Feykir - 11.08.2004, Blaðsíða 3
27/2004 FEYKIR 3
Víinulausir ung-
lingar á Króknum
Unglingalandsmótið á
Sauðárkróki um verslunar-
mannahelgina heppnaðist ein-
staklega vel. Skráningar á mót-
ið tóku mikinn kipp undir það
síðasta og alls voru keppendur
um tólf hundruð á mótinu í
hinum átta íþróttagreinum sem
keppt var í. Talið er að gestir á
landsmótinu hafi verið um tíu
þúsund, eða svipaður fjöldi og
var á stóra landsmótinu. Ung-
lingalandsmótið fór sérstak-
lega vel ffam enda byggt upp
sem vímulaus fjölskylduhátíð,
þá léku veðurguðimir við
mótsgesti, heitt var í veðri
mótsdagana og þótt blásið hafl
talsvert fyrri hlutann kom það
ekki að sök.
Líflegt var í íþróttakeppn-
inni og greinilegt að efniviður-
inn er mikill. Keppt var í fijáls-
um íþróttum, sundi, knatt-
spymu, körfubolta, golfi,
glímu, skák og hestaíþróttum,
auk þess sem Knattspymuskóli
íslands var haldinn samhliða
mótinu með um 90 þátttakend-
um. Einnig var boðið upp á
kynningaríþróttir og smiðjur
og vöktu þær athygli og mikla
þátttöku, má þar meðal annars
nefna fitness, ffeestile, júdó,
klifurvegg, slagverk og strand-
blak. Þá léku vinsælar ung-
lingahljómsveitir og ýmislegt
fleira var til skemmtunar.
Tjaldstæðin vom þau sömu og
á Landsmóti UMFÍ og náðu
tjaldbúðimar alveg fram á
brúnir Nafanna.
Þeir voru að fylgjast með á Landsmóti, Bjarni Haraldsson,
Einar Guðfinnsson og Jón Karlsson.
Eins og sjá má skörtuðu Nafirnar og fjörðurinn sínu fegursta.
Vinsælustu unglingahljómsveitirnar spiluðu \ ið gífurlegar undirtektir.
Bláskel
í Lundi
Anna Sigríður Hróðmars-
dóttir og Guðrún H. Bjamadótt-
ir, Hadda, opnuðu sýninguna
„Bláskel” í ash galleríi Lundi
Varmahlíð laugardaginn 31.
júlí sl. Sýningin stendur út á-
gúst og er opin ffá 10.00 -18.00
alla daga Á sýningunni verður
súpusett fyrir bláskel úr stein-
leir á ofnum diskamottum.
Einnig myndverk tengt sjávar-
ströndinni.
Anna Sigríður lærði leir-
kerasmíði hjá Kjarval og
Lokken og hóf síðan mynd-
listanám í Myndlistaskóla Ak-
ureyrar, hún hefur rekið Ker-
amik gallerí ash í Varmahlíð i
16 ár og er félagi í Samlaginu
ffá 1999
Hadda lærði m.a. vefnað í
Svíþjóð og fór síðan í Mynd-
listaskólann á Akureyri. Hún
hefur verið með eigin vinnu-
stofu og gallerí og meðlimur
Samlagsins ffá stofnun þess.
og KS-bókin
deild
i'* \ ■, V.. • i 'vJ.Eí' '• f
Jcy rtwjrp J j WCr ’ Y? t; . y ’ ti M.L *1 >TFtfv
im
V
1L|.