Feykir


Feykir - 11.08.2004, Blaðsíða 8

Feykir - 11.08.2004, Blaðsíða 8
Fréttablaðið á Norðurlandi vestra 11. ágúst 2004,27. tölublað, 24. árgangur. Sterkur auglýsingamiðill © SheJ|t«t VlDE 453 6666 Sími: 453 6622 Fararstjórar enska kvennalandsliðsins í knattspyrnu hlýða á skýringar Ragnheiðar Traustadóttur á sýningu Hólarannsóknarinnar í síðasta mánuði. Minjamar varðveitast einstaklega vel á Hólum Bjöm ræðumaður áHólahátíð Hólahátíð verður að þessu sinni viðameiri en verið hef- ur. Dagskrá hennar hefst föstudagskvöldið 13. ágúst kl. 20 með málþingi í Auðun- arstofu um kirkjutónlist á miðöldum. Þar mun sr. Kristján Valur Ingólfsson flytja erindi sem hann nefn- ir: Heyr himnasmiður. Um Þorlákstíðir og aðrar tíða- gjörðir kirkjunnar fyrr og síðar. Söngflokkurinn Voces Thules fer með tóndæmi og þá verða almennar umræður. Laugardaginn 12. ágúst verður morguntíð i dómkirkj- unni kl. 9. Kl. 13 verður lagt upp í helgigöngu í Gvendar- skál. Við altari Guðmundar góða verður athöfn þar sem sr. Kristján Valur Ingólfsson minn- ist Guðmundar biskups. Kl. 18 verður kvöldtíð í dómkirkj- unni, Voces Thules syngja. Sunnudaginn 15. ágúst verður hátíðarmessa kl. 14., sr. Pétur Þórarinsson, prófastur, prédikar. Vígslubiskupinn og sr. Gunnar Jóhannesson, sókn- arprestur, þjóna fyrir altari. Voces Thules syngja. Organ- isti Jóhann Bjamason. Að messu lokinni verða kaffiveit- ingar í boði Hólanefndar. Kl. 16.30 á sunnudag verður hátíðarsamkoma. Bjöm Bjamason dóms- og kirkju- málaráðherra flytur hátíðar- ræðu. Flutt verða ljóð eftir sr. Jón Bjarman. Ragnheiður Traustadóttir fomleifafræðing- ur segir frá Hólarannsókninni. Einar Jóhannesson leikur á klarinett og Voces Thules syngja. Snurvoðabátar upp í landsteina Þessa dagana vinna danskir dýrabeinasérfræðingar að rannsóknum á Hólum á þeirn fjölda dýrabeina sem grafin hafa verið upp i rannsóknunum undanfarin sumur, en mikill fjöldi dýrabeina komu upp núna í surnar. Þar sem að jarð- vegurinn á Hólum varðveitir minjar mjög vel, er eftir miklu að slægjast fyrir þessa sérffæð- inga sem koma frá Hafnarhá- skóla, en einnig er þessa viku unnið að uppgreftri í Kolkuósi, þar sem mannvistarleifar hafa fundist frá upphafi biskups- stólsins á Hólum. Hólarannsókninni sjálfri lauk þó fonnlega þetta sumarið með ráðstefnu fjölda fomleifa- fræðinga á Hólum um síðustu helgi. Frá því rannsóknin hófst sumarið 2002 hafa um tíu þús- und munir fúndist við upp- gröftinn sem aðallega hefur beinst að gamla Hólaprentinu og þeim stað sem skáli bisk- upsstólsins er talinn hafa stað- ið. 1 sumar fundust m.a. við uppgröft í Hólaprentinu prent- stafír úr beiki sem taldir em frá upphafi prentsins áður en farið var að forma í blý. Þar á meðal b-ið úr Guðbrandsbíblíunni. Þá hefur fjöldi fólks litið inn á sýninguna í Hólaskóla sem komið var upp í tenglsum við Hólarannsóknina, en ferðamenn hafa sýnt henni mikinn áhuga. Veiði hefur verið þokkaleg hjá smábátum á Skagafirði í sumar. Fyrr í sumar var veiðin með afbrigðum góð, en fiskur- inn hefur verið „brellinn að und- anfömu”, eins og Ragnar Sig- hvats á Leiftri orðaði það, veiðst vel annan deginn en lítið hinn. „Hinsvegar hafa snurvoða- bátamir verið að gerast fullnær- göngulir og vom komnir héma alveg inn undir Nestána um tíma”, segir Ragnar, en þó Landhelgisgæslan hafi verið fá- liðuð í sumar kom hún þó og stuggaði tveim bátum út fyrir línuna. Að sögn Ragnars vom þetta bátar sem gerðir em út frá höfn á Húnaflóasvæðinu. Línan sem snurvoðabátamir verða að halda sig fyrir utan liggur skammt undan Fagranesi á Reykjaströnd og yfir fjörðinn að Kolkuósi, þannig að bátamir vom komnir talsvert innfyrir þá línu. Ætíð munu hafa verið nokkur brögð af því að snur- voðabátamir hafa leitað inn á Skagafjörðinn þegar veiðivon hefúr verið talsverð, enda ekki gott fyrir gæsluna að fylgjast grannt með. Flísar - flotgólf múrviðgerðarefnl Aðalsteinn J. Mariusson Sími : 453 5591 853 0391 893 0391 Útibússtjóraskipti í KB banka Jóel tekur við af Gesti Útibússtjóraskipti verða í KB banka á Sauðárkróki á haustmánuðum. Jóel Kristjáns- son fyrrverandi framkvæmdastjóri Skag- strendings tekurþá við stjóm útibúsins af Gesti Þorsteinssyni sem starfað hefúr þar frá árinu 1967 og verið útibússtjóri frá árinu 1987. Útibússtjóraskiptin fara fratn í kjölfar þess að Gestur óskaði eftir að fara á eftirlaun á gmndvelli langs starfsaldurs hjá bankanum og hefur verið gerður við hann starfslokasamn- ingur. Jóel hóf störf hjá KB banka í Reykjavík nú í byrjun mánaðarins til undirbúnings starfinu á Sauðárkróki. tnynta :: tryggingamiðstnðin :: kndak nxpmss :: baaktir og ritfnng :: ljósritnn í lil ti I I : :: gormar og plöstun :: fleiraogfleira bókabúðin BÓKABÚÐ BRYÚJABS BÓKABÚÐ BRYNJARS KAUPANGSTORGI 1 550 SAUÐARKRÓKUR SlMI 453 5950 FAX 453 5661 bokabud@skagafjordur.com - -Fji'ft ana í Fj<»isK.íid>jnf)ji

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.