Feykir


Feykir - 29.09.2004, Blaðsíða 4

Feykir - 29.09.2004, Blaðsíða 4
4 FEYKIR 33/2004 „Það er enginn áberandi forustusauður í þessari hjörð“ Spjallað við Baldur Valgeirsson um atvinnu- þróunarmálin Baldur Valgeirsson framkvæmdastjóri Anvest. í dag vildu sjálfsagt margir sjá svipaða hluti gerast úti á lands- byggðinni og á uppgangstímanum sem byrjaði um 1970 og stóð vel ífam á níunda áratuginn, þegar bæir og þorp út um landið túttnuðu út og steypustöðvar höfðu vart undan að fylla í mótin fýrir öllum byggingunum sem þá risu. Þá hafði fólk trú á sinni heimabyggð. En það þurfti að fylgja þessari uppbyggingu eftir og þessvegna var ráðist í að koma á fót atvinnu- þróunarfélögum út um lands- byggðina. Iðnþróunarfélag Norð- urlands vestra var stofnað 1985 og núna stendur fyrir dymm að sam- eina það félag, sem reyndar hefur heitið síðustu misserin Atvinnu- þróunarfélag Norðurlands vestra (Anvest), Sambandi sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Þegar það gerist, væntanlega um næstu ára- mót, mun láta af starfi hjá Anvest Baldur Valgeirsson sem gengt hefur framkvæmdastjóm í 11 af þessum nítján ámm sem Anvest hefur starfað. „Þetta er óskaplega skemmtilegt starf að mörgu leyti, gífurlega fjöl- breytt. Á þessum tíma hef ég kynnst mörgu fólki sem mjög gaman hefur verið að starfa með”, segir Baldur.'en hvemig líst honum á það að Anvest og SSNV sameinist? „Það er eðlilegt að mér litist vel á það, þar sem að ég átti frumkvæði að því að í það yrði ráðist. Mér finnst hinsvegar að þau mál hafi gengið seint og fundir um málið ekki skilað tilætluðum árangri til þessa. Ástæða þess að timabært var að huga að þess- ari sameiningu er sú að tekjur félags- ins standa ekki lengur undir gjöldum, sem þýðir að ffamlög til félagsins eru ekki næg miðað við þá starfsemi sem ætlast er til. Tekjur félagsins em framlag ffá Byggðastofnun og sveit- arfélögunum sem er tengt útsvari og fasteignagjöldum. Launakostnaður hefur hækkað mikið en það er aðal- rekstrarliðurinn hjá okkur. Einu leið- imar fyrir sveitarfélögin í þessu máli hefiir annaðhvort verið að hækka ffamlög sín eða draga úr kostnaði. Eins og við vitum em sveitarfélögin ekki vel haldin og þá er bara önnur leiðin fær, það að draga úr kostnaði. Það sem nærtækast er að gera í stöð- unni er að spara í yfirbyggingun.ni, með því að sameina stjórastöðumar”, segir Baldur, þannig að segja má að hann hafi í raun hvatt til þess að hans eigið starf væri lagt niður. - En þið hafið síðan verið með ráðgjafa staðsetta út á þéttbýlisstöð- unum síðustu tvö árin? „Já, vegna óska ffá sveitarfélög- unum ákvað stjóm Anvest að gera samninga um rekstur skrifstofa út á þéttbýlistöðunum með einum at- vinnuráðgjafa á hveijum stað. Til þess að þetta væri hægt þurftu að koma meiri peningar ffá sveitarfélög- unum, til að borga það sem upp á vantar í launum þessara starfs- manna.” , i - Og.hvemig hefur þetta komið út? „Eg tel að þetta hafi tekist vel, hef- ur sína kosti og sína galla, ráðgjafam- ir em augu og eyru félagsins á stöð- unum, þá getum við fylgst betur með hvað er að gerast á hveijum stað. Þetta hefur líka verið skipulagt þannig að ráðgjafinn sem er t.d. á Hvammstanga eða Sauðárkróki, hef- ur ekki eingöngu verið að vinna verkefhi á því svæði. Svo höfum við reynt að halda sameginlega fundi mánaðarlega, og unnið saman að á- kveðnum verkefnum.” Ekki eins einfalt og sýnist - Hvemig var starfið á upphafsár- um Invest? „Upphaflega var þetta einmenn- ingsstarf. Á árinu 1995 var ráðinn sérstakur starfsmaður í sambandi við ferðamál og svo 1997 ráðnir þrír starfsmenn til viðbótar. Þá var ætlast til að starfsmennimir væm allir bú- settir á sama stað, tilmæli frá Byggðastofhun. Hugmyndin var að þeir mynduðu ákveðið teymi. Síðan var þessi breyting gerð fyrir tveimur ámm sem ég minntist á áðan að starfsmenn vom ráðnir út á stöðunum og þá urðu effir tvö störf hér á Blöndu- ósi, og starfsmenn í heildina alls fimm.” - En ykkar starf í atvinnuþróun er oft á tiðum ekki svo sýnilegt? „Nei það erþað ekki. Við emm að vinna að fjölda verkefna og með ýmsum aðilum, en þetta kemur sjaldnast upp á yfirborðið. í fyrsta lagi em það einstaklingar og ýmsir aðila sem við vinnum fyrir, sem kæra sig ekkert um að það sé verið að aug- lýsa það sem þeir em að gera, alla vega við eigum ekki auglýsa það. Og ef einhver árangur verður þá er það sjaldnast tíundað að atvinnuþróunar- félagið hafi haft þar hönd í bagga. Og stundum verður maður þess var að fólk veit ósköp lítið um hvað at- vinnuþróun er, finnist hún vera mik- ið einfaldari en hún er. Það er auð- veldara að tala um hlutina, en það þaif ákveðið ferli til að þeir verði að vemleika. Það þarf einstaklinga með dug til að ráðast í starfsemi eða stofnun fyr- irtækis, það þarf þekkingu á verkefn- inu, og að síðustu þarf fjánnagn sem liggur á lausu ef fólk er með góðar hugmyndir. Helst af öllu þarf fólk að eiga fjármagn til að byija rheð fyrir- tæki. Hreppapólitíkin I þessu starfi verðið þið væntan- lega varir við hreppapólitíkina sem enn er til staðar? „Já það er náttúlega eitt aðal- vandamálið, þetta samstöðuleysi á svæðinu, þó svo að það sé samstaða í mörgum málum þá örlar oft á hreppa- rígnum. Það er áberandi besta sam- staðan um þau verkefhi sem ríkið fjármagnar, en það vantar alveg að menn nái saman í stóm málunum eins og t.d. í stóriðjunni. Ég held það vanti einhvem sem getur verið sama- semmerki fyrir svæðið í þessum stór- iðjumálum, eins og t.d. Smári Geirs- son var fyrir austan. Ég held að í stöðunni héma endur- speglis ákveðið forystuleysi, það er enginn áberandi forystusauður í þess- ari hjörð. Það vantar afgerandi leið- toga. Þessar stórkostlegu samgöng- bætur með Þverárfjallsveginum skapa aukna möguleika til samvinnu milli staðanna. Sveitarfélögin sjálf beijast hins- vegar i bökkurn og hafa ekki mikla möguleika að gera eitthvað upp á eigin spýtur. Fólksfækkunin áhyggjuefnið Hafa aðstæður hér í kjördæminu breytst mikið á þessum 19 ámm í sögu Anvest? „Það er vitaskuld talsverð breyting að aðildar-sveitarfélögunum á svæð- inu hefur á þessum tíma fækka úr 22 í níu. Maður finnur að það er miklu betra að vinna með þessari heild, kerfið er ekki eins þungt í vöfum og áður. Það hlýtur hver maður að sjá, þó svo að auðvitað sé ekki allt leyst með sameiningu sveitarfélaga. Annars finnst mér aðaláhyggju- efnið vera þessi fólksfækkun. Og þá ekkert síður þessi hreyfing á fólki. Hér t.d. á Blönduósi er mikil hreyfing á fólki og það er alltaf slæmt þegar flytur fólk af svæðinu sem maður veit að hefur ákveðnar taugar til stað- arins. Það þarf alltaf áð vera ákveð- inn kjami í hveiju samfélagi.” Ef þú gætir nú valið úr einhveiju af þeim verkefhum sem þið hafið verið að vinna að, hvað er þá eftir- minnilegast eða skemmtilegast? „Þau em bara svo mörg að það er ómögulegt að velja úr þeim. Við emm að byija á mjög skemmtilegu verkefni sem fellur undir Norður- slóðaáætlun Evrópusambandsins (NPP), sem ég mun reýndar leiða og sjá um fyrir Ansvest áffam. Það em 12 aðilar frá sjö löndum sem koma að þessu verkefhi sem er í heildina með fjárhagsáætlun upp á um 150 milljónir og koma u.þ.b. 50% af því ffá NPP en hitt ffá þátttakendum verkefnisins. Anvest er ábyrgt fyrir þessu Norðurslóða verkefni, en ís- lensku þátttakendumir em Byggða- safhið á Reykjum, Byggðasafnið á Hnjóti og Atvinnuþróunarfélag Þing- eyinga.”

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.