátti fara í ljóðinu. Ég held að Pálmi geti verið viss um að allir séu honum sammála um að auðvitað ber að fara rétt með bæði lög og ljóð, og ekki nær nokkurri átt að breyta viljandi ljóðum manna. Þess vegna er alveg ó- þarfi að hrópa á hjálp allra ljóð- elskanndi manna til að bægja frá einhverjum ímynduðum voða. Bestu kveðjur. Jóhann Már Jóhannsson. Arleg bæna-og kyrrðarstund í Bænhúsinu að Gröf á Höfðaströnd var haldin 8 ágúst. Um 60 manns áttu þar ljúfa kvöldstund í frábæru veðri. Eftir athöfnina í Bænhúsinu voru kaffi og veitingar framreiddar af konuni úr nágrcnninu. Mynd/ÖÞ. Strandblakið var vinsælt Grettisból vígt á Grettishátíðinni Grettishátíð var haldin í Húnaþingi vestra um síðustu helgi. A laugardagskvöld var nýtt húsnæði Grettistaks á Laugarbakka, Grettisból, formlega opnað, en þar mun í ffamtíðinni verða menningar- og fræðslusetur, sem einkum ntun byggja á Grettissögu. Táknræn athöfn var, þegar stjóm Grettistaks ses. helgaði sér lóð við húsið að fomum sið, með því að kveikja elda á lóðarmörkum. Einnig átti að ganga með keflda kú en engin kvíga fékkst til athafnarinnar, svo notast varð við hryssu. Síðan var Grettistaki lyft af stjóminni og Magnúsi Stefáns- syni alþingismanni, en fjár- laganefúd Alþingis hefur lagt fjármuni til Grettistaks á liðn- um ámm. Hljómsveitin Spaðar skemmti gestum í Grettisbóli og færeyskur danshópur kom á svæðið og kynnti hringdans við mikla athygli gesta. Grett- isból hafði verið skreytt rnynd- um úr Grettissögu í tilefni dagsins. A sunnudaginn var fjöl- skylduhátíð á Bjargi. Grettis- saga var rifjuð upp við minnis- merki um Ásdísi Bárðardóttur sem stendur á Berginu við Bjarg, síðan hófst fjölskyldu- skemmtun á Grettisflöt. Fjöldasöngur undir leik Þor- valdar Pálssonar og Grettis Bjömssonar, prúðbúnir Færey- ingar dönsuðu og sungu og tóku gesti með í hringinn og einnig vom leikir fyrir yngsta fólkið. Kvenfélagið Iðja ann- aðist veitingar. Hápunkturinn var síðan kraftakeppnin, sem Andrés Guðmundsson aflraunakappi stýrði af mikilli leikni. Keppt var í kvenna- og karlaflokki. Hlutskarpastar konur urðu; Kristín Baldursdóttir, Jónína Sigurðardóttir og Sæunn Sig- valdadóttir. Efstir karla vom Jóhann Hermann Ingason, Valgeir Jens Guðmundsson og í þriðja sæti jafnir Bjöm Vign- ir Sigurðsson og Magnús Stef- ánsson. Veðrið lék við gesti Grettis- hátíðar og fór samkoman hið besta fram, segir í frétt Karl Sigurgeirssonar á Forsvars- vefnum. Kernur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa; Ægisstíg 10, Sauðárkróki. Póstfang: Box 4,550 Sauðárkróki. Símar: 453 5757, 897 5729 og 854 6207. Netfang: feykir @ krokur. is. og feykir@simnet.is Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. Áskriftarverð 210 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 250 krónur með vsk. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Hvitt & Svart hf.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.