Feykir


Feykir - 29.09.2004, Blaðsíða 1

Feykir - 29.09.2004, Blaðsíða 1
rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MED RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI Norðurorka vill komast inn á Jökulsársvæðið Þannig leit Votmúli út í gærmorgun, suðurendi hússins fallinn. Stórbruni á Blönduósi Norðurorka á Akureyri hef- ur að undantörnu sýnt áhuga á samstarfi við Skagafjarðar- veitur og fleiri veitur á Norð- ur- og Austurlandi. Ljóst er samkvæmt drögum að vilja- yfirlýsingu sem þeir Norður- orkumenn sendu Skagfirð- ingum á dögunum, að áhug- inn beinist ekki síst að mögu- Ieikum til raforkuframleiðslu á svæðinu, og eftir því sem Feykir hefur fregnað hugn- ast sveitarstjórnarmönnum í Skagafirði ekki þær hug- myndir sem þar eru settar fram og telja greinilega kom- in af stað keppni milli Nórð- urorku og Landsvirkjunar um vatnasvæðið við Jök- ulsárnar í Skagafirði. „Þetta kom heimamönnum í opna skjöldu, enda var viljayf- irlýsingin ekki unnin í samráði við Skagfirðingá. Það er ljóst af efhi tillagna Norðurorku að þeir hyggjast eignast fleiri veit- ur á Norðurlandi. Aukið sam- starf hefur verið í farvatninu á milli Norðurorku og forsvars- manna Héraðsvatna ehf. sem hyggjast virkja við Villingar- nes. Framkvæmdaleyfi fyrir þá virkjun myndi styrkja það samstarf og Norðurorka eign- ast Villinganesvirkun eins og þeir hyggjast eignast aðrar veit- ur á svæðinu. Norðurorka hef- ur lagt mikið kapp á að fá meiri orku til að nýta í iðnað á Eyja- fjarðarsvæðinu. Að sama skapi má vera ljóst að Landsvirkjun- armönnum hugnast ekki áætl- anir um að aðrir aðilar hafi af þeim mögulegar virkjanir á vatnasvæðinu. Slagurinn á milli þessara orkufyrirtækja virðist því einnig vera að færast í Skagafjörð”, sagði einn full- trúi meirihlutans í Skagafirði í samtali við Feyki, en menn virðast ganga út frá því að Rarik muni, a.m.k. að hluta, ganga inn í Norðurorku. í drögum að viljayfirlýsing- unni, sem Skagfirðingar hafa enn ekki svarað stendur meðal annars: „Stefna að myndun samstarfsvettvangs allra aðila sem eiga orkufyrirtæki (hita- veitur, rafveitur og vatnsveitur) einkum á Norður- og Austur- landi. Kynna hugmyndir fyrir sveitarstjómum og þingiuönn- um. Stefna að stofuun orkufyr- irtækis á Norður- ög Austur- landi sem hefði auk reksturs hitaveitna og vatnsveitna með höndum raforkudreifingu og raforkuffamleiðslu. Félag eða samstarf það sem aðilar samkomulags þessa kunna að stofha til mun á virk- an hátt markaðssetja landsvæði það sem það starfar á. I þessu starfi mun félagið starfa með öðmm þeim aðilum sem vinna að orkuffamleiðslu og atvinnu- uppbyggingu á svæðinu. Sam- starfsaðilar skuldbinda sig til að starfa að þessu verkefni af fagmennsku og áhuga, með það að markmiði að koma formlegu félagi á laggimar inn- an 4-6 máiiaða ffá undirritun viljayfirlýsingar þessarar.” Gríðarlegt tjón varð á Blönduósi í fyrrinótt þegar stórhýsið Votmúli brann að stómm hluta til kaldra kola. Það var syðri hluti hússins, næstum tveir þriðju af húsinu, sem féll í brunanum, en þar var byggingarvörudeild og pakkhus kaupfélagsins, Bíla- þjónustan og matvælagerðin Vilko. Það var um miðja nótt sem íbúar á Blönduósi vöknuðu við vonandan draum, spreng- ingar og læti, og vissu ekkert hvað á þá stóð veðrið, að sögn Eysteins Péturs Lárussonar sem blaðamaður hitti á bruna- stað í gærmorgun. Skömmu síðar séust eldtungumar stiga upp syðst í bænum og slökkvi- liðið var kallað út korteri yfir fjögur. Þá var við lítið ráðið og greinilegt að eldurinn hafði kraumað inni í húsinu um nótt- ina. Störf slökkviliðsmanna, sem einnig komu ífá Skaga- strönd og Hvammstanga, beindust að því að veija norð- urenda hússins, þar sem m.a. er staðsett nýja ullarþvotta- stöðin, en eldvamarveggur varði rúman einn þriðja hluta Votmúla. Tjónið er gríðarlegt, og ljóst að það er einkum Kaupfé- lag Húnvetninga sem ber skaðann í þessum mikla bruna, en Vilko er í eign KH. Á þess- um þremur vinnustöðum í Votmúla sem brunnu, unnu um 20 Blönduósingar. Á þess- ari stundu er ekki ljóst með ffamhaldið, hvemig uppbygg- ingu verði háttað, enda unnið að mati brunans. Votmúli séður þegar ekið var inn í Blönduósbæ. —Kjen^ift ehjDf— Aðalgötu 24 Skr. sími 453 5519, fax 453 6019 • ALMENN RAFTÆKJAÞJÓNUSTA • FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA • BÍLA- OG SKIPARAFMAGN • VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA jm bílaverkstæði Sími 453 5141 Sæmundorgota lb550Sauðárkrókur\ 3|(eBílaviðgeröir Hjólbarðaviðgerðir Réttingar ^Sprautun

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.